blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ
Jólakort:
Fjórar milljónir
korta inn um
lúgur landsmanna
Símakostnaður:
Breyttar gjaldmælingar
setja strik í
símareikninginn
Nú er jólakortavertíðin að hefjast og
landsmenn fara að senda jólakort
eins og tíðkast. Gert er ráð fyrir
að í ár muni Islendingar senda
um fjórar milljónir korta fyrir
jólin. Anna Katrín Halldórs-
dóttir, framkvæmdastjóri
markaðs- og sölusviðs
hjá Póstinum, segir ekki
mikið um að jólakortin
komist ekki til skila.
,Það er fræg sagan af
kortinu sem á stóð
,Joe on the hill, Ice-
land“ en þar var
um að ræða Jóa
á Hólnum í
Vestmanna-
eyjum og
hann fékk það
inn um lúguna hjá
sér. Við reynum að ganga
skrefinu lengra tií að koma
þessu til skila, en þetta er ekkert
meira vandamál í kringum jólin
en á öðrum tímum,“ segir Anna.
Hjá Póstinum gilda mjög strangar
reglur um að ekki megi opna póst-
inn og því segir Anna oft snúið að
finna sendanda jólakorts sem ekki
skilar sér á áfangastað, því sjaldn-
ast er skrifað aftan á kortin. „Við
erum með einn starfsmann hér hjá
okkur sem hefur sérstakt umboð til
að opna póst. Hún opnar þá þau
bréf sem ekki komast til
skila og reynir að
komast að því
hver sendand-
inn var og þá
reynum við að
koma þeim til
skila. Oft er þó
bara skrifað undir
„Kæra kveðja, Jón og
Gunna“, og þá getur
reynst erfitt að finna
út úr því.“ Pósturinn
bætir skiljanlega við
sig starfsfólki yfir mesta
álagstímann. „Við ráðum
hingað um 450 „jólasveina“
sem aukamannskap í út-
keyrslu og útburð, í afgreiðslu-
stöðvar okkar og i flokkun.“ Frestur
til að senda jólakortin hér rennur
út þann 8. desember fyrir kort sem
senda á utan Evrópu, 15. desember
ef senda á innan Evrópu og þann 21.
fyrir jólakort hér innanlands.
húsið ilmar
hreinlæti
húshjálpin
pJÍÖUfrÍgfi.
Dreifing:
BéBé Vöruhús ehf,
Sími 512-3000
hreinlega sterkari
Miklu varðar að velja sér rétta teg-
und áskriftar miðað við símnotkun
og finna réttu sparnaðarleiðirnar.
Símafélögin mæla ekki lengur símtöl
í sekúndum og lágmarkskostnaður
símtala hefur hækkað verulega.
Símafélögin eru hætt að mæla sím-
töl í sekúndum og lágmarkskostn-
aður hvers símtals hefur hækkað
verulega. Hvert hafið símtal er
þannig ekki mælt skemur en sem
nemur einni mínútu og að auki er
lagt á sérstakt upphafsgjald.
Fyrr á árinu vakti Póst- og fjar-
skiptastofnun athygli á breyttri
gjaldtöku Símans, en hún fól í sér
að ekki var lengur innheimt sam-
kvæmt sekúndumælingu heldur var
heil mínúta gjaldfærð um leið og
simtal hófst óháð lengd þess, en eftir
hana hverjar 10 sekúndur. Þetta átti
þó aðeins við innan GSM-kerfis
Símans, en ef hringt var út fyrir það
voru fyrstu 20 sekúndurnar gjald-
færðar og síðan hverjar 10 sekúndur.
Að auki er svo innheimt 3,50 kr. upp-
hafsgjald af hverju símtali.
Gjaldskrá Og Vodafone er ekki
ósvipuð að uppbyggingu, en þar
hefur mínútumæling af þessu tagi
lengi tíðkast. Þar er einnig innheimt
upphafsgjald fyrir hvert símtal, sem
nemur 2,50 kr„ en auk þess er inn-
heimt að lágmarki 10 kr. fyrir hvert
símtal.
