blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 30
38IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöið LITLAR THELMUR í HVERJU HORNI Smáborgarinn tekur undir með Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Islands, sem mælir með því að Thelma Ásdísardóttir verði valin „maður ársins" vegna hug- rekkis síns að segja átakanlega sögu af hryllingi í bernsku sinni. Hún sýndi ótrú- legan kjark þegar hún sagði sögu sína og hefurfengið þjóðina til að nötra. Þó að sagan sé hrikalega sorgleg er það jákvæða við hana að með þvf að segja hana hefur mikil umræða farið af stað í samfélaginu og stóraukist í fjölmiðl- um. Smáborgarinn hefur tekið eftir því að síðan sagan var sögð hefur ver- ið dagleg umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi í fjölmiðlum. Sagan fékk Smá- borgarann, og marga aðra, til að hugsa um öll litlu börnin sem eru úti í samfé- laginu og þegja yfir svipuðum sögum sem þau eru neydd til að þegja yfir. Smáborgarinn verður að viðurkenna að eftir að hann heyrði söguna hefur hann verið á varðbergi og getur ekki annað gert en að líta í kringum sig til að leita vísbendinga og hvort hann sjái fleiri litlar Thelmur í kringum sig. Smá- borgarinn sér skrattann í hverju horni og þegar hann sér menn á gangi með börnin sín fer hann ósjálfrátt að skoða hvort það sé ekki allt í lagi með þau og hvort samskiptin séu eðlileg. Smáborg- aranum þykir verst að það sést ekki á mönnum hvort þeir eru ofbeldismenn eða ekki. Þó að Smáborgaranum þyki skelfilegt að horft sé á saklausa menn slíkum ásökunaraugum þá skammast hann sín ekki, því honum finnst betra að vera á verði heldur en að láta börnin þurfa að kljást við þögnina. Smáborgar- inn hugsar oft til þess að það hljóti að vera erfitt að vinna með börnum og þurfa að vera vakandi yfir einkennun- um ofbeldis á hverjum degi. Smáborg- aranum finnst Thelma svo sannarlega eiga hrós skilið fyrir kjarkinn og vonar að umræðan muni ekki þagna því eins og við vitum erfullt af litlum Thelmum sem eru að upplifa svipaða hluti og hún hefur þurft að gera. HVAÐ FINNST ÞÉR? Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og lœknir. Hvað finnst þér um sölu Heilsu- verndarstöðvarinnar? „Þetta mál er frá upphafi til enda sorglegt. Bæði fyrir menningarsögu borgarinnar og heilbrigðissögu Islands. Þetta er merkileg bygging sem þjónar vel þeim tilgangi sem hún var byggð fyrir, þ.e.a.s að annast heilsugæslu og heilsuvernd. Hér er um að ræða ófyrirgefanleg mistök að mínu mati og það er dapurt að það hafi ekki verið stuðningur við baráttu mína í borgarstjórn gegn þessum áformum. Ég þekki sögu og starfsemi stofnunarinnar sérlega vel. Ég var i stjórn á sínum tíma og því til við- bótar samfellt í tólf ár í stjórn heilsugæslunnar í borginni á meðan þar voru enn við lýði lýðræðislega kjörnar stjórnir. Ég held því miður að sumir borgarfulltrúar beri ekki skynbragð á hvaða mistök þeir eru að gera, en aðrir láta sér málið ekki varða. Með því eru þeir að bregðast hagsmunum umbjóðenda sinna sem eiga það skilið að borgarfulltrúar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að heilbrigðisþjónusta í borginni sé eins og best er á kosið. Þetta eru sorgleg mistök.