blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 13
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 NEYTENDUR I 13 Alþjóðasamband neytenda hefur hvatt WTO til að spyrna við þeim tilslökunum á örygg- iskröfum sem hafa átt sér stað að undanförnu, m.a. í sambandi við bílaframleiðslu. Gefum grœnum vörum grœnt Ijós Alþjóðasamband neytendasamtaka, Consumer International (CI), hafa sagt að Alþjóða viðskiptastofnunin (WTO) verði að spyrna við þeirri þróun sem hefur orðið í sumum aðildarríkja stofnunarinnar, en þar hafa lög um merkingar á umhverf- isvænum vörum verið útþynnt og jafnvel afnumin undir þeim for- merkjum að slik lög séu viðskipta- hindranir. Þær merkingar sem um ræðir tryggja til dæmis rétt neyt- enda til að fá að vita hvort um vist- vænar vörur sé að ræða eða ekki þannig að hann geti lagt sitt að mörkum til umhverfisins með vesk- inu og um leið stuðlað að sjálfbærri þróun og heilsusamlegra líferni. í yfirlýsingu frá CI kemur fram skýr áskorun á WTO að „gefa grænum vörum grænt ljós.“ Eru hrædd um að neytendur gleymist CI segir að þetta sé þróunin í mörgum löndum. Hægt er að taka fjölmörg nýleg dæmi um þessa stefnubreytingu. Suður-Kórea hefur til dæmis véfengt bandarískar merk- ingar á orkusparandi ísskápum, of ströngum öryggisráðstöfunum og öryggiskröfum á bílum og kröfur sem eru „strangari en nauðsynlegt þykirum ákveðin kemísk efni. Suður-Kórea er ekki eitt um að storka þessum kröfum. Fjölmörg önnur ríki hafa á síðustu árum mót- mælt kröftuglega háum öryggis- og gæðastöðlum sem þau neyðast til að fylgja auk þess sem vottunarkerfi fyrir raftæki hafa gert mörgum þeirra lífið leitt. I yfirlýsingu CI kemur fram að þetta sé þróun sem verði að stöðva. Takmarkanir á notkun ákveðinna þungamálma má ekki að þeirra mati gleymast vegna samningaviðræðna um samdrátt og jafnvel algera eyðingu á viðskipta- hindrunum milli landa. Samtökin hafa af því miklar áhyggjur að ýmis lykilmálefni sem snerta heilsu og umhverfi manna séu að verða útundan í þessum samningsvið- ræðum. Þau leggja því áherslu á að WTO tryggi fyrst rétt neytenda áður en réttur til frjálsari viðskiptahátta verði ræddur frekar. Umferðar- öryggisgjald tvöfaldast? I breytingartillögum við umferð- arlög sem nú liggja fyrir Alþingi íslendinga er lagt til að umferðar- öryggisgjald verði hækkað um heil 100%, úr 200 krónum í 400 krónur. Gjaldið á að renna óskipt til Umferð- arstofu. Tilgangur hækkunarinnar á að vera sá að tryggja fjármagn til þess að standa straum af útgjöldum vegna umferðaröryggisáætlunar. Þetta kemur í kjölfar þess að Al- þingi samþykkti síðastliðið vor sam- gönguáætlun fyrir tímabilið 2005- 2008 en umferðaröryggisáætlun var þá í fyrsta sinn hluti af slíkri áætlun. Stefnt er að því að Umferðarstofa muni taka þátt í öllum verkefnum umferðaröryggisáætlunar sem falla undir lögboðið hlutverk hennar. Þá mun Umferðarstofa einnig hafa um- sjón með framkvæmd og skýrslu- gerð vegna áætlunarinnar. Verður varið í aukna fræðslu Umferðaröryggisgjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði vegna fjármögnunar áætlunarinnar. Sam- kvæmt heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er stefnt að því að verja 368 milljónum króna til umferðaröryggisfræðslu og áróðurs af ýmsum toga á næstu fjórum árum. Þessum fjármunum verður meðal annars varið til þess að efla umferðaröryggisfræðslu í leik- og grunnskólum. Einnig verður varið fé til fræðslu ökumanna í þjón- ustu hinna ýmsu fyrirtækja auk þess sem á að greiða fyrir gerð kynn- ingarefnis fyrir erlenda ferðamenn og búa til fræðsluefni um notkun ör- yggisbelta. Eins og staðan er í dag þá skilar umferðaröryggisgjaldið um 35 milljónum króna í kassann árlega. Ljóst er að slíkt er ekki fullnægjandi til þess að standast þá kostnaðar áætlun sem hefur verið reiknuð út fyrir verkefnið. Tvöföldun gjaldsins gefur hins vegar af sér um 70 millj- ónir króna árlega, eða 280 milljónir króna á þeim fjórum árum sem verk- efnið á að standa yfir. Það dugar þó samt sem áður ekki til að standa straum af öllum kostnaðinum og þvi ljóst að verkefnin verða einnig fjármögnuð að einhverju leyti af öðrum liðum af vegaáætlun. tjuliusson@vbl.is www.toyota.is Betri notaðir Corolla í toppformi. Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarfcrli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000 Betri notaðir Corolla Sedan eru bestu kaupin í nóvember og eru langt mikið dekraðir og undir stöðugu eftirliti. Ef þú vilt úthaldsmikinn bíl á frá því að vera útkeyrðir. Sem fyrrverandi bílaleigubílar hafa þeir verið hagstæðu verði fyrir veturinn þá er Corolla Sedan bíllinn fyrir þig. ^GIItnlr * m.v. 10% útborgun og 75 mánaða bílasamning hjá Glitni. Gildir aðeins út nóvember. BETRI NOTAÐIR BÍLAR TOYOTA Corolla Sedan á kostakjörum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.