blaðið - 21.11.2005, Page 30
38IFÓLK
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaöiö
MÁTTUR
AUGLÝSINGA
Smáborgarinn er alltaf að gera sér betur
grein fyrir hversu mikill máttur auglýs-
inga er, eða kannski er hann bara svona
meðtækilegur fyrir þeim af því hann er
smáborgari. Nú er tæp vika í upphaf að-
ventu og jólaauglýsingarnar eru þegar
farnar að óma á öldum Ijósvakans. Smá-
borgarinn er þegar farinn að fá fiðring í j
tærnar og finnst að hann þurfi að kaupa
alla skapaða hluti til að geta haldið gleði-
leg jól. Þrátt fyrir að Smáborgarinn sé
einhleypur og geti gert öll jólainnkaup-
in á klukkutíma finnur hann samt fyrir
pressunni, kaupa meira og meira, meira
í dag enn i gær. Verður hann ekki örugg-
lega að kaupa sér nýja seríu í gluggann,
er sú gamla í lagi? Smáborgarinn fann
sjálfan sig inn f geymslu árla sunnudags
fyrirviku síðan til að gá hvort serían væri
ekki örugglega á sínum stað, svo allt sé
nú klárt á aðventunni þegar setja á upp
skreytingarnar. Smáborgarinn getur rétt
ímyndað sér hvernig áreitið erfyrir bless-
uð börnin en margar auglýsingar beinast
einmittað þeim.
Eftir sex vikur af innkaupaferðum
hérlendis eða erlendis með tilheyrandi
stressi getur svo fjölskyldan loksins sest
niður og hvílt sig eftir ósköpin. Hvíldin
þetta árið sendur yfir í heila þrjá daga
sem samsvarar einni verslunarmanna-
helgi og þá byrjar stressið aftur. (febrúar
kemur svo vfsareikningurinn og honum
fylgir meira stress og e.t.v. meiri auk-
vinna til að eiga fyrir dögunum þremur í
desember sem kostuðu marga mánaðar-
launin. Fyrir Smáborgarann eru jólin, og
hafa ætið verið ódýr, jólagjafir eru fáar
og verði þeirra stillt íhóf. FyrirSmáborgar-
ann eru jólin meira en dagarnir þrfr. Alla
aðventuna reynir hann að eiga notalega
stund með serfuna upp í glugga (sem von-
andi er í lagi) og með þægilega jólatónlist
á spilaranum. Við þessar aðstæður reikar
hugurinn einhverra hluta vegna aftur til
æskuáranna, það færist ró yfir hugann,
og Smáborgarinn kemst í hálfgert hug-
leiðsluástand. Eins er með jólin, þau eiga
að snúast um ró og frið og eiga ekki að
kosta peninga heldurtíma sem fólk hefur
til að eyða með sfnum nánustu.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi:
Hvernig verður að
vera án Alfreðs?
„Lífið heldur áfram, þó auðvitað sakni maður alltaf vinnufélaga, sem halda
til annara starfa. Það er enginn vafi á því að það verður sjónarsviptir af
Alfreð Þorsteinssyni úr borgarmálapólitíkinni. Það hefur alltaf gustað af
honum, hann hefur miklu áorkað á vettvangi Reykjavíkurborgar. Eins og
gerist og gengur hefur sumt af því verið umdeilanlegt, en þótt við Alfreð
höfum verið andstæðingar og oft þurft að takast á hefur okkur langoftast
tekist að gera það á málefnalegan hátt. En Alfreð óska ég góðs gengis á
nýjum vettvangi."
Er Nicole trúlofuð?