Sparnaðarleiðir vega á
móti meiri gjaldtöku
Eva Magnúsdóttir, upplýsingafull-
trúi Símans, sagði í samtali við
Blaðið að um leið og gjaldmæling-
unni hefði verið breytt hefði Síminn
boðið viðskiptavinum sínum marg-
víslegar sparnaðarleiðir og gæti
þorri þeirra lækkað kostnað sinn
með því að notfæra sér þær. Póst- og
fjarskiptastofnun grennslaðist fyrir
um afleiðingar gjaldmælingarinnar
fyrir viðskiptavini fyrr á árinu og
voru svörin á svipaða lund. Á hinn
bóginn kom fram að breytingin
myndi leiða til hækkunar ef ein-
ungis er horft á breytingu á sekúndu-
mælingu símtala.
Duldar hækkanir?
Blaðið ræddi við fyrrverandi starfs-
mann annars símafélagsins, sem
hefur mikla reynslu í gerð gjaldskrár.
Sagði hann að með tilfæringum sem
þessum væri unnt að framkvæma
duldar gjaldskrárhækkanir, því
neytendur þyrftu að borga meira
þegar upp væri staðið. Benti hann
á að eftir síðustu breytingar Og Vod-
afone í þessa veru hefðu tekjur fyrir-
tækisins af GSM-kerfinu aukist um
15% á ársfjórðungnum.
Rétt er þó að ítreka að Og Vodaf-
one, líkt og Síminn, býður margvís-
legar sparnaðarleiðir með afslætti i
algengustu símanúmer og þar fram
eftir götum. Upplýsingafulltrúi
Símans sagði þróunina einfaldlega
hafa verið þá að neytendur hafi í
auknum mæli sótt í sparnaðarleið-
irnar, svo sem innifaldar mínútur
og símavini. „Við höfum svarað
markaðnum að því leyti og ég leyfi
mér að fullyrða að hjá flestum venju-
legum notendum, sem notfæra sér
sparnaðarleiðirnar, hefur það leitt
til lægri símareikninga.“
Mikið veltur því á að menn velji
sér bestu sparnaðarleiðina miðað
við símanotkun og skrái sig 1 sam-
ræmi við það. Sé það ekki gert reikn-
aðist Símanum til að gjöld farsíma-
notenda með einstaklingsáskrift,
sem ekki nýttu sér sparnaðarleiðir,
myndu hækka að meðaltali um
2.880 kr. á ári.
Heilsuverndarstöðin:
Seld á tæpan milljarð
BMiö/Steinar Hugi
Heilsuverndarstöðin var byggð á árunum 1949 til 1955
Kauptilboð hafa borist í
Heilsuverndarstöðina við
Barónsstíg. Húsið er með
þekktari byggingum borgarinnar
en það var teiknað af þeim Einari
Sveinssyni og Gunnari H. Ólafssyni.
Átta tilboð bárust í húsið og átti
Mark-Hús ehf. hæsta kauptilboðið.
Mark-Hús býðst til að greiða alls 980
milljónir fýrir húseignina og greið-
ast 200 milljónir við undirritun
kaupsamnings og afgangurinn við
útgáfu afsals þann 1. ágúst nk.. Kaup-
verðið mun skiptast á milli ríkis og
borgar í hlutfalli við eignarhluta, en
borgin á 60% í húseigninni og ríkið
40%. Tilboðinu hefur verið tekið
af hálfu ríkissjóðs, svo og af hálfu
borgarinnar með fyrirvara um sam-
þykki framkvæmdaráðs og borgar-
ráðs. Framkvæmdaráð hefur þegar
samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti á
fundi í gærmorgun, að því er segir
í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Borgarráð mun taka afstöðu til máls-
ins á fimmtudag.
Engin skilyrði sett af
hálfu borgarinnar
,Við getum ekki svarað um fyrirætl-
anir verktakans á lóðinni,“ segir
Jón Halldór Jónasson, upplýsinga-
stjóri framkvæmdasviðs Reykjavik-
urborgar. „Það voru engin skilyrði
af okkar hálfu varðandi notkun á
húsinu önnur en þau að fara þarf
eftir lögum um húsfriðun. Nýir eig-
endur sækja þá um hjá húsfriðunar-
nefnd varðandi þær óskir sem þeir
myndu hafa um breytingar á hús-
inu, ef einhverjar eru.“ Heimild er
til viðbyggingar á lóðinni við húsið
austanvert. Þar má byggja fjögurra
hæða viðbyggingu með bílageymslu.
Nöfn og tilboð annarra bjóðenda í
húsið verða ekki gefin upp því þeir
fasteignasalar sem stóðu að sölunni
töldu að betra verð fengist ef trún-
aði yrði heitið að sögn Jóns Hall-
dórs. Ekki náðist í forsvarsmenn
Mark-Húsa.