blaðið - 28.11.2005, Page 30
38IFÓLK
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaðið
HVAÐ FINNST ÞÉR?
MAínetinu
Mébk^mbbAééé
HINN HVIMLEIÐI
FYLGIFISKUR KARL-
MENNSKUNAR
Smáborgaranum brá heldur í brún þegar
hann fyrir slysni horfði á (slenska Bachel-
orinn um daginn. Þar lenti hinn stílhreini
piparsveinn í því að ein af heitmeyjum
hans varð alveg vitlaus yfir því að hann
hefði eytt nóttu með einni af samkeppn-
isaðilum hennar. Sú fór í heljarinnar fýlu
og ásakaði piparsveininn, sem var auð-
vitað einvörðungu að fylgja leikreglum
þessa siðlausa leiks, um óþverraskap
fyrir að gerast náinn með annarri konu
þegar hann væri enn að spá í sér.
Þessi uppákoma vakti Smáborgarann
til umhugsunar um konur yfirleitt. Hon-
um þótti nefnilega skrítið hvernig þessi
stúlka gat komið allri sök yfir á saklaus-
an piparsveininn sem var í raun ekki að
gera neitt annað en það sem af honum er
ætlast, að kynnast keppendunum. Hún
var vitanlega fullkomlega meðvituð um
hvers konar aðstæður hún var að koma
sér í þegar hún skráði sig i keppnina en
þegar leikar fóru að æsast, líkt og fyrir-
sjáanlegt var sökum uppbyggingar og
eðli þáttarins, þá kom hún ábyrgðinni á
vanlíðan sinni yfirá piparsveininn. Þá var
hannvondi karlinn.
Þetta finnst Smáborgaranum lýsandi
fyrir þróunina í samskiptum kynjanna
í samfélagi manna. Honum virðist sem
að einhvern veginn verði það alltaf karl-
maðurinn sem endar sem vondi karlinn
þegar hnökrar koma upp í nánum kynn-
um. Konur hafa nefnilega einstakt lag á
því að gera sig að fórnarlömbum í hvaða
aðstæðum sem er og koma ábyrgðinni á
aðstæðunum alfarið yfir á karlmanninn.
Smáborgarinn hefur ruglast dálítið (rím-
inu við þessa þróun. Hann álitur sig nefni-
lega holdgervingu nútíma karlmannsins.
Lítur á bíla sem samgöngutæki, kann
óaöfinnanlega á þvottavél og er harður
fylgismaður jafnrétti kynjanna. Honum
finnst samt sem áður konur kirsuberja-
velja sér þá þætti sem þær vilja jafna. Á
mörgum öðrum flötum tilverunnar eru
karlmenn útmálaðir sem einskis nýtir
annars flokks borgarar sem öllu spilla. Ef
konur vilja bót og betrun þá verða þær
að hætta að detta í fórnarlambagírinn,
líta örlítið í eigin barm og taka ábyrgð
á gjörðum sfnum. Það er nefnilega ekki
tækt að öskra jafnrétti ef það á ekki að
gangaíbáðaráttir.
,Flugum til Parísar, sé í fréttum, að
rætt er um snjókomu í borginni, en
það féllu nokkur korn síðdegis. Mér
finnst þægilegra að ganga í þessum
kulda um götur borgarinnar en í 30
stiga sumarhita.
Þegar ég fór í með jarðiestinni,
fékk ég ekki þá tilfinningu, að ör-
yggisgæsla eða eftirlit væri meira en
áður. Fréttir eru hættar að berast af
úthverfaupphlaupum og ástandið
talið komið í eðlilegt horf, úr því að
ekki er kveikt í fleiri bílum en um
100 á nóttu
Björn Bjarnason á: http://www.
bjorn.is/
„Ný fjölmiðlakönnun Gallup var birt
í vikunni og þar kom meðal annars
fram að DV væri með 17,9% með-
allestur á tölublað. Þegar horft er
til þess hvers konar efni DV býður
upp á kemur einhverjum ef til vill
á óvart hve mikill lesturinn mælist.
Á þessu er þó einföld skýring, sem
af einhverjum ástæðum hefur ekki
verið haldið mikið fram i fréttum af
könnuninni, en hún er sú að blaðinu
var dreift frítt í stórum stíl í könnun-
arvikunni. Heil 8,7% þátttakenda í
Hilmar Thor Bjarnason, sérfræðingur í James Bond
Hvað finnst þér um Roger
Moore sem Bond?
