blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 20
20 I TÍSKA
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaðiö
Einfaldur kjóll getur verið glœsilegur jólaklœðnaður
Fylgihlutir gefa
lit og liíga upp á
Flestar konur byrja snemma að
leita að jóiafötunum enda viljum
við allar líta sem best út. Ekki
hafa allir tök á að fjárfesta í
nýjum fötum fyrir hver jól enda
eru fjárútlát mikil í janúar. Það
er samt yfirleitt hægt að finna
eitthvað í fataskápnum sem má
endurnýta, jafnvel þó það þurfi
að kosta eitthvað örlítið. Margar
konur eiga fallegan svartan kjól
en það er hægt að hressa upp á
kjólinn með ýmsu. Hann hættir
þá að vera gamli, svarti kjóllinn
og verður að nýjum kjól sem hægt
er að dást að. Hér eru nokkrar
hugmyndir en notið óhikað
ímyndunaraflið.
svanhvit@vbl.is
Hér er failegur, hefð-
bundinn svartur kjóll.
Flestar konur eiga ein-
hvers konar svartan
kjól heima hjá sér sem,
með litlum tilkostnaði,
má breyta í ffnasta
ballkjól.
Belti skiptir kjólnum í tvennt og getur
því haft mikið að segja. Til eru alls konar
belti sem tilnefna í raun stflinn sem leitað
er eftir. Röff belti, töff belti, ffnt belti eða
glæsilegt belti. Beltið hér að ofan er fínt
og snyrtilegt fyrir glamúrgellur.
Skartgripir gera ótrúlega mikið fyrir
klæðnað kvenna og lífgar óneitanlega
upp á svartan kjól. Með skartgripum er
líka hægt að velja stílinn, glæsilegan, fág-
aðan eða svalan. Hálsfesti þessi er svöl en
falleg f túrkfsbláum lit sem á einkar vel
við svarta litinn.
Rétt eins og með beltið þá getur einfalt
sjal eða slæða breytt útliti kjólsins á
undraverðan hátt. Augu áhorfandans
beinast strax að efri part þess sem
kjólinn klæðist og svarti kjóllinn verður
lítið áberandi með glæsilega slæðu. Hér
má sjá gylltan fallegan trefil sem setur
tóninn fyrir kvöldið.
Veski er sá fylgihlutur sem vekur jafnan
athygli enda hefur það mikið að segja.
Glæsilegt veski lyftir hefðbundnum svört-
um kjól á annað plan og þá er jafnvel
hægt að hafa förðun í sama lit og veskið.
Hér gefur að Ifta litríkt en snyrtilegt veski
sem gefur svörtum kjól líf.
qt!
Skórnir skipta grfðarlega miklu máli fyrir
heildarútlitið. Skórnir geta því bæði ýtt
undir glæsileika kjólsins eða dregið úr
honum. Hér eru einstaklega fallegir bleik-
ir skór en bleikt passar mjög vel við svart.