blaðið - 28.11.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaöið
Stuöningsmönnum
Kadyrovs spáð sigri
Tsjetsjeníubúar gengu að kjörborðinu í gœr og kusu fulltrúa á héraðsþing. Rússnesk yfirvöld líta á kosningarnar
sem lokaáfanga ífriðaráœtlun sinnifyrir svæðið en aðskilnaðarsinnar eru ekki á sama máli.
Tsjetsjenskur lögregluþjónn tekur dansspor fyrir utan kjörstaö í Grosný, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær.
Kosningar til héraðsþings fóru fram
í Tsjetsjeníu í gær en þær eru loka-
áfangi einhliða friðaráætlunar sem
Rússar gerðu fyrir hið róstusama
hérað. Þegar búið verður að koma
upp þingi í héraðinu verður þar að
finna alla þá stjórnsýsluþætti sem
eru nauðsynlegir til að hægt sé að
líta á það sem eðlilegan hluta Rúss-
lands, að minnsta kosti að formi til.
Kosið er til 18 sæta í efri deild þings-
ins og 40 í neðri deild. Sjö flokkar
bjóða sig fram í kosningunum en
talið er að stuðningsmenn Ramzan
Kadyrov, aðstoðarforsætisráðherra
sem er hliðhollur stjórnvöldum í
Moskvu, muni fara með afgerandi
sigur.
Tímabil enduruppbyggingar
Gríðarleg öryggisgæsla var við
kjörstaði þegar þeir voru opnaðir
í gærmorgun en búist var við um
70% kjörsókn. Alu Alkhanov, for-
seti héraðsins sem hefur verið hlið-
hollur rússneskum yfirvöldum, var
meðal þeim fyrstu sem kusu. „Við
erum búin að ganga í gegnum tíma-
bil hernaðaraðgerða. Nú höfum
við hafið endurbyggingu," hafði
Itar-Tass fréttastofan eftir honum.
Alkhanov sagði að fjórir fyrrum upp-
reisnarmenn byðu sig fram í kosn-
ingunum og það væri til marks um
að héraðið stefndi í átt til lýðræðis.
,Stefna okkar er að sameina fólkið.
Okkur ber að hjálpa þeim sem vilja
snúa aftur til friðsamlegra lífshátta,“
sagði hann.
Vladimir Putin, forseti Rússlands,
sem sendi hersveitir aftur til Tsjetsj-
eníu árið 1999 til að binda endi á stutt
tímabil sjálfstæðis, sagði að kosning-
arnar gerðu það kleift að hægt yrði
að leysa erfið viðfangsefni á opin og
siðfágaðan hátt og án ofbeldis.
Handbendi rússneskra yfirvalda
Völd Kadyrovs helgast af þúsundum
hermanna sem hann hefur á sínum
snærum. Mannréttindasamtök hafa
sakað hersveitir Kadyrovs um að
beita heimamenn ofbeldi í baráttu
sinni við að hafa stjórn á héraðinu.
Uppreisnarmenn sem berjast
fyrir sjálfstæði Tsjetsjeníu saka Ka-
dyrov um að vera handbendi rúss-
neskra yfirvalda og segja að kosning-
arnar muni ekki leiða til afvopnunar
þeirra.
Akhmed Zakayev, leiðtogi upp-
reisnarmanna, sagði kvöldið fyrir
kosningarnar að þær myndu aðeins
draga frekar á langinn að raunhæf
pólitísk lausn fyndist á Tsjetsjeníu-
vandanum og myndi leiða til frek-
ari átaka. „Rússneska ríkisstjórnin
ber ábyrgð á afleiðingunum,“ sagði
hann.
Frjálsar kosningar ógerningur
Um 100.000 rússneskir hermenn
eru í Tsjetsjeníu og næsta nágrenni
ásamt sveitum Kadyrovs og fleiri
sveitum sem eru hliðhollar rúss-
neskum yfirvöldum. Þessar sveitir
verða daglega fyrir árásum aðskiln-
aðarsinna. Rússnesk yfirvöld gera
ekki opinberar tölur yfir fallna en
talið er að stríðið hafi kostað um
20.000 hermenn lífið. Sumir telja að
heildartala þeirra sem hafa fallið í
átökunum sem staðið hafa í 11 ár sé
allt að 160.000 manns.