“ •f r 4 dtá f m Take That byrjaðir aítur Það er opinbert: Take That munu byrja aftur og fara í tónleikaferðalag að nýju. Robbie Williams mun þó ekki slást í för með þeim Gary Barlow, Mark Owen, Howard Donald og Jason Orange í tónleikaferðina sem mun standa í ell- efu daga og hefjast í apríl á næsta ári. Talsmaður bandsins sagði: „Take That eru mjög spenntir að komast aftur á svið og þakka áhangendum sínum fyrir dyggilegan stuðning síðan þeir hættu árið 1996. Margir muna eftir líflegum tónleikum þeirra með miklum sköpunar- krafti, flottum búningum og vel æfðum dönsum. Næsta tónleikaferð verður ekkert öðruvísi og styrkir stoðir Take That sem besta strákaband Bretlands.“ Áhugi fyr- ir sveitinni hefur aukist í kjölfar heimildamyndar sem gerð var um þá og útgáfu á plötu sem inniheldur alla helstu smelli sveitarinnar, en hún fór beint í 2. sæti vinsældalistanna. Meðlimir Take That munu fá 1,5 milljónir punda hver, fyrir að fara í téða tónleikaferð á nýju ári. Elton vill friðsœlt brúðkaup Það voru allir farnir að vona að Elton John myndi hafa glamúr, glaum og gleði í fyrirhuguðu brúðkaupi hans og David Furnish. Þeir hafa hins vegar ákveðið að bjóða engum stjörnum og partíliði heldur vilja þeir hafa athöfnina litla og einlæga. Bandarískur lífsstílsþáttur hafði boðið þeim 6 milljón dali fyrir að fá sýningar- réttinn á brúðkaupinu, en því var neitað. Elton sagði: „Ást okkar er helg og á henni er ekki verðmiði.“ Elton sagði ennfremur að ákvörðun Madonnu um að banna myndavélar í athöfninni sinni hafi haft áhrif á ákvörðun þeirra. Elton og David hafa verið saman í 11 ár og ganga í það heilaga þann 21. desember í Wind- sor. „Þar verða einungis foreldrar mínir, foreldrar hans og við tveir,“ sagði Elton. „Morguninn verður á rólegu nótunum og svo förum við með foreldrum okkar í hádegismat eftir athöfnina.“ Madonna vill leikstýra Madonna segist vilja feta í fótspor mannsins síns, Guy Ritchie, og leik- stýra sinni eigin kvikmynd. Söngkonan kemur fram í heimildamynd sem gerð var um líf hennar. Myndin heitir I’m going to tell you a secret eða Ég ætla að segja þér leyndarmál. Hún er ætluð fyrir sjónvarp og verð- ur frumsýnd 1. desember á sjónvarpsstöðinni Channel 4 í Bretlandi. „Ég myndi svo sannarlega vilja leikstýra sjálf,“ sagði Madonna. „Ég fékk mikinn innblástur við að taka þátt í gerð þessarar myndar og lærði mikið um kvikmyndagerð og handritsvinnu. í næsta skipti geri ég þetta bara sjálf.“ eftir Jim Unger ,Ég sé það - nýkominn heim frá út- löndum - að helsta innlegg stjórnar- andstöðunnar í þjóðmálaumræðuna hefur verið að óskapast yfir fjarveru ráðherra. Þetta er að minnsta kosti það úr málflutningi stjórnarandstöð- unnar sem best hefur náð í gegn í fjöl- miðla og segir þá væntanlega nokkuð um annað það sem hún hefur haft fram að færa. Þessi umræða segir okkur bara eitt. Stjórnarandstaðan hefur kosið að yfir- gefa alvöru þjóðmálaumræðu. Það er hún sem er bersýnilega með langtíma- fjarvistarleyfi úr pólitískri umræðu í landinu. Stjórnarandstaða sem hefur þetta helst að leggja fram - skv. mati fjölmiðla og skrifum á heimasíður stjórnarandstöðuþingmanna - hefur augljóslega fengið stórt S í kladdann sinn. S fyrir skróp. Sjálfur var ég erlendis. Var með fjarvistarleyfi frá Alþingi og í minn stað sat varamaður minn Guðjón Guð- mundsson. Erindi mín voru lögmæt og var raunar löngu ákveðið með þess- ar ferðir." Einar Kristinn Guðfinnsson á http://www.ekg.is/ „Ríkisstjórnarflokkarnir og þá eink- um og sér i lagi Framsóknarflokkur- inn bera hér höfuðábyrgð. Sú sök sem þeir eru seldir er ofurþung. Það var Framsóknarflokkurinn sem kýldi stóriðjuframkvæmdirnar í gegn. Það var Framsóknarflokkurinn sem fór í kosningabaráttu með 90 prósenta lof- orðið, og kom því svo gegnum þingið í fyrra. Það á eftir að reynast þjóðinni afar dýrt þegar upp verður staðið, að Framsóknarflokknum tókst með 90 prósenta loforðunum að halda sjó í síðustu Alþingiskosningum. Því miður var þetta samþykkt af öllum þingheim og ég var einn þeirra sem greiddu þessu atkvæði þegar til loka- afgreiðslu kom. Hugsunin á bak við þetta hjá okkur í Frjálslynda flokkn- um að minnsta kosti, var að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt fyrsta húsnæði. Ég veit ekki með hina flokkana. En þetta sprakk allt fram- an í okkur og fór strax úr böndunum, eins og reyndar var búið að vara við. Ég dauðsé eftir að hafa ekki sagt nei.“ Magnús Þór Hafsteinsson á http://www.althingi.is/magnush/ safn/oo2i94.html#oo2i94 staðinn HEYRST HEFUR. Gagnrýni á ferðalag Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, til Sene- gal linnir ekki á heimasíðu Össurar Skarphéð- inssonar en hann sagði á Alþingi að ráðherrann hefði lagt á flótta frá fjárlagaumræðu og flatmagaði í i Afríku. Össur virð- ist hafa lagst í rannsóknir á vefsíðu ráðuneytisins og segir að þar sé alltaf fjallað itarlega um hvert fótmál ráðherrans og jafnvel ferðalög starfsmanna ráðuneytisins tíunduð. Össuri finnst því dularfullt í meira lagi að ekki sé að finna eitt einasta orð um ferðalagið til Senegal á heimasíðunni. Dregur hann þá ályktun að starfsmönnum þess hafi verið bannað að fjalla um hana á heimasíðunni... Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra; myndi varla þegja yfir því ef hann færi til Senegal því hann greinir ná- kvæmlega frá ferðalögum í þágu lands og þjóðar á heimasiðu sinni. Um helgina var hann viðstaddur málþing um Sturl- ungu í sendiráðinu í París þar sem franskur prófessor flutti erindi um Guðmund góða og Tómas Ingi Olrich, sendiherra, lofaði Regis Boyer fyrir íslensku- þýðingar sínar. Björn greinir frá því að Einar Már Jónsson, sem líka er prófessor, hafi flutt erindi um Þórð kakala. Ekkert er eins góður aðdragandi að góðu teiti og langur fundur og Björn greinir frá því að á eftir hafi verið boðið upp á léttar veitingar fyrir hundrað gesti... Eftirspurnin eftir „þriðja manninum“ í forystu Sam- fylkingarinnar í borginni eykst enn, en sem kunnugt er hefur formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gefið út að leiðtogaefni fokksins á vett- vangi borgarinnar verði ekki fundið innan hans. Þetta lásu menn sem herhvöt til Dags B. Eggerts- sonar um að hætta við sín boðuðu pól- itísku starfslok. Nú hefur Degi hins veg- ar bæst liðsauki úr óvæntri átt, því Staksteinar Morgunblaðs- ins hafa tekið undir þetta, en höfundum þeirra þykir Stein- unn V. Óskarsdóttir lítt líkleg til kosningasigra og að Stefán Jón Hafstein hafi ekki breiða skírskotun utan flokksins. Hitt er síðan annað mál hvort stuðn- ingur Styrmis Gunnarssonar sé ekki fremur myllusteinn um háls Dags... Gísli Marteinn Baldursson hélt sitt árlega aðventu- boð á sunnudag og gestalistinn var æði fjölbreyttur. Þar mátti finna þau llluga Gunnarsson, Jón Gnarr, Selmu Björnsdóttur og .. *• Loga Bergmann í i . jólaskapi, en Ólafur Teitur Guðnason, * ' blaðamaður og ná- granni Gísla, sló á létta strengi í orðs- ins fyllstu merkingu. Þá voru tveir rithöfundar fengnir til þess að lesa upp úr jólabókum sínum, harla ólíkir. Þar voru sumsé komnir þeir Hallgrím- ur Helgason og Hannes Hólm- steinn Gissurarson, sem lásu upp úr Roklandi og Laxness... i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.