blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 23
blaöiö FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 BESTI BITINN | 23 inn Parmentier sem gerðist helsti almannatengill kartöflunnar. Hann, sem fyrrverandi stríðsfangi, taldi hana hina mestu guðsgjöf og kynnti fyrir Loðvík sextánda og spúsu hans, Maríu Antonettu. Drottn- ingin gerði það að tískufyrirbæri að bera kartöflublóm í hárinu og með þvi þennan óvinsæla landnema ögn ásættanlegri fyrir almenning. Kart- aflan átti þó enn fyrir sér langa vin- sældarbaráttu við annað grænmeti og í raun lagði hún Evrópu ekki að velli fyrr en á nítjándu öldinni. Landnemi á Hlíðarenda Þótt ótrúlegt sé, miðað við ástand mála í dag, tók það einnig langan tíma að fá íslendinga til að taka kart- öfluna í sátt. íslendingar hafa átt það sameiginlegt með öðrum Norð- urlandaþjóðum að geta vart hugsað sér máltíð sem ekki inniheldur kart- öflur. Sautjándualdarmaðurinn Vísi- Gísli Magnússon er að líkindum fyrstur til að planta kartöflum á íslandi og viðeigandi að það skyldi vera á átakastaðnum Hlíðarenda í Fljótshlíð. Dönsk stjórnvöld sendu einnig út boð til íslenskrar alþýðu um ræktun matjurtagarða til sjálfs- þurftar en það tók tímann sinn að sannfæra íhaldsaman Islendinginn um ágæti kartöflunnar. Það var að lokum Napóleon sjálfur sem tryggði kartöflunni landvist á íslandi í upphafi 19. aldar en með styrjaldar- rekstri hans dróg verulega úr kaup- skipakomu til landsins og við blöstu skortsins glímutök. Frá Frökkum til frelsis! Enn standa um það deilur hvaða þjóð varð fyrst til að steikja kartöflubita í olíu. Belgar og Frakkar gera tilkall til þessarar mikilsverðu uppskriftar en víst er að um 1830 var þessi réttur orðinn vinsæll í báðum löndum. Einni öld síðar höfðu Frakkarnir fest þjóðerni sitt rækilega við nafn þessa réttar og var titillinn óskor- aður þar til Bandaríkjamenn réðust inn í Irak árið 2003. Stór hópur Ira fluttist til Bandaríkjana í hungurs- neyðinni miklu og færðu nýja land- inu auðvitað sína mestu auðlind, kartöfluna. Nú eru menn á alþjóða- vettvangi ekki á eitt sáttir um að láta Frökkunum þjóðarrétt Banda- ríkjamanna eftir. Frelsiskartöflur eru þær nú kallaðar í Ameríkunni þó Evrópuþjóðir haldi sig enn við frönsku nafnið, eða það belgíska. Or gamla skaftpottinum Burt séð frá þeirri átakasögu sem fylgt hefur frönsku kartöflunum og ádeilu heilsufrömuða á hollustu þeirra, njóta þær vaxandi vinsælda hér á landi. Frönskur eru sannkall- aður skyndibiti enda sóðalegar í matreiðslu og því margir fegnir að geta keypt þær af veitingastöðum. En það er þó hægara sagt en gert að fá góðar frönskur, svona eins og mamma útbjó þær i gamla daga og steikti í gömlum skaftpotti. Frönskur með hýði á endunum og fallega brúnar, hver og ein sérstök. Svolítið eins og konfektkassi, maður veit ekki hvernig næsti biti verður. I vélvæðingu nútímans er maður orð- inn óþægilega staðlaður og alltaf ná- kvæmlega eins. En það má þó finna meira líf og sál í matargerð ef maður leitar. ernak@vbl.is Bátar og strá Frönskur eru bornar fram með öllum helstu réttum Vitabarsins, á Vitastíg, og hægt er að velja um báta eða strá. Báðar gerðir minna á útgáfu mömmu en það var vitaskuld algengt að heimasteikja skornar kartöflur áður en skyndibitamenningin tók við sér á Islandi á áttunda áratugnum. Á Vita- barnum er létt hýðisáferð á endunum sem gefur aukabragð það sem sóst er eftir þegar frönskur eru annars vegar. Hýðið hefur fyllra bragð en kartaflan sjálf og á bátunum er blandan óvenju- góð því að innan eru þær mjúkar og bragðmildar en að utan eru þær stökkar og bragðsterkar. Frönskurn- ar eru bornar fram ókryddaðar og stendur viðskiptavinum til boða að krydda sjálfir og velja þá á milli kartöflukrydds eða hins hefðbundna salts. Olían sem frönskur eru steiktar upp úr þarf að vera góð og mikilvægt er að skipta reglulega um hana því kartöflur taka auðveldlega í sig bragð og fátt er ömurlegra en að fá frönskur með fiskibragði. Á Vitabarnum eru frönskurnar lausarvið aukakeim af olíunni, þær hafa þennan ekta gamaldagskeim og standa fyllilega einar og sér sem máltíð, ef horft er framhjá næringarinnihaldinu! Þær þurfa þó á salti að halda til að magna upp eigið bragð og bátarn- ir eru betri en stráin. Hægt er að kaupa frönskurnar einar og sér og þá stendur valið á milli tveggja stærða. Lítill skammtur kostar 200 krónur og stór 400 krónur. Frakkland vs. Belgía Á 101 er boðið upp á léttan skyndi- bitamatseðil ásamt fleiru og með samlokum og hamborgurum stað- arins fylgja frönskur með hýði. Þær eru innfluttar frá Frakklandi og eru forkryddaðar með kartöflukryddi í eldhúsinu. Hér er einungis hægt að fá strá og eitthvað virðist Frökk- unum hafa brugðist bogalistin því þeir lúta í þessari úttekt í Iægra haldi fyrir Belgunum. Saltið og smjör eða olía, eru mikilvægustu fylgifiskar kartöflunnar og auka jafnan hennar eigið bragð i stað þess að draga úr því. Það er erfitt að átta sig nákvæmlega á kartöflu- bragðinu sjálfu á 101 vegna þess að þær hafa verið forkryddaðar en það er þó verst að áferðin er alls ekki góð. Þær eru alls ekki nægilega stökkar og að innan virðast þær kekkjast þegar bitið er í þær. Þrátt fyrir að þær séu steiktar með hýðinu er ekki að finna þann sérstaka keim í bragð- inu og lögun þeirra er ákaflega jöfn. Olían virðist samt hin besta og ekki að finna aukabragð af öðrum mat. Frönskurnar á 101 má einnig kaupa sér- staklega og kosta þá 350 krónur. I. ^11|AUI4;..VL-AMP .. ' persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur Opið allar helgar fram að jólum! Virka daga 11 -18, laugardaga og sunnudaga 11 -16 Hlíðarsmára 11 S. 534 2288

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.