„Ég verð nú að segja að ég hef aldrei verið ánægður með hann. Það má samt
segja að hann hafi bjargað Bond á hvíta tjaldinu. Þeir voru komnir í krísu
eftir að Connery hætti og Lazenby kom þarna i einni mynd. Svo er Conn-
ery dreginn aftur á flot í Diamonds are forever og þótti nú ekki standa sig
þar enda orðinn gamall og grár í vöngum. En þegar Moore kom til sögunn-
ar jukust vinsældirnar mikið og það má ekki vanvirða. En ef maður ber
saman Bond í skáldsögunum og þann sem Moore lék, þá er þar himinn
og haf á milli. Moore var allur léttari og jafnvel trúðslegur á köflum sem
gekk svo langt að hann var í trúðsgervi í Octopussy. Hann er því bara á
botninum hjá mér yfir þá leikara sem túlkað hafa Bond.“ En hver er þá
efstur á lista? „Connery er auðvitað á stallinum, en Brosnan fylgir fast á
eftir. Eða eins og einhver sagði: Connery er Bond en Brosnan var fæddur
til að leika Bond.“
Kate með samning
við Virgin
Kate Moss hefur landað fyrsta samningnum eftir að eiturlyfjavandamál-
in skutu upp kollinum í september. Hún fær 1,2 milljónir punda fyrir
að vera andlit Virgin Mobile og hafist verður handa við að taka upp aug-
lýsingar í LA í næsta mánuði. Samningurinn kemur í staðinn fyrir þann
sem hún missti við H&M. Virgin-samningurinn var gerður eftir að hún út-
skrifaðist úr meðferðinni sem hún gekkst undir í Arizona. En það er margt
annað á prjónunum hjá henni til viðbótar. Samkvæmt Hello mun hún taka
upp nýja útgáfu af laginu góða Fairytale in New York en hún syngur það með
Shane MacGowan úr Pogues, sem upphaflega söng það með söngkonunni ást-
sælu Kirsty MacColl sem dó í Mexíkó fyrir fimm árum.
Fyrsta vikan hjá Nýju frétta-
stöðinni (NFS) leið hjá án
þess að nein stóráföll kæmu
fyrir, en á hinn bóginn var nóg
af smááföllum og sem eiga sér
svo sem stað
/ I ennþá. Starfs-
ijJ WvjTmS mennirnir
hafa hins
vegar ekki miklar áhyggjur af
þeim og segja að við slíku sé
að búast þegar ný fréttastofa er
keyrð í loftið á mettíma. Hins
vegar er um það rætt að þrátt
fyrir að NFS væri dýrt spaug
fyrir 365 miðla hafi hún ekki
verið nógu dýr. Ljóst sé eftir
fyrstu vikuna að verulega þurfi
að bæta í ef stöðin á að standa
undir nafni. Ekki síst þurfi að
fjölga starfsfólki, sem sé gjör-
samlega úrvinda eftir langar og
slítandi vaktir. Það gæti hins
vegar gert helsta tæknivanda
NFS enn alvarlegri en hann er
fyrir og þykir þó flestum nóg
um. Hann felst í því að á þess-
um fjölmenna vinnustað, þar
sem gestakomur eru tíðar, eru
aðeinstvösalerni...
Landsvirkjun hefur að
undanförnu kappkostað
að bæta ímynd sína með ýms-
um hætti eftir að hafa staðið i
ströngu í Kárahnjúkadeilunum.
Síðasta útspilið er að styrkja
barnastarf Hróksins með 1,5
milljónum króna, sem vafa-
laust mun nýtast vel í margvís-
legu og lofsverðu starfi Hróks-
ins og kunni Hrafn Jökulsson,
forseti Hróksins, Friðriki Sop-
hussyni, forstjóra Landsvirkj-
unar, hinar bestu þakkir fyrir.
Hitt er annað mál hvernig styrk-
urinn mun mælast fyrir í fjöl-
skylduboðunum hjá Hrafni, en
Elísabet Jökulsdóttir, skáld og
systir Hrafns, hefur verið einn
ötulasti andstæðingur virkjana-
framkvæmda eystra...
ILaxness-safninu að Gljúfra-
steini verður boðið upp á
upplestur rithöfunda úr nýjum
verkum alla sunnudaga i að-
ventu og í gær lásu þannig upp
þau Edda Andrésdóttir, Hall-
grimur Helgason, Ólafur Gunn-
arsson og Guðjón Friðriksson.
