blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR I 11
blaöi6 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005
Myndband með nœstœðsta leiðtoga Al Kaída:
Bin Laden leiöir enn
stríöiö gegn vesturveldum
Ayman al-Zawahri, næstæðsti leið-
togi A1 Kaída-samtakanna, hvatti
vígamenn til þess að ráðast á skot-
mörk sem tengdust olíuiðnaðinum
í ríkjum múslima í viðtali sem birt
var á Netinu. Hann sagði ennfremur
að Osama bin Laden leiddi enn bar-
áttuna gegn vesturveldum. Talið er
að myndbandið sé að minnsta kosti
þriggja mánaða gamalt og hluti þess
hefur birst áður.
„Ég færi öllum múslimum þann
gleðiboðskap að A1 Kaída er að
breiða úr sér og styrkjast,“ sagði Za-
wahri. Þetta er í fyrsta sinn í um ár
sem háttsettur leiðtogi A1 Kaída stað-
festir að Bin Laden er enn á lífi.
Þegar hann var spurður af hverju
bandarískum hersveitum hefði
mistekist að handsama Bin Laden
og Mullah Omar, leiðtoga Talibana
í Afganistan, sagði hann að vernd
guðs væri einkum um að þakka.
Zawahri hvatti vígamenn til að ráð-
ast á olíuvinnslustöðvar í þeim mús-
limaríkjum við Persaflóa sem hafa
sýnt Bandaríkjunum stuðning.
Zawahri hvatti múslima til að
styðja A1 Kaída „með peningum,
mannafla og fyrirbænum" og sagði
að herferð „krossfaranna" væri að
renna út í sandinn sem kæmi fram
í mannfalli Bandaríkjamanna í Afg-
anistan og írak. Bin Laden og Zawa-
hri hafa komið sér undan handtöku
síðan árið 2001 en talið er að þeir séu
í felum á landamærum Pakistans og
Afganistans.
Gömul mynd af Ayman al-Zawahri og Osama bin Laden, tveimur leiðtogum Al Kaída
samtakanna.
í FYL6P MFP FULLORPNUM,
&TBINUNN ÓLÍNA ÞOR*TB1N&PÓTTIR
"ÞttSI &ÓK BÆP! 5KBMMTIR
LB5ANPANUM 06 BNBRTIR VHP HONUM."
PÓMUft ÚR BIIZTU
KLZOPPTfZt,
JÓN HALLUR BTBFÁNBBON:
"£& ÖFUNPA ÞÁ BPBNNUFÍKLA BBM BI6A
BFTUZ AP LBBA ÞBBBA BÓK"
BILJA APALBTBINBPÖTTIR, TMM
PKUOál VINPZINZ,
CAÞLOB ÞUIZ ZAFÓN:
"ÞBUZ 9BM KUNNA AP MBTA HUNPÞAP ÁÞA
B/NBBMP 06 NAFN RÓBARINNAR MUNU NJÓTA
ÞBBB AP LBBA BKU66A VINPBINB"
ÁRN! MATTHÍABBON, MBL
'Æí
< AF ÖLLUM ^
BRLBNPUM BÓKUM
Á BÓKAMARKAP!
Skeifunni 11d
Sími 533 1010
Opið virka daga 10-18
Laugardaga 10-18
Sunnudaga 12-16
GRIFFILL
Áður óþekkt kjötæta fundin
Teikning gerð eftir myndbandsupptökum af hinu óþekkta dýri.
Talið er að nýtt spendýr sem lifir á
kjöti hafi fundist á Borneóeyju. Sjálf-
virkar myndavélar náðu myndum
af dýrinu sem virðist líkjast ketti og
hefur dökkrauðan feld og langa rófu.
Ef tekst að staðfesta fundinn verður
þetta í fyrsta sinn sem ný tegund
kjötætu finnst á eyjunni síðan 1895.
Sjálfvirkar myndavélar voru settar
upp til að ná myndum af villtum
dýrum í Kayan Mentarang þjóðgarð-
inum á þeim hluta eyjunnar sem til-
heyrir Indónesíu. Stephan Wulfraat,
hollenskur líffræðingur sem hefur
umsjón með rannsókn umhverfis-
samtakanna World Wildlife Fund á
tegundinni, segir að myndavélarnar
hafi tvisvar sinnum náð myndum af
dýrinu.
„Við höfum leitað ráða hjá
nokkrum sérfræðingum í dýralífi
Borneó. Sumir sögðu að það líktist
refapa en flestir voru sannfærðir um
að hér væri um nýja tegund kjötætu
að ræða,“ sagði Wulfraat. „Þangað
til við komum höndum yfir lifandi
eintak getum við ekki verið 100%
viss í okkar sök. Nú er ég aðeins
90% viss,“ sagði hann. Síðan 1994
hafa vísindamenn fundið meira en
360 nýjar lífverur á Borneó, aðallega
skordýr og plöntur. Á eyjunni er að
finna eitt fjölbreyttasta vistkerfi á
jörðinni.
Sala á sígarettum
dregst saman
Sala á sígarettum hefur dregist
saman í Belgíu í ár miðað við árið
2004. Það sem af er árinu hefur
selst rúmlega 110 milljónum minna
af líkkistunöglunum í Belgíu en á
sama tíma i fyrra en þá varð einnig
samdráttur í sígarettusölu. Svipuð
þróun hefur átt sér stað í nágranna-
ríkinu Lúxemborg. Samdrátturinn
þýðir þó ekki endilega að Belgar hafi
hætt að reykja í stórum stíl. Frekar
er talið að þeir kaupi í auknum mæli
tóbakið sitt austar í álfunni þar sem
það er ódýrara. Meira er keypt af
vafningstóbaki í Lúxemborg miðað
við árið í fyrra en í Belgíu hefur sala
á því einnig minnkað.