Nicole Kidman er sögð vera trúlofuð kántrístjörnunni Keith Urban. Nicole,
sem var gift Tom Cruise, sást skarta einhverju, sem leit út eins og trúlofun-
arhringur, á baugfingri. Nicole hefur þó sjálf ekki staðfest þessar fregnir og
almennatengslafulltrúi hennar þvertekur fyrir sannleiksgildi þessarar sögu en
hann segir: „Eins og stendur er þetta bara kjaftasaga. Þegar og ef það verður
einhver tilkynning um málið, munu þið heyra af því.“
Kylie verður í París
um hátíðarnar
Kylie Minogue mun ekki komast heim til Ástralíu um jólin. Kylie, sem er í
krabbameinsmeðferð í París, langaði til að komast heim til Melbourne yfir
hátíðarnar svo hún gæti notið hennar í faðmi fjölskyldunnar, en læknar
stúlkunnar vilja ekki að hún fari fet fyrr en um miðjan janúar. Talsmaður
slúðurblaðsins The Sun segir að Kylie ljúki meðferðinni þann 18. desember
og þá er ekki langt til jóla. En Kylie þarf að fara í blóðkornatalningu eftir
að meðferð lýkur, og þá er hægt að úrskurða hvort hún er nógu hraust til
að fara í svona langa ílugferð. Læknarnir ráðleggja henni að vera bara um
kyrrt og hún hefur ákveðið að fara að þeirra ráðum. Hún verður því hjá
kærastanum sínum, Olivier Martinez yfir jólin.
Kimberly elskar
rassinn á sér
Stjarnan úr sveitinni Girls Aloud, Kimberley Walsh, segir að hljómsveitarmeðlimurinn
Nicola Roberts sé afar upptekinn af rassinum á sér. Kimberley segir að Nicola sé alltaf að
klípa sig í rassinn: „Nicola lætur bossann á mér ekki í friði. Hún er alltaf að koma við hann
og reyna að fá hann til að hristast. En ég spenni vöðvana og við það verður hann grjótharð-
ur“. Kimberley segist jafnframt vera afar stolt af afturendanum og bætir við: „Mér finnst
ekkert mál að hafa svona klípulegan bossa, ég bara elska hann“.
,, Ég er hins vegar handviss um að Sam-
fylkingin muni finna fjölina sína og ná
sér á góðan skrið. Sólrún er nú í sama
fasa og ég lenti í sjálfur þegar ég varð
fyrsti formaður Samíylldngarinnar.
Skrímsladeildinni og öllu atgervi Sjálf-
stæðisflokksins var þá einhent í árásir
- einsog hún sætir nú. Hún er að því
leyti í erfiðari stöðu að í kringum hana
sköpuðust miklu meiri væntingar. Fjöl-
miðlar taka oft ástfóstri við stjómmála-
menn, byggja upp væntingar kringum
þá, og þegar þær ganga ekki eftir helst
í gær verða þeir vægðarlausir og geta
orðið grimmir.,,
Össur Skarphéðinsson á http://web.
hexia.net/roller/page/ossur
„Guðmundur Magnússon, fulltrúi rit-
stjóra, dregur taum Jóns Ólafssonar í
Skífunni í Fréttablaðinu í dag með
því að skrifa hæðnislega um leiðrétt-
ingar á rangfærslum Jóns um menn
og málefni. Eitt af því furðulega, sem
nefnt hefur verið til sögunnar vegna út-
komu bókar Einars Kárasonar um Jón,
er ræða Davíðs Oddssonar til heiðurs
Þórarni Eldjárn fimmtugum, en Jón Ól-
afsson, sem ekki var í afmælinu, hefur
látið orð falla á þann veg, að hún hafi
snúist að mestu um sig. Þórarinn hef-
ur leiðrétt þessa rangfærslu um ræðu
Davíðs, þar hafi að vísu verið minnst á
Jón Ólafsson en sá hafi verið Indíafari
en ekki kaupsýslumaður. Þótt Jón Ól-
afsson í Skífunni hafi um tíma verið að-
alræðismaður Indónesíu á íslandi, hef-
ur engum dottið í hug að nefna hann
Indíufara. Guðmundur nefnir Davíð
konung í athugasemd sinni og þá Þór-
arinn Eldjárn, Hannes Hólmstein og
Baldur Hermannsson, sem ritaði um
framgöngu Jóns í Kastljósi í Morgun-
blaðið, hirðmenn “
Björn Bjarnason á http://www.bjom.
