blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaðiö Leitin að Paradís Blaöi6/SteirwrHugi „Áhugi minn á myndlist er meðfæddur og þess vegna náðar- gjöf,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli þegar hann er spurður hvenær áhugi hans á myndlist hafi vaknað. „Faðir minn, Kristinn Morthens, vann fyrir sér sem myndlistarmaður og fyllti hóp alþýðumálara. Þar á meðal voru menn eins og Matthías metra- málari, Sigurður frímerkjamálari og Axel Einarsson frá Vestmannaeyjum sem vantaði einn fingur á en þótti sérstaklega sterkur í brimmyndum. Þessir menn lifðu á myndlist sinni og sýndu verk sín í búðum, aðallega í búð á Skólavörðustíg sem var rekinn af manni sem hét Guðmundur. Hann var sköllóttur en var samt ekki hinn frægi Guðmundur rammaskalli sem var nágranni hans á Óðinsgötunni og hafði ekki, þrátt fyrir nafngiftina, eins miki'nn skalla og nafni hans á Skólavörðustígnum. Fyrir jólin pantaði Guðmundur á Skólavörðustígnum þrjár til fjórar Þingvallamyndir og eina Skarðsheiði hjá pabba. Frelsi pabba til að mála vék fyrir praktíkinni. Hann var hins vegar einlægur í auðmýkt gagnvart listagyðjunni. Þegar þeir félagarnir tóku tal saman töluðu þeir af mikilli virðingu um menn eins og Kjarval, Picasso og Turner. Pabbi hafði þá afstöðu að því raunsæislegri sem mynd væri því nær væri listamaðurinn Guði. Hann var mjög heiðarlegur í afstöðu sinni til myndlistar, sem er eiginleiki sem mér finnst mjög mikilvægur. Sem barn var ég síteiknandi og litandi meðan aðrir strákar voru í fótbolta. Svo kom sá dagur að ég ákvað að segja skilið við myndlistina fyrir fullt og allt. Ég var um fimmtán ára aldur þegar ég fylltist sjálfshöfnun og henti hundruðum mynda. Lífshlaupið var svo á þann veg að ég fór á togara. Tuttugu og þriggja ára gamall leitaði ég að leið til að komast aftur inn í samfélagið, í stofuhita og á námslán. Ég vissi að þótt ég hefði af ýmsum ástæðum tapað hæfileikanum til bóknáms þá gæti ég teiknað. Ég lét á það reyna í inntökuprófi í Myndlistarskólann og komst inn. Þá var ekki aftur snúið.“ Agi og ósérhlífni Var ekkert erfitt að vera á sjónum og vinna líkamlega stritvinnu en hafa sköpunargleði ólgandi innra með sér? „Þegar upp er staðið er ekki langt á milli líkamlegs strits og andans strits. Þeir sem ná árangri á akri andans eru þeir sem vinna af sömu ögun og erfiðismaðurinn sem yrkir akur sinn. Ég veit ekki um marga sem hafa náð árangri sem listamenn án þess að leggja á sig feikna vinnu, þrátt fyrir að Guð hafi gefið þeim hæfileika. Það þarf að tína steinana af jörðinni, yrkja akurinn, sá og sjá um að koma uppskerunni í hús. Þetta eru árþúsunda gömul sannindi sem verður ekki hlaupist frá. Ég lít svo á að ég hafi náð árangri í list minni. Ég þakka það ekki síst því að ég kynntist ákveðnum aga og ósérhlífni á sjónum. Ég hefði aldrei lært þetta annars. Ég er latur að upplagi og sérhlífinn og hef oft reynt að stytta mér leið í lífinu. En þegar ég fór á sjóinn gerði ég það sem mér var sagt að gera. Þetta reyndist mér happadrjúgt þegar kom að því að vinna sjálfstætt sem myndlistarmaður og oft á móti straumnum. Ég bjó að þeim aga að geta gengið til verks að morgni þótt ég væri ekki innblásinn af hugmyndum og treysta því að það kæmi í netið þegar ég færi að draga.“ Á krossgötum Ég veit að þú bjóst um tíma í Kristjaníu á hippatímanum. Það var varla mikill agi í lífi þínu þá, eða hvað? „Ég var í rugli eins og það er kallað þegar menn eru í ofneyslu á fíkniefnum. Ég lifði stjórnlausu lífi en samt var ég í sterkri afneitun á vandanum. Þegar félagar mínir, hinir hipparnir í Kristjaníu, voru að selja dóp eða voru afslappaðir í neyslunni þá reif ég mig upp klukkan sex á morgnanatilaðfaraí byggingarvinnu í Kristjánshöfn. Ég leit ekki á mig sem fíkniefnaneytanda. Ég var bóhem og listamaður, krossfari, og stundaði heiðarlega vinnu. En það skipti engu máli, ég endaði á sama stað og hinir.“ Hvenœr áttaðirþúþig á aðþú vcerir í tómu rugli? „Það liðu mörg ár áður en það rann upp fyrir mér.“ Var eitthvað eitt sem gerði það að verkum? „Það var allt sem gerði það að verkum. Ég var 42 ára gamall, fráskilinn og stóð á krossgötum þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara á sjúkrastöðina á Vogi og kynnast þeirri lausn sem ég hef síðan lifað eftir. Það gerði mig að skárri manni.“ Líturðu á þessi ár sem glataðan tima? „Engan veginn. Tími er svo afstætt fyrirbæri. Ef maður nær að lifa í núinu þá er enginn annar tími til. Þá er maður laus úr viðjum fortíðar og án ótta við framtíðina. Uppskera lífsins er alltaf í núinu. Ég er mjög þakklátur fyrir líf mitt í dag, nákvæmlega eins og það er og vil engu um það breyta. Oft hefur það verið erfitt. Oft sárt fyrir mig og aðra. Oft hef ég valdið öðru fólki tjóni en þannig er þetta bara. Þetta er flæði lífsins þar sem mannhafið streymir áfram á kosmískri braut. Þar rekst ein öxlin í aðra og allt hefur sinn gang á tilfinningasviðinu og félagssviðinu. Lífið er oft erfitt en það er iðulega úr þeim erfiðleikum sem menn uppskera þann þroska sem gefur þeim hlutdeild í því kraftaverki sem lífið er. Ég er ekki