Mannréttindasamtök hafa bent á
að ógerningur sé að halda frjálsar og
réttlátar kosningar þegar ástandið
sé með þessum hætti, jafnvel þó að
jafnmargir flokkar taki þátt og raun
ber vitni og að kosningabaráttan
hafi gengið tiltölulega snurðulaust
fyrir sig. ■
Alu Alkhanov, héraösforseti Tsjetsjeníu,
greiðir atkvæði í kosningum til héraös-
þings.
Ukrainumenn minn-
ast hungursneyðar
Viktor Júsjenkó, forseti Okraínu,
vill að Sameinuðu þjóðirnar lýsi því
yfir að hungursneyðin sem reið yfir
landið á árunum 1932-3 hafi verið
þjóðarmorð. Hann lét þessi orð
falla á minningarathöfn í Kíev um
fórnarlömb hungursneyðarinnar
sem fram fór á laugardag. Jósef Sta-
lín, einræðisherra í Sovétríkjunum,
bar ábyrgð á hungursneyðinni en
hann fyrirskipaði að uppskera úkra-
ínskra bænda skyldi gerð upptæk í
því skyni að brjóta niður andstöðu
þeirra en þeir höfðu neitað að láta
kúga sig til samyrkjubúskapar að
sovéskum hætti. Júsjenkó sagði að
hungursneyðin hefði verið glæpur
gegn mannkyni en enginn hefði
verið dæmdur sekur fyrir hann.
Sovétríkin viðurkenndu aldrei að
hungursneyðin hefði átt sér stað.
Júsjenkó sagði að allt að 10 milljón
Úkraínumenn hefðu látist í hungurs-
Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tekur
þátt í minningarathöfn um fórnarlömb
hungursneyðarinnar 1932-33 fyrirfram-
an Mykhailov-dómkirkjuna f Kíev.
neyðinni en sagnfræðingar telja að
7,5 milljónir séu nær lagi. ■
Kanpmannahöfn - La Yilla
ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn.
Tölum íslensku.
Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905
____www.lavilla.dk • Geymið auglýsinguna_
Allawi harðorður ígarð stjórnvalda:
Mannréttindabrot jafn-
slæm og í tíð Saddams
Mannréttindabrot í Irak eru alveg
jafnslæm núna og í stjórnartíð
Saddam Hussein og gætu versnað
enn frekar að mati Ayad Allawi,
fyrrverandi forsætisráðherra í
bráðabirgðastjórn landsins. „Menn
eru að gera sömu hluti og á tíma
Saddam og jafnvel verri,“ sagði
Allawi í viðtali við dagblaðið The
Observer. Allawi ásakaði félaga sína
í ríkisstjórninni um að bera ábyrgð
á dauðasveitum og leynilegum
pyntingarmiðstöðvum og sagði að
ofbeldið sem þar viðgengist jafnað-
ist á við ofbeldið sem leynilögregla
Saddam Hussein hefði beitt.
Þó að Allawi sé sjítamúslimi
hefur hann leitast við að halda
trúarviðhorfum sínum utan við
stjórnmálin og býður sig fram undir
eigin nafni en ekki undir merkjum
stjórnmálaflokka sjíta í þingkosn-
ingunum um miðjan næsta mánuð.
Með athugasemdum sínum virðist
hann vera að reyna að höfða til súnn-
ímúslima sem halda því fram að
samfélag þeirra hafi að ósekju orðið
fyrir árásum öryggissveita sem lúta
stjórn sjítamúslima.
Irösk kona fellir tár á fjöldasamkomu I Bagdad I gær. Ættingjar konunnar sögöu að
bróðir hennar hefði verið numinn á brott af íröskum hersveitum og ekki hefði til hans
spurstsfðan.
íraskir embættismenn hafa gert brotum og halda því fram að um sé
lítið úr frásögnum af mannréttinda- að ræða lygar óvina þeirra. ■