blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ Prófkjöri Fatah- hreyfingarinnar frestað Vopnaðir menn gerðu usla á kjörstöðum ígœr ogþurfti að loka þeim í kjölfarið. Mikið áfall fyrir Abbas. Ekki er Ijóst hvenœr prófkjörið ferfram. Fatah-hreyfingin frestaði prófkjöri sínu á Gasasvæðinu fyrir þingkosn- ingarnar í janúar eftir að vopnaðir menn gerðu usla á kjörstöðum í gær. Uppákoman þykir vera mikið áfall fyrir Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnarsvæðanna, sem hefur reynt að hafa stjórn á Gasasvæðinu eftir að ísraelsmenn yfirgáfu það í haust. Prófkjörið verður að öllum líkindum dæmt ógilt og boðað til nýs kjörs. Ekki er ljóst hvenær það mun fara fram. Nöfn vantaði á kjörskrá Félagar í Fatah-hreyfingunni stóðu að aðgerðunum og vildu þeir með þeim mótmæla því að nöfn þúsunda kjósenda vantaði á kjörskrá. Þeir hleyptu meðal annars af skotum upp i loftið og kveiktu í dekkjum og kjörkössum fyrir utan kjörstaði. Loka þurfti nokkrum kjörstöðum tímabundið vegna uppákomunnar. Þetta var annar hluti prófkjörs Fatah-hreyfingarinnar fyrir þing- kosningarnar sem fram fara í janúar. Fyrri hlutinn fór fram á Vesturbakk- anum á föstudag. Marwan Barg- houti, leiðtogi Palestínumanna sem situr í fangelsi, hlaut yfirburðakosn- ingu í þeim hluta prófkjörsins. Barg- houti hlaut 34.000 atkvæði af um 40.000. Barghouti hlaut margfaldan lífstiðardóm árið 2004 fyrir aðild að nokkrum árásum á ísraelska borg- ara og situr nú í fangelsi í ísrael. Þetta er i fyrsta sinn sem fram- bjóðendur Fatah-hreyfingarinnar eru valdir í prófkjöri en áður hafa leiðtogar flokksins útnefnt þá. ■ Mannskætt námuslys í Kína Að minnsta kosti 134 fórust eftir sprengingu í kolanámu í Kína. Aðstandendur saka yfir- stjórn námunnar um slysið. Hvergi í heiminum er jafnmikið um mannskœð slys í námum og í Kína. Að minnsta kosti 134 fórust eftir sprengingu sem varð í kolanámu í norðausturhluta Kína á sunnudag. Síðdegis í gær var enn 15 manna saknað. Sprengingin varð eftir að eldur komst í kolaryk í námunni. Rúmlega 220 námuverkamenn voru í námunni þegar sprengingin átti sér stað seint á sunnudag í Dongfeng-námunni í borginni Qitaihe í Heilongjiang-héraði. Li Yizhong, sem er yfirmaður vinnu- verndarmála í Kína, sendi þegar í stað fjölmennt björgunarlið á stað- inn til leitar. Aðstandendur þeirra sem fórust kenna yfirstjórn nám- unnar um slysið þar sem hún hafi ekki aðhafst þó að hún hafi vitað um brotalamir i öryggismálum. Hvergi í heiminum er jafnmikið um mannskæð slys í kolanámum og í Kína þar sem nánast daglega er tilkynnt um hrun og sprengingar. Þúsundir námumanna farast á ári hverju þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir stjórnvalda til að draga úr slysum. Slysin eru meðal annars rakin til lélegs tækjabúnaðar og ófullnægjandi öryggisreglna. Þá hefur reynst erfitt að loka hættu- legum námum þar sem mikil eftir- spurn er eftir orku í Kína til þess að halda hinu blómlega efnahags- lífi landsins gangandi. ■ Björgunarmenn ásamt verkamanni sem þeir björguðu úr kolanámu í borginni Qitaihe í Kína. Kosningar til héraðs- þings í Tsjetsjeníu: Flokkur hlið- hollur Rúss- um sigraði Flokkur Ramzan Kadyrovs, sem er hhðhollur rússneskum stjórn- völdum, vann sigur í kosningum til héraðsþings í Tsjetsjeníu á sunnudag. Flokkurinn hlaut 60% atkvæða samkvæmt fyrstu tölum en á eftir honum var Kommúnistaflokkurinn með um 12%. Rússnesk stjórnvöld sögðu að kosningarnar mörk- uðu tímamót í því að koma hfinu í Tsjetsjeníu aftur í eðlilegt horf þar sem rússneskar her- sveitir og bandamenn þeirra verða fyrir stöðugum árásum aðskilnaðarsinna. Stjórnmála- skýrendur óttast aftur á móti margir hverjir að hin nýja hér- aðsstjórn verði aðeins leppstjórn rússneskra yfirvalda. Alþjóðlegt eft irht með kosningunum var lítið sem ekkert og mannrétt- indasamtök hafa ennfremur gagnrýnt þær á þeim forsendum að ógerningur sé að halda frjálsar og réttlátar kosningar á meðan ástandið í héraðinu sé jafneldfimt og raun ber vitni. Missa hugsan- lega atkvæðisrétt Bandaríkin hafa beðið Evrópu- sambandið um meiri tfina til að svara frásögnum fjölmiðla um að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi starff ækt leynileg fangelsi i sumum ríkjum Evrópu og flutt grunaða hryðjuverkamenn á milli landa. Franco Frattini, sem fer með dómsmál og innri málefiii Evrópusambandsins, lýsti því yfir í gær að ef eitthvert hinna 25 aðildarríkja sambands- ins yrði uppvíst að því að hafa leyff CIA að reka sftk fangelsi á sínu landssvæði mætti það eiga von á hörðum refsiaðgerðum. Það mætti jafnvel búast við því að það gæti misst timabundið at- kvæðisrétt sinn iruian sambands- ins. Evrópuráðið hefur látið hefja rannsókn á málinu en CIA hefiír neitað að tjá sig um rannsóknina. Dunilin gerir þér kleift að töfra fram glæsilega servíettuskreytingu í takt við tilefnið. Fjölbreytt litaúrval auðveldar þér að ná fram þeirri stemningu sem þú leitar eftir. í verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni þar sem finna má fjölmargar hugmyndir að servíettubrotum og borðskreytingum. Erlendra hjálparstarfsmanna saknað í írak: Afdrif fjórmenn- inganna óljós Erindrekar vestrænna ríkja reyndu í gær að grennslast fyrir um örlög bandarískra, breskra og kanadískra hjálparstarfsmanna sem talið er að hafi verið rænt í Bagdad. Engar vfs- bendingar hafa komið fram um hver hafi rænt þeim eða af hverju. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, lagði á það áherslu að breska ríkisstjórnin myndi ekki greiða lausn- argjald ef farið yrði fram á það. „Við vinnum á þeim grundvelli að hér sé um mannrán að ræða en höfum ekki fengið staðfestingu á því,“ sagði Straw að loknum fundi hans og Hoshiyar Zebari, utanríkisráðherra Iraks, um málið. Straw bætti því jafnframt við að Zebari hefði heitið liðsinni írösku ríkisstjórnarinnar í málinu. Bretinn sem saknað er heitir Nor- man Kembler, 74 ára hjálparstarfs- maður frá London sem vann fyrir hjálparsamtök í Irak. Ennfremur er tveggja Kanadamanna saknað og eins bandarísks ríkisborgara. Talið er að fjórmenningarnir hafi verið numdir á brott í róstusömu hverfi í vesturhluta Bagdad á laugardag. ■ Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni ekki greiða lausnargjald fyrir breskan mann sem talið er að hafi verið rænt í Bagdad.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.