Dagskráin næstu sunnudaga
liggur fyrir, en þá munu meist-
arar á borð við Steinunni
Sigurðardóttur, Jón Kalman
Stefánsson, Sjón, Þorstein frá
Hamri og Þórarin Eldjárn lesa
upp auk ýmissa smærri spá-
manna. Hins vegar hlýtur að
teljast nær óskiljanlegt að þar
skuli ekki kveða sér hljóðs dr.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, en þriðja bindi ritraðar
hans um Nóbelsskáldið kemur
út á næstu dögum og heitir sú
vitaskuld Laxness...
Ilaugardags-Mogga mátti
lesa grein eftir Katrinu
Jakobsdóttur, varaformanns
vinstrigrænna og borgarfull-
trúa í Reykjavík, um böl heimil-
islausra. Þar sagði að þó Reykja-
víkurborg hefði ýmislegt gert
fyrir heimilislausa væri ekki
nóg að gert. Kremlarfræðing-
ar telja að þarna sneiði Katrín
að stöllu sinni, Björk Vilhelms-
dóttur borgarfulltrúa R-listans
fyrir vinstrigræna. Hún hefði
þó líkast til getað sparað sér
þar, því síðu framar í blaðinu
gagnrýnir Bolli Thoroddssen,
formaður Heimdallar, Björk
harðlega fyrir að hafa málefni
heimilislausra kvenna sofandi
í kerfinu þangað til Kastljós
RÚ V tók málið upp. Þá hafi allt
í einu verið hægt að leysa málið
á nokkrum dögum...
Take That byrjaðir aítur?
Take That gætu komið saman aftur til að spila í einni tónleikaferð. Sam-
kvæmt talsmanni er verið að skipuleggja stóra tónleikaferð á næsta ári með
Robbie Williams. Gary Barlow, Howard Donald, Mark Owen og Jason Or-
ange hafa látið í veðri vaka að þeir séu að fara að tilkynna spennandi
fréttir. í síðustu viku tilkynnti Gary að þeim hefði verið boðin ein
milljón sterlingspunda fyrir að fara í eina loka tónleikaferð. Áhugi á
sveitinni jókst til muna eftir að þeir komu fram í heimildamynd og
sendu frá sér plötu með helstu smellunum.
eftir Jim Unger
Sœtar eins
og sykur
Hljómsveitin Sugarbabes var einu sinni þekkt sem
tíkarlegasta stelpnasveitin í bransanum, en svo virðist
sem ímyndin sé breytt. Keisha Buchanan sagði tímaritinu
Now: „Þótt við höfum deilt áður fyrr, gerum við það ekki
lengur. Ég hef verið með Mutya á hverjum degi síðan ég var
níu ára og auðvitað hefur gengið misvel. Heidi kom inn í sveit-
ina þegar við vorum að læra inn á hverja aðra. Svo
lærir maður bara að láta sér líka við aðra.“
könnuninni fengu DV frítt þá daga
sem hún stóð yfir, en það jafngildir
nær helmingi þeirra sem lásu blaðið.
Ef þessi frídreifing er dregin frá kem-
ur í ljós að einungis rúm 9% kaupa
DV. Það má því segja að fríblöðin
séu heldur fleiri en menn hugðu.“
Vef-Þjóðviljinn á: http://www.
andriki.is/
Það er engu líkara en umsjónar-
menn heimasíðunnar - væntanlega
vel þjálfaðir af Steingrími aðstoðar-
manni - séu undir ströngum skipun-
um um að segja frá hverju fótmáli
ráðherrans. Það má varla blakta hár
á höfði hennar án þess að um það
birtist lítil og falleg frétt á heima-
síðunni. Um ferðina til Senegal rík-
ir hins vegar vandræðaleg, sovésk
þögn. Þegar orðinu Senegal er sleg-
ið inn sem leitarorði á heimasíðu
gjörvalls stjórnarráðsins koma upp
2244 efnisgreinar - en ekki orð um
ferðalag ráðherrans. Manni kemur
ósjálfrátt í hug smásaga Sigurðar
Nordal: Ferðin sem aldrei var farin.“
Össur Skarphéðinsson á: http://
www.ossur.hexia.net/
En að hálsinum slepptum, hvernig líður þér?
© Jlrn Urrgor/dlsl. by UnHed Modla. 2001
2-10
HEYRST HEFUR...