is/
„ Hæstiréttur hefur úrskurðað að óheim-
ilt sé að skerða tekjur öryrkja ( og elli-
lífeyrisþega) vegna tekna maka. Samt
skerðir ríkisstjórnin lífeyri aldraðra
og öryrkja frá Tryggingastofnun.Þess-
ir elli-og örorkulífeyrisþegar fá aðeins
hálfa tekjutryggingu. Þeir sæta helm-
ings skerðingu tekjutryggingar enda
þótt Hæstiréttir hefði úrskurðað að
óheimilt væri að skerða vegna tekna
maka.Síðan bætir ríkisstjórnin um bet-
ur núna og ákveður að þeir ellilífeyris-
þegar sem eiga maka,sem hefur tekjur
(t.d. úr h'feyrissjóði) fái ekki óskerta ein-
greiðslu. Það eru engin takmörk fyrir
eftir Jim Unger
2-3
Þú getur sjálfum þér um kennt að hafa
gleymt að kaupa kattamat.
© Jim Unger/dist. by UniteJ Media, 2001
HEYRST HEFUR...
Bj ö r n
I n g i
Hrafnsson
er þegar far-
inn að safna
liði í próf-
kjör Fram-
sóknar sem
verður op-
ið, þannig
að allra flokka kvikindi geta
smokrað sér í kosninguna.
Munu menn hans þegar vera
farnir að leita hófanna við
ungliða annarra flokka um
atkvæðaskipti. Bróðir Björns
Inga heitir Jakob Hrafnsson og
er í lykilstöðu sem formaður
Sambands ungra framsóknar-
manna. Þar fyrir utan er hann
í nánu vinfengi við Andrés
Jónsson, kollega sinn í ungliða-
hreyfingu Samfylkingarinnar,
en innan Samfylkingarinnar
hefur hann legið undir ámæli
fyrir að vera arkitektinn að
vafasömum kosningasigri Ól-
afs Ágústs Ólafssonar í varafor-
mannskosningu á landsfundi
flokksins í vor. Andrés er sjálf-
ur sagður staðráðinn í að fara
í framboð hjá Samfylkingunni
og þegar eru komnar óformleg-
ar þreifingar á miklu dýpi um
atkvæðalán milli ungliða flokk-
anna til að styðja Björn Inga og
Andrés hvorn í sínum flokki...
An n a r s
undrast
menn hvað
Halldór Ás-
grímsson hafi
verið reiðubú-
inn að leggja
mikið í sölurn-
ar til þess að
Alfreð Þorsteinsson rýmdi til
fyrir Birni Inga, Alfreð hafi
hvort eð er verið búinn að gera
upp við sig að hætta í pólitík.
En enginn þarf að efast um að
nýja hátæknisjúkrahúsið, sem
Alfreð á að byggja, verði hið
glæsilegasta á alla lund. Alfreð
sjálfur hefur vísað til reynslu
sinnar við byggingu kastala
Orkuveitunnar og sagt hana
munu koma að góðum notum.
Miðað við reynslu Alfreðs er
því líklegast að hátæknisjúkra-
húsið kosti íoo milljarða frem-
ur en þá 18, sem rætt hefur
verið um. Og menn geta bókað
að sjúkrarúmin verða öll topp-
hönnun úr Epal...
Porgerður Katrín Gunnars-
dóttir, menntamálaráð-
herra, þyk-
ir ganga
hratt á sitt
pólitíska
k a p í t a 1
um þessar
mundir.
Ræðahenn-
ar á lands-
f u n d i
þótti slöpp
- sérstaklega í samanburði við
leiftrandi herhvöt Kristjáns
Þórs Júlíussonar - og jók frem-
ur á efasemdir um hana sem
leiðtoga en hitt. Á dögunum
skar hún síðan niður Háskól-
ann á Akureyri um 50 milljónir
og sagði að niðurskurðurinn
myndi styrkja skólann! í kjöl-
farið lenti hún í miklum ógöng-
um vegna styttingar framhalds-
skólanna og setti sjónarmið sín
fram með svo ónærgætnum
hætti að kennarastéttin er
nú öll grá fyrir járnum. Telja
menn að ef ráðherrann sýni
ekki meiri pólitísk hyggindi á
næstunni myndist tómarúm í
forystu íhaldsins, en nóg er af
fólki sem getur hugsað sér að
fylla í það skarð...