blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 Ma6Í6 Colefráí aðminnsta kosti 6 vikur tilviðbótar Arsene Wenger og hans menn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal fengu þær fréttir í gær að vinstri bakvörður hðsins, landsliðsmaðurinn Ashley Cole, yrði frá í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Cole hefur verið frá síðan í byrjun október vegna brákaðs beins í fæti og Wenger gerði sér vonir um að Cole yrði klár í slaginn I byrjun desember en nú er ljóst að hann kemur í fyrsta lagi til leiks á ný í byrjun janúar. Vinstri bakvörður Arsenal númer tvö í röðinni, Frakkinn Gael Clichy, er einnig meiddur og hann gekkst undir uppskurð í gær vegna svipaðra meiðsla og Cole. Clichy verður frá í minnsta kosti fjóra mánuði. Þetta er bagalegt fyrir Arsenal og Arsene Wenger neyðist væntanlega til að nota Pascal Cygan í stöðu vinstri bakvarðar til áramóta en það þykir nú nokkuð ljóst að Wenger fer á leikmannamarkaðinn í janúar til að kaupa varnarmann og þá vinstri bakvörð. Arsenal mætir Blackburn á heimavelli um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Líf Best hangir á bláþræði Fótboltagoðið George Best berst nú fyrir lífi sínu á Cromwell sjúkrahús- inu í London. Heilsu Best hrakaði mjög fyrir viku síðan en á mánudag komst hann til meðvitundar á ný og þá voru menn mjög bjartsýnir á fram- haldið. Líkami þessa 59 ára fyrrum snillings hefur mátt þola ýmislegt undanfarna áratugi en Best hefur löngum átt við mikið drykkjuvanda- mál að stríða. Árið 2002 var skipt um lifur í honum og menn voru bjartsýnir á framhaldið. í síðustu viku fékk hann sýkingu í lungun og hann virðist ekki ætla að ná sér af því. Prófessor Roger Williams sem annast Best á Cromwell sjúkrahús- inu sagði í gær klukkan 12.50: „Ég verð að segja ykkur að hann á aðeins fáar klukkustundir eftir. Herra Best er að komast á leiðarenda í sínu lífi vegna heilsu sinnar,“ sagði prófessor Williams í gær. Fjölskylda George Best kom saman á sjúkrahúsinu í gær til að vera með honum síðustu stundirnar. Þessi mikli snillingur gladdi margan knattspyrnunnandann á sjöunda áratugnum. Árið 1968 varð hann Evrópumeistari með Manchester United þegar liðið vann Benfica í úrslitaleik og það sama ár var hann kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu sem og Englands. Old Trafford-nafninu verður ekki breytt TekurSir Bobbyvið Portsmouth? Sir Bobby Robson, sem var rek- inn úr framkvæmdastjórastöðu Newcastle United fyrir rétt rúmu ári siðan, hefur nú verið sterklega orðaður við fram- kvæmdastjórastöðuna hjá Port- smouth eftir að Alain Perrin var rekinn í gær. Sir Bobby Robson, sem er 72 ára, þótti ná góðum árangri með Newcastle og áhangendur hðsins voru ekki á eitt sáttir þegar hann var látinn fara í ágústmánuði á síðasta ári. Neil Warnock, framkvæmda- stjóri Sheífteld United, hefur einnig verið orðaður við starfið en í gær neitaði hann að svara fréttamönnum um hvort hann tæki við Portsmouth. Þrátt fyrir háan aldur heldur Sir Bobby Robson því fram að hann sé alveg fullfær um að stjórna toppfélagi.„Ef rétta starfið kemur upp í hendurnar á mér þá myndi ég taka því, jafnvel á mínum aldri.“ Forsvarsmenn enska úrvalsdeild- arliðsins Manchester United hafa þverneitað því að ætla að endur- nefna völl félagsins, Old Trafford. Við skýrðum frá því í gær að Vod- afone íyrirtækið ætlaði ekki að end- urnýja styrktarsamning sinn við Manchester United og í kjölfarið kom tillaga upp á borðið um að selja styrktarsamning þar sem nafn vall- arins væri innifalið í samningnum. Bolton gerði þetta með Reebok og hinn nýi völlur Arsenal í Ashburton Grove kemur til með að heita Emir- ates-leikvangurinn en styrktaraðili Arsenal verður flugfélagið Emirates. Með svona samningi telja félögin sig geta fengið hærri styrktarsamninga en samningur Arsenal við Emirates er metinn á um 100 milljónir sterl- ingspunda sem er jafnvirði um 10,9 milljarða íslenskra króna til átta ára. Lottó Open danskeppnin 2005 var haldin síðastliðna helgi fyrir troð- fullu húsi í íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu í Hafnarfirði. Það er Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar Forsvarsmenn Manchester Un- ited þvertaka fyrir að nafni Old Traf- ford verði breytt í nafn styrktaraðila. ,01d Trafford verður alltaf Old Traf- ford. Við erum erum ekki að fara að gera neina samninga varðandi nafn á leikvangi okkar,“ sagði yfirmaður sem hélt keppnina undir stjórn Auðar Haraldsdóttur, danskennara. Keppnin var nú haldin í 14. sinn og aldrei verið stærri og glæsilegri en nú. Fjölmargir keppendur og sýning- arpör komu fram sem annað hvort kepptu eða sýndu dans. Keppt var í öllum aldursflokkum og í mörgum mismunandi riðlum. Nokkur er- lend danspör komu til að taka þátt í keppninni og þá aðallega frá Dan- mörku og Englandi. Freestyle hópur frá DÍH sýndi dans og hópur ungra barna sem ný- lega hafa lagt stund á danskennslu sýndu dans við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta er byrjendapörunum mikil hvatning og oft gaman að sjá hve mörg þeirra leggja á sig meiri æf- ingar og vinnu í að verða keppnis- dansarar einmitt eftir að hafa komið fram fyrir framan áhorfendur og sýnt dans! Strax eftir að byrjendapörin höfðu sýnt sinn dans hófst aftur keppnin með flokki unglinga. Það eru eins og hjá börnunum fjöl- breyttir hópar allt frá stutt komnum danspörum, dömupörum og lengra komnum. í þessari lotu var Lottó auglýsingamála hjá Manchester Un- ited, Andy Anson. Manchester United-aðdáendur geta því andað rólega á næstunni. Nafni leikvangs þeirra, Old Trafford, verður ekki breytt. liðakeppnin, en það er keppni á milli dansíþróttafélaga. Það eru þrjú pör sem mynda lið og keppa í suðuramerískum dönsum. Það var lið DlH sem vann keppnina að þessu sinni. Dansíþróttafélögin sem kepptu í liðakeppninni komu frá: Dansíþróttafélagi Kópavogs, Dansdeild IR, Daniþróttafélaginu Gulltopppi, Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar og Danmörku. I þriðju og síðustu lotu keppninnar var síðan keppt í F og K flokkum. Það eru þeir flokkar sem lengst eru komnir í dansinum og í þeim flokkum kepptu erlendu pörin. Það ríkti mikil stemmning í íþróttahúsinu þegar þessir sterku hópar stigu út á gólfið, áhorfendur hvöttu óspart sín uppáhaldspör og þurfti í einu tilfellinu að kalla einn hópinn aftur til keppni þar sem úrslitin voru jöfn á milli nokkurra para. Að sögn dómaranna var þetta lang erfiðasti hópurinn að dæma en mörg af okkar bestu danspörum eru komin á heimsmælikvarða að sögn dómaranna i keppninni. Þeir komu frá Englandi, Danmörku, íslandi og Þýskalandi. ónarhóll gleraugnaverslun í Hafnaríirði sjonat Frumkvöðull aó lækkun gleraugnaverðs á Islandi M Heimspely þessarar aldar ,er almenn þekking þeirrar næstu S. 56É-Á70 Reykjavíkurveaur 22 Lottó Open danskeppnin Perrinrekinn frá Portsmouth Framkvæmdastjóri enska úr- valsdeildarliðsins Portsmouth, Alain Perrin, var í gær sagt upp störfum. Perrin, sem er 49 ára gamall, tók við Portsmouth í aprílmánuði og var því þar við störf í 8 mánuði. Perrin er fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem er rekinn á þessari leiktíð en aðrir sem eru taldir í hættu eru Mick McCarthy hjá Sunder- land, Steve Bruce hjá Birming- ham, David Moyes hjá Everton og Chris Coleman hjá Fulham. Sólarhring áður en eigandi Porstmouth, Milan Mandaric, rak Perrin tjáði Mandaric fréttamönnum að hann yrði ekki rekinn frá Portsmouth. Sem sagt stuðningsyfirlýsing frá eigandanum. Shkt veit yfirleitt ekki á gott og oftar en ekki eru dagar stjórans taldir þegar forseti félags eða eigandi kemur með stuðningsyfirlýs- ingu til handa framkvæmda- stjóra félags. í þessu tilviki var það þannig. Portsmouth hefur aðeins unnið 4 leiki af 20 sem hann hefur stjórnað liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Slakur árangur og hann er farinn heim til Frakklands. ísland- Noregur íkvöld íslenska A-landsliðið í hand- knattleik mætir Norðmönnum nú um helgina í þremur lands- leikjum. Leikirnir fara fram hér á landi og fyrsti leikurinn er í kvöld í Vestmannaeyjum og hefst klukkan 18.30. Á morgun verður keppt í íþróttahús- inu að Varmá í Mosfellsbæ og hefst leikurinn klukkan 16.15. Á sunnudag mætast liðin síðan þriðja sinni og þá í Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst sá leikur klukkan 16.15. 1 hálfleik í leiknum í kvöld ætlar hinn þekkti William Hung að taka lagið en Hung þessi er aðallega þekktur fýrir að hafa verið hent út úr Idol-prufum í Bandaríkj- unum. Maðurinn er mjög laglaus, vægast sagt, en er orðinn ríkur á öllu þessu. Patrekur Jóhannesson, landsliðsmaður í handknatt- leik, leikur kveðjuleiki sína fyrir hönd íslands en Patrekur hefur leikið með Stjörnunni 1 Garðabæ f vetur. Þar hefur hann staðið sig mjög vel og Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálf- ar,i og landsliðsnefnd ákvaðu að kveðja Patrek með þessum landsleikjum. Takk Patti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.