blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 22
22 I BESTI BITINN
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Gott er að borða kartöfluna...
Franskar kartöflur eru eitt allra vinælasta meðlæti á íslandi og þó víða væri leitað. Þær frönsku eru einnig vinsælar
einar og sér en þó kartöflur séu einföld fæða eru þær afar mismunandi að gæðum og mikilvægt að fara vel að í elda-
mennskunni ef útkoman á að vera góð. Þó kartöflur njóti lýðhylli í dag voru þær þó langt í frá vinsælar þegar þær bár-
ust fyrst til landsins. Sama á við um Evrópu alla.
Fóma nefi og vörum
Saga kartöflunnar á heimsvísu
er tengd bæði farsæld og miklum
hörmungum. Hún var ræktuð og
nýtt fyrir þúsundum ára af Suður-
Ameríkubúum, allt frá því 750 f. kr..
Inkarnir áttu sér sérstakan kartöflu-
guð sem tilbeðinn var með miður
geðslegum hætti. Þannig gátu
nokkrir óheppnir átt von á að missa
nef og varir ef kartöfluuppskeran
brást en kartöflur notuðu Inkarnir
til ýmislegs annars en átu. Meðal
annars til að segja til um tímann
og til lækninga. Kartaflan var vel
geymt leyndarmál Inkanna þar til
Spánverjar lögðust í landvinninga
og fluttu hana til heimalandsins, án
)ess að kunna neitt sérlega vel við
>essa heimilisbúbót. Þaðan lá leið
íennar svo til Englands þar sem El-
ísabet drottning dæmdi hana óæta
og Skotar töldu hana, sökum þess að
á hana var ekki minnst í Biblíunni,
frá andskotanum komna. Það voru
einungis hinir fjölmennu og fátæku
írar sem fyrstir Evrópuþjóða tóku
kartöflunni fagnandi og litu jafnvel
á hana sem nokkurs konar frygðar-
fæðu. Svo mikilvæg varð hún mata-
ræði þjóðarinnar að fimmtungur
hennar dó úr hungri þegar kartöflu-
uppskeran brást árið 1845.
Hárskraut drottningar
Kartaflan ávann sér heldur engin
meðmæli á meginlandinu en þar
fékk hún orð á sig sem fátæklinga-
matur. 1 Þýskalandi var hún nýtt til
dýrafóðurs auk þess sem kartaflan
þótti henta vel sem fangafæði. Það
kemur kannski ekkert á óvart að það
skulu hafa verið Frakkar sem fundu
í þessu óhræsi hina mestu gómgleði
en það var franski efnafræðingur-
Grillhúsið Tryggvagötu BlatmteinorHugi
Bragðmikil strá
Grillhúsið Tryggvagötu er líklega
með allra vinsælustu skyndabita-
stöðum bæjarins og hefur verið síð-
astliðin 12 ár. Það má í raun segja
að þessi íslenska útgáfa af amerísku
grillhúsi hafi skákað Hard Rock
keðjunni sem nú hefur lagt upp
laupana á fslandi. Á Grillhúsinu er
að finna, bæði í innréttingum og
framsetningu, gamaldags stemmn-
ingu. Til að mynda er gosið selt á
flöskum í stað sjálfsafgreiðsluvéla
sem virðast fletja allt gos úr drykkj-
unum. Frönskurnar á Grillhúsinu
koma frá Bandaríkjunum og þóttu
þær allra bragðbestu af þeim sem
reyndar voru. Hér er aðeins hægt að
fá strá en það er líkt og góða hýðis-
bragðið nái í gegnum frönskurnar
og það virðist töluvert ríkara en
á hinum stöðunum. Þó mætti vel
halda því fram að áferðin á frönsk-
unum á Vitabarnum og á American
Style sé skemmtilegri. Frönskurnar
eru ekki kryddaðar í eldhúsinu og
viðskiptavinurinn getur stýrt því
sjálfur hvort og hversu mikið hann
vill af salti eða kartöflukryddi. 01-
ían gefur þeim ekkert aukabragð og
virðist hún smjúga betur inn í kart-
öflurnar en á hinum stöðunum. Tví-
mælalaust besta bragðið.
Hálfur skammtur kostar 295
Heill skammtur kostar 395
Vitabarinn
.!
I
American Style
Pommes frittes
American Style opnaði sinn fyrsta
stað í Skipholtinu árið 1985 og hefur
opnað víðar um borgina í gegnum
árin enda notið mikilla vinsælda.
Hér hefur frá upphafi verið boðið
upp á skornar frönskur, strá með
hýði, í anda þess sem áður var á
sambærilegum stöðum í Bandaríkj-
unum. Steyptar frönskur njóta ekki
sömu vinsælda en þær hafa verið
teknar inn ef ekki hefur verið hægt
að fá hinar skornu og hefur því
jafnan verið mætt með mótmælum
viðskiptavina. Frönskurnar eru
fluttar inn frá Belgíu og eru bragð-
góðar, óreglulegar í lögun og finna
má keiminn af steiktu hýðinu. Þær
eru bornar fram ókryddaðar og ekki
er að finna athugavert aukabragð af
olíunni, þrátt fyrir að einnig sé boðið
upp á fisk á matseðli. Það er þó vert
að hafa í huga að leyfa frönskunum
að kólna áður en byrjað er að borða
þær því þær eru sveipaðar olíu sem
getur brennt góm og fingur ef ekki
er varlega farið. Frönskurnar eru fá-
anlegar í þremur stærðum.
Lítill skammtur kostar 230 krónur, mið-
stærð kostar 440 krónur og stór skammt-
ur 665 krónur.
101