blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 12
12 I NEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö
ESSO hœkkar
bensínverð
Hverji
exu ódýrastir?
! Samanburður á verði 95 oktana benstns
Bensínverð stóð í stað á flestum út-
sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu
milli vikna. Það er afar óvenjulegt
og í andstöðu við þær tíðu hreyf-
ingar og verðlækkanir sem hafa ein-
kennt verð á eldsneyti undanfarnar
vikur og mánuði. Eitt olíufyrirtækj-
anna, ESSO, hækkaði meira að segja
verðið á milli vikna um 1 krónu á
líter og verður að teljast líklegt að
hin stóru olíufélögin fylgi í kjölfarið
með svipaðar hækkanir, enda hefð
fyrir slíku. Þá var tilkynnt um að
dísil- og gasolía hækki á sama tíma
um 0,5 kr. hjá þeim. Ástæður hækk-
ananna eru sagðar í þetta sinn vera
versnandi staða krónunnar gagn-
vart erlendum gjaldmiðlum. Aðrir
söluaðilar hafa enn ekki tilkynnt
um hækkanir og hafa meira að segja
óverulegar lækkanir átt sér stað hjá
sumum þeirra. Orkan er að venju
með lægsta líteraverðið eða 104,40
kr. fyrir líterinn af 95 oktana bens-
íni. OB, EGÓ og Atlantsolía eru þó
öll skammt undan og selja líterinn
10 aurum dýrari, eða á 104,50 kr. Dýr-
astur er hann svo á völdum stöðvum
ESSO þar sem líterinn kostar 106,90
kr. Það munar því 2,40 kr. á hæsta
og lægsta líteraverði þessa vikuna.
á íslensku
Til þess að hjálpa neytendum að
átta sig almennilega á skammstaf-
anabylgjunni sem tröllríður tækni-
heimum á upplýsingaöld þá hafa
Neytendasamtökin ákveðið að gefa
út svokallaðan tækniorðalista á
íslensku. í fréttatilkynningu frá
þeim kemur fram að samtökin vilji
aðstoða félagsmenn sína við val á
tækjum og hafi þvi tekið saman
og þýtt rúmlega 130 orð eða heiti
á tengjum, skráarendingum, snið-
mátum og öðrum tæknilegum
hlutum sem oft koma fyrir þegar
vörum er lýst í bæklingum eða í
verslunum. Þar er átt við tæki eins
og sjónvörp, stafrænar myndavélar,
tökuvélar af ýmsum toga, DVD spil-
ara, tölvur, MP3 spilara og margt
fleira í þeim dúr. Tækniorðalistinn
er einungis aðgengilegur félags-
mönnum Neytendasamtakanna inn
á lokuðu svæði þeirra á heimasíðu
samtakanna. Lykilorð að svæðinu
verður að finna á blaðsíðu tvö í Neyt-
endablaðinu sem allir félagsmenn fá
sent heim til sín.
Samkvæmt Neytendasamtök-
unum er þörf fyrir svona listatilþess
að neytendur geti áttað sig á hvað
eitt tæki getur eða getur ekki gert,
sýnt eða spilað. Þar sem tækninni
fleygir fram á slíkum ógnarhraða
þá verður það sem er frábært í dag
ekkert endilega jafn stórkostlegt á
morgun. Allar skammstafanir sem
koma fram í sölulýsingum tækjanna
eru því ekki bara torskildar heldur
beinlinis ruglandi. Fæstir geta sem
dæmi útskýrt hvað AVI, Bluetooth,
DTS ES, DVD+R, SACD eða USB 1.0
og XviD þýða. Það er von Neytenda-
samtakanna að þessi tækniorðalisti
sé upplýsandi um einstök atriði og
geti aðstoðað félagsmenn þeirra í
gegnum þann frumskóg tengja og
tækniheita sem mæta þeim í leit
sinni að hinu rétta tæki.
Einnig kemur fram í tilkynningu
Neytendasamtakanna að hægt sé að
nálgast ítarlegar greinar um tækn-
ina á bak við fjölmörg tæki sem hafa
verið tekin fyrir í gæðakönnunum
ICRT og hafa birst á vef samtakanna
undir liðnum gæðakannanir, en
slíkar greinar eru vanalega ítarlegri
en sú umfjöllun sem birtist um gæða-
kannanir í Neytendablaðinu sjálfu.
t.juliusson@vbl.is
Ný allsherjar löggjöftim kemísk efni t mótun
Fyrirtœki látin taka meiri
ábyrgð á framleiðslu sinni
REACH verkefnið komið til ráðherraráðs ESB
REACH miðar að því að skipta út skaðlegum efnum fyrir hættuminni til að vernda heilsu
manna og umhverfi jarðar.
Flotturnáttfatnaður
fyrirdömur
áöllumaldri
Opnunartími
mán-fös. 10-18
laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
200 Kópavogi
Sími 554 4433
Þingmenn á Evrópuþinginu hafa
verið að reyna að ná samkomulagi
um nýja s'amevrópska löggjöf varð-
andi hættuleg kemísk efni að undan-
förnu og sendu tillögur sínar nýverið
á næsta stig ákvörðunartökuferlis-
ins. Ýmsir hagsmunaaðilar komu að
gerð lagabálksins, meðal annars úr
iðnaðargeiranum og frá verkalýðsfé-
lögum. Mikil átök hafa átt sér stað
milli aðila úr iðnaði og samtaka sem
leggja áherslu á heilsu- og umhverf-
isvernd enda gífurlegir hagsmunir
í húfi fyrir alla þar sem togast á
áframhaldandi rekstrargrundvöllur
heilu iðnaðanna annars vegar og
áhrif kemískra efna á heilsu og um-
hverfi hins vegar. Verkefnavinnan
gengur undir heitinu REACH og
er yfirlýst markmið hennar og eft-
irfylgjandi löggjöf að auka ábyrgð
fyrirtækja á gjörðum sínum og
mengunum. Þau eiga að taka á sig
auknar ábyrgðir í sambandi við að
rannsaka og veita upplýsingar um
áhrif þeirra efna sem þau framleiða,
nota og markaðssetja.
Frekari hömlur á
efnaiðnað nauðsynlegar
Mýmörg samtök fögnuðu þessari
umræðu í síðustu viku. Þau lýstu
yfir ánægju með að Evrópuþingið
skuli hafa stigið svona stórt skref í
átt að því að draga úr og vonandi ein-
hvern tímann útrýma hættulegum
kemískum efnum með því að reyna
að finna staðgengla þeirra í örugg-
ari og hreinni efnum. Gagnrýnin
hefur aukist mikið á síðastliðnum
árum eftir því sem áhrif eiturefna,
bæði á heilsu fólks sem og umhverfi,
hafa orðið sýnilegri. Nýleg rann-
sókn á þremur kynslóðum kvenna í
Danmörku sýndu til dæmis svart á
hvítu að ekki er vanþörf á að setja
efnaiðnaði frekari skorður. Niður-
stöður hennar sýndu að í blóði 12 ára
gamallar stúlku væri hægt að mæla
22 kemísk efni. 43 ára gömul móðir
hennar mældist með 21 efni í sínu
blóði og 66 ára gömul amma hennar
með 33 efni, meðal annars hið ban-
eitraða skordýraeitur DDT sem getur
valdið ófrjósemi hjá bæði körlum
og konum auk þess sem að vísinda-
menn hafa greint orsakasamband
milli DDT og brjóstakrabbameins.
Allt of margar undanþágur
Evrópuþingið samþykkti eins og
áður segir ályktun sem á að skuld-
binda fyrirtæki í efnaiðnaði til að
skipta út hættulegum kemískum
efnum fyrir öruggari valkosti þegar
slíkir eru fyrir hendi. Með því sendi
það skýr skilaboð til ráðherra rik-
isstjórna aðildarríkja Evrópusam-
bandsins sem munu taka næstu
ákvarðanir um umfang og stefnu
REACH. Ljóst þykir að þeir verða
einnig undir miklum þrýstingi frá
umhverfisverndarsamtökum og
hagsmunasamtökum um heilsu-
vernd til að afturkalla þær þúsundir
undantekninga sem Evrópuþingið
veitti. Sú undanþága nær ekki ein-
vörðungu til notkunar heldur þurfa
mörg fyrirtækjanna heldur ekki að
veita nauðsynlegar upplýsingar um
skaðsemi efna sinna gegn heilsu
fólks né hvaða viðeigandi öryggis-
ráðstafanir notendur efnanna gera
til að koma í veg fyrir að efnin skaði
almenning og umhverfi. Andstæð-
ingar þessa segja að undanþágurnar
geri það kerfisbundið ómögulegt að
skipta gömlu eitruðu efnunum út
fyrir ný og öruggari efni, sem eigi
einmitt að vera megintilgangurinn
með REACH. I dag liggja ekki fyrir
fullnægjandi upplýsingar um áhrif
90% þeirra efna sem notuð eru í
iðnaði á umhverfi og heilsu. Um-
hverfis- og heilsuverndarsamtök
hafa því gagnrýnt að REACH hafi
verið útvötnuð of mikið og muni
ekki skila tilætluðum árangri nema
að öll efni verði rannsökuð, skrásett
og flokkuð þar sem að markmið
lagasetningarinnar, að geta greint
og fjarlægt hættulegustu efnin, ná-
ist ekki öðruvísi.
Ráðherraráð Evrópusambandsins
getur hert lagafrumvarpið umtals-
vert ef nægjanlegur stuðningur við
slíkt skapast þar og því herja and-
stæðingar þess á ráðið af fullum
hug um þessar mundir til að tryggja
sínum sjónarmiðum brautargengi.
1 sameiginlegri yfirlýsingu þeirra
segir að REACH sé einstakt tæki-
færi til að vernda konur, karlmenn,
börn og umhverfið frá hættu-
legum efnum og að því ætti ekki
að fórna fyrir skammtímasjónar-
mið og gróðrahagsmuni stórtækra
efnaframleiðenda.
t.juliusson@vbl.is