blaðið - 28.11.2005, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTÍR
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Úrkoma hamlar hjálparstarfi
Snjókoma og rigning ollu töfum á hjálparstarfi í Pakistan í gœr. Unnið hefur verið í kappi
við tímann að því að útvegafólki húsaskjól og matvœli. Búast má við aðfólk ífjallahér-
uðumflykkist í tjaldbúðir á láglendi um leið ogveður versnar ennfrekar.
Tafir urðu á hjálparstarfi í Pakistan
í gær vegna mikillar úrkomu. Allt
að 20 sentimetra lag af snjó féll á
sumum svæðum sem liggja hátt
yfir sjávarmáli og úrkoma mældist
allt að þremur sentimetrum á lág-
lendi samkvæmt upplýsingum frá
veðurstofu landsins. „Það verður
ekkert flogið í dag,“ sagði talsmaður
matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóð-
anna í Muzaffarabad, höfuðborg
Kasmírshéraðs. Talsmaður alþjóða-
ráðs Rauða krossins sagði einnig að
aðgerðum þeirra, jafnt í lofti sem á
landi, hefði verið frestað. Meira en
73.000 manns, flestir í hálendi Ka-
smírhérðs, fórust í skjálftanum sem
reið yfir þann 8. október.
Unnið hefur verið í kappi við tím-
ann að því að útvega hundruðum
þúsunda fólks húsaskjól og nægileg
matvæli til að það geti lifað af hinn
harða vetur sem í vændum er. Að
öðrum kosti er hætta á því að dauðs-
föllum fjölgi enn frekar.
Snjókoma féll í þorpinu Pieer
Maður sem komst lífs af úr jarðskjálftanum í Pakistan heldur á barnabarni sínu í Neelam-
dalnum.
Chanasi síðdegis á sunnudag og var
þorpið von bráðar undir nokkurra
sentimetra snjóþekju. Úrkoman
virðist ennfremur hafa hrundið af
stað aurskriðum sem ollu töfum
á umferð til þorpsins. „Við erum í
vandræðum. Börn okkar og dýr eru
einnig í vandræðum," sagði Tanvir
Naqvi, íbúi í þorpinu. „Hitastigið er
að falla og þá dugir tjald ekki til.“
Fólkflytur sigumset
Yfirvöld vonast til þess að fólk sem
býr hátt yfir sjávarmáli muni færa
sig um set og dvelja í tjaldbúðum í
dalverpum yfir veturinn en flestir
hafa þó kosið að þrauka í hálf-
hrundum heimilum sínum. Hjálp-
arstarfsmenn búa sig undir það að
hópar fólks þyrpist úr fjallahéruð-
unum í tjaldbúðir í Muzaffarabad
og í öðrum bæjum. Slíkt gæti gerst
um leið og veður versnar enn frekar.
I tjaldbúðunum býr nú þegar fjöldi
fólks við óheilnæmar aðstæður og
gríðarleg þrengsli. ■
íbúar Harbin
skrúfa frá kran
anum á ný
íbúar borgarinnar Harbin í norðaust-
urhluta Kína bjuggu sig í gær undir
að skrúfa á ný frá vatnskrananum.
Efnamengun í Songhua-ánni fyrr
í mánuðinum varð til þess að millj-
ónir manna voru án vatns í fimm
daga. Yfirvöld áttu von á því að hægt
yrði að endurræsa vatnsveitu borgar-
innar síðdegis í gær en vöruðu íbúa
þó við að drekka vatnið fyrst í stað.
Yfirmaður vatnsveitunnar sagði að
vatnið væri hættulegt þar sem það
hefði legið í vatnslögnunum í fimm
daga. Þrátt fyrir það sýndi kínversk
sjónvarpsstöð myndir af Zhang Zuiji,
héraðsstjóra Heilongjianghéraðs,
þar sem hann drakk soðið vatn til
að sýna að það væri drykkjarhæft.
Sýni sem umhverfisverndaryf-
irvöld tóku fyrr um daginn sýndu
að dregið hefði úr magni bensens í
vatninu og væri það komið niður i
0,0031 milligrömm á lítra sem væri
í samræmi við staðla. Til saman-
burðar má benda á að á föstudags-
morgni var magn bensens í vatninu
30 sinnum hærra en opinber öryggis-
viðmið kveða á um. ■
Kínverskur veiðimaður heldur á fiski úr Songhua-ánni sem verður sendur i rannsókn til
að mæla magn eiturefna.
Angelicajurtaveig
Sjaldnar kvef oq aukin orka!
Með Anqelícu færð þú tuenns konar virkni ísömu uöru:
Vörn gegn kvefi og aukna orku.
Rannsóknir sýna að ætihvönn
inniheldur virk heilsubótarefni.
Angelica hefureinnig reynst vel
gegn álagi og streitu.
Angelica jurtaveig er framleidd
úr íslenskri ætihvönn.
'-MEDICA ,
A -- .
nngenui % ,1
25% afslánur **”<>*'«*'
af Angelíca jurtaveíg fís.
24. - 30. nóvember [Bhcilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
Sœnskur friðargœsluliði fellur í Afganistan
Konungur vott-
ar samúð sína
Karl Gústaf, Svíakonungur, og
Göran Persson, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, vottuðu fjölskyldu sænsks
friðargæsluliða sem féll í Afgan-
istan samúð sína á laugardag. Frið-
argæsluliðinn sem var félagi í alþjóð-
legum friðargæslusveitum undir
stjórn Atlantshafsbandalagsins lést
eftir sprengjuárás á föstudag. Hann
var einn af fjórum friðargæslu-
liðum sem særðust þegar fjarstýrð
sprengja lenti á bílalest í útjaðri borg-
arinnar Mazar-i-Sharif í norðuhluta
Afganistans.
Karl Gústaf, Svíakonungur, sagði
að hugur konungsfjölskyldunnar
væri hjá fjölskyldu hins fallna her-
Mokkakápur
Mokkajakkar
i
PEISINN \
Kirkjuhvoli - sími 5520160 I Jml
manns. Persson tók í sama streng
en bætti við að Svíar og önnur ríki
hefðu heitið því að efla lýðræði í Afg-
anistan, uppræta uppeldisstöðvar
alþjóðlegra hryðjuverkamanna og
binda endi á ópíumframleiðslu í
landinu. „Við munum standa við
þær skuldbindingar sem við höfum
tekið okkur á hendur,“ sagði hann
í viðtali við sænsku fréttastofuna
TT. Ríkisstjórn Svíþjóðar vill fjölga
friðargæsluliðum á sínum vegum í
landinu. Þeir eru nú um hundrað en
stefnt er á að þeir verði á milli 185
°g 375-
Enn í lífshættu
Annar sænsku friðargæsluliðanna
sem særðust var enn í lífshættu í
gær samkvæmt upplýsingum frá
hernum. Meiðsli hinna tveggja voru
minniháttar og dvelja þeir á sjúkra-
húsi í Úsbekistan. Þetta var fyrsti
sænski friðargæsluliðinn sem fellur
við skyldustörf í Afganistan.
Síðast lést sænskur hermaður
við skyldustörf á erlendri grundu í
slysi í Kosovo fyrir tveimur árum.
Síðan 1972 hafa 72 sænskir hermenn
fallið á erlendri grund, þar af tíu í
bardaga. ■
Ósprung-
in sprengja
finnst í Tókýó
Þúsundir Tókýóbúa þurftu
að yfirgefa heimili sín í gær
á meðan unnið var að því
að grafa upp ósprungna 550
punda sprengju sem talið
er að bandaríski flugherinn
hafivarpað á borgina í síðari
heimsstyrjöldinni. Sprengjan,
sem er um 14 tommur í þver-
mál og 47 tommur á lengd,
fannst fyrr í mánuðinum
í íbúðahverfi í borginni.
Um 3.900 manns sem bjuggu
í rúmlega 300 metra radíus
frá svæðinu þurftu að yfirgefa
heimili sín af öryggisástæðum
í hálfan annan tíma á meðan
sprengjan var fjarlægð.
Ennfremur fundust á föstu-
dag 59 ósprungnar sprengjur
sem talið er að japanski
keisaraherinn hafi skilið eftir
i vatni í nágrenni Tókýó.
Ósprungnar sprengjur sem
Bandaríkjamenn vörpuðu á
japanskar borgir eða vopn
sem keisaraherinn faldi á
síðustu dögum styrjaldar-
innar finnast oft í Japan.
Tíu farast
í öflugum
jarðskjálfta
Að minnsta kosti tíu fórust
og margir slösðust þegar
jarðskjáfti sem mældist
5,9 á Richter-skala jafnaði
fiögur þorp í suðurhluta
Irans við jörðu í gær.
Björgunarsveitir komu fljótt
á vettvang og þeir sem komust
lífs af voru fluttir í öruggt skjól.
Jarðskjálftamiðstöð Irans
sagði að upptök skjálftans
hefðu verið í Persaflóa, á
milli hafnarborgarinnar
Bandar Abbas og Qeshm-
eyjar. Skjálftans varð einnig
vart í Oman og Sameinuðu
arabísku furstadæmunum.
Masoud Dalman, yfirmaður
almannavarna í Hormozgan-
héraði, sagði að nokkrar
byggingar á Qeshm eyju hefðu
skemmst í skjálftanum en eyjan
er um 1.500 ldlómetra fyrir
sunnan höfuðborgina Teheran.
Shahram Alamdari, yf-
irmaður björgunarsveita
Iransdeildar Rauða hálfmánans,
sagði að verið væri að flytja
hina slösuðu með þyrlum frá
Qeshm til Bandar Abbas þar
sem skjálftans varð einnig
vart. Ekki var búist við að
margir hefðu látið lífið eða
slasast í skjálftunum vegna
þess hversu dreifbýlt svæðið er.
Innan við 120.000 manns búa
á um 920 ferkílómetra svæði.
Sums staðar í Oman og
Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum voru byggingar
rýmdar í kjölfar skjálftans
og fólk þyrptist út á götur.