blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 2
2 I ÍWNLEWDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ SUSHI r n h i n OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Efnahagsástand: Gengur verðbólgudraugurinn aftur? íslandsbanki spáir mikilli verðbólgu á nœsta ogþarnœsta ári. Greiðslubyrði afíbúðalánum getur aukist í kjölfarið um tugi þúsunda. Eve Online: íhugar að flytja úr landi Fyrirtækið CCP, sem hannar og rekur íjölþátttökuleikinn EVE Online, íhugar þessa dagana alvarlega að flytja starfsemi fyr- irtækisins úr landi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins Tölvuheimur sem kemur út í dag. Þar segir ennfremur að CCP hafi þegar fengið tilboð frá ríkisstjórninni á eyjunni Mön um að flytja fyrirtækið þangað. CCP er stærsti útflytjandi hug- búnaðar á fslandi um þessar mundir og velti fyrirtækið tæpum 550 milljónum króna á síðasta ári. Ennfremur er gert ráð fyrir að velta fyrirtækisins verði tæpur milljarður króna á þessu ári. Til samanburðar nam heildar útflutningur á hugbúnaði á síðasta ári um fjórum milljörðum króna. „Við erum hreinlega farnir að endurskoða okkar stöðu af alvöru því það er ekkert sérstaklega vænlegt fyrir fyr- irtæki í útflutningsiðnaði og alþjóðlegri samkeppni að starfa hér á meðan þessi hágengis- stefna ræður ríkjum. Þetta hefur verið skelfilegt ástand að undanförnu og líður okkur í raun eins og það sé verið að skattleggja CCP sérstaklega um 20% síðustu mánuði, án þess að neitt komi í staðinn," segir Hilmar Veigar Pétursson, farmkvæmdastjóri CCP, meðal annars í viðtali við Tölvuheim. Velta CCP, sem rekur EVE Online, mun verða um milljarður í ár. Verðbólgan rýkur upp og íbúðalánin með. Blaíil/lngó Verðbólga á íslandi verður um 6,4% á næsta ári og gæti farið allt upp í 8,2% um þarnæstu áramót gangi verð- bólguspá greiningardeildar Islands- banka eftir. Verði þetta langvarandi verðbólga er ljóst að greiðslubyrði af verðtryggðum íbúðalánum mun aukast gríðarlega. Aðvaranir fast- eignasala vegna 100% íbúðalána voru virtar að vettugi. Sársaukafullt aðlögunarferli Samkvæmt spá greiningardeildar fs- landsbanka mun hækkun verðbólgu fyrst og fremst stýrast af vaxandi framleiðsluspennu. Þá telur grein- ingardeildin að vaxandi þrýstingur á launahækkanir vegna manneklu á vinnumarkaði eigi einnig eftir að ráða miklu varðandi hækkun verð- bólgu. Samkvæmt spánni mun verð- bólgan verða um 6,4% yfir næsta ár og jafnvel fara upp í 8,2% yfir þarnæsta ár og um tímabundið verðbólguskot sé að ræða. Jón Bjarki Bentsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild fs- landsbanka, segir. launaskrið hafa verið mikið fyrir utan samnings- bundnar hækkanir. Þá segir hann töluvert ójafnvægi einkenna efnhags- ástandið þar sem eftirspurn er mun meiri en framleiðslugeta hagkerfis- ins. „Það sem gerist þegár eftirspurn er verulega meiri en framleiðslugeta hagkerfisins ræður við þá er tilhneig- ingin sú að hagkerfið leitar jafnvægis í gegnum verðbólgu. Verðbólgan ýtir upp verðlagi og rýrir kaupmátt fólks sem dregur úr eftirspurninni og hag- kerfið róast niður. Þetta er ekki sárs- aukalaus aðlögunarferill en menn skulu hafa það í huga að það eru ástæður fyrir þessu.“ Á eftir að koma illa við marga Gangi þessi verðbólguspá eftir er ljóst að greiðslubyrði af 100% verð- tryggðu íbúðaláni upp á 15 milljónir svo dæmi sé tekið gæti aukist um 500 til 700 þúsund krónur á ári miðað við núverandi verðbólgu eða um tæpar 40 til 60 þúsund krónur á mánuði. Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að þetta sé þróun sem fasteigna- salar hafi óttast þegar byrjað var að bjóða 100% lán. „Við guldum var- hug við því við bankana í upphafi að okkur þætti þetta frekar glannalegt og við ræddum þetta á fundi með þeim. Það er alveg ljóst að það eru margir mjög skuldsettir og þetta á eftir að koma illa við marga.“ Hann segir mikið af fólki hafa tekið 100% lán á sínum tíma og stundum fyrir háar fjárhæðir og ljóst að fyrir þetta fólkmáekkimikiðútafbregða. ■ tí' Baugsmálið: Héraðsdómur um ákæruvald kærð- ur til Hæstaréttar Sigurður Tómas Magnússon, settur rfldssalcsóknari í Baugsmál- inu, kærði í gær til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um að hann væri ekki bær um að fjalla um ákæruliðina átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi. Sigurður Tómas krefst þess að Hæstiréttur dæmi að hann sé bær til þess að fara með ákæruliðina átta og einnig að Hæstiréttur tald afstöðfi til þess að Björn Bjarna- son, dómsmálaráðherra, hafi verið hæfur til þess að setja hann í að fjalla um þessa ákæruUði. Málsaðilar hafa sólarJuing til þess að skila greinargerðum vegna málsins til Hæstaréttar og má búast við úrskurði réttarins í næstu viku. Fyrr f vikunni úrskurðaði héraðsdómur að Sigurður Tómas væri ekki bær til þess að taka við ákæruvaldi ákæruliðanna átta þar sem vafi léki á að Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, hefði sagt sig ffá þeim með fullnægj- andi og formlegum hætti. Menntamál: Vilja aukin framlög til háskóla Samfylkingin vill hækka framlög til rfkisreknu háskólanna á íslandi nú þegar um 800 milljónir króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að skól- arnir sem um ræðir búi við erfiða stöðu. „Ef stjórnvöld hefðu svipað hlut- fall landsframleiðslu sinnar og aðrar Norðurlandaþjóðir fengi háskóla- stigið um 4-8 milljörðum króna meira á ári en það gerir nú. Þær þjóðir verja 35-80% meira af lands- framleiðslu til háskólastigsins en við gerum,“ segir Björgvin. Hann segir að ekki eigi að láta staðar numið við áðurnefnda framlagsaukningu, heldur bæta við tæpum milljarði á ári næstu árin, þar til framlagið sé orðið sambærilegt við það sem ger- ist í nágrannaþjóðum okkar. Háskóli t Króatíu er sá eini í Evrópu sem faer hlutfallslega lægra framlag frá ri Háskóli Islands. 100 milljónir í húsaleigu Björgvin segir að erfið staða skól- anna sé augljós hverjum sem fylg- ist með og bendir á að um þessar mundir sé Háskólinn á Akureyri að leggja niður tvær deildir. „Astæðan er annars vegar harka- Iegur fjárskortur hins opinbera og hins vegar vegna vafasamrar einka- framkvæmdar á rannsóknarhúsi skólans,“ segir Björgvin og bendir á að skólinn greiði 100 milljónir í húsaleigu á ári, án nokkurrar vonar um að eignast nokkurn tímann hús- næði skólans. „Hitt er staða Háskóla Islands. Samkvæmt niðurstöðu úttektar Evr- ópusamtaka háskóla fær hann næst lægst framlög allra sambærilegra skóla í Evrópu. Á eftir háskóla í Króatíu. Þetta er afleit staða og segir allt sem segja þarf um stefnuleysi og skeytingaleysimenntamálaráðherra í garð skólans," segir Björgvin. ■ KROSSTRÉ EFTIRJÓN HALLSTEFÁNSSON KRONPRINS ISLENSKU SAKAMALASOGUNNAR LKr/t""""1 „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK ★ ★★★ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „SAGAN ER ALGER NAUTN OG MAÐUR ÚFUNDAR BARA ÞÁ SPENNUFÍKLA SEM EIGA EFTIR AÐ LESA HANA“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM „HÖRKUSPENNANDI... GLÆSILEG SAKAMALASAGA" ! ★ ★ ★ ★ Páll Baldvin Baldvinsson, : BJARTUR ) Heiðskírt (3 Léttskýjað ^ Skýjað £ Alskyjað / f Rigning, litilsháttar •/'// Rigning 5 ? Suld * 'T' Sn]ókoma \—7 Slydda Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vin Algarve Dublin Glasgow -01 14 03 02 03 04 01 11 05 06 0*7 Breytileg Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt ó upplýsingum frá Veðurstofu íslands 0° Breytileg /// 1° Á morgun -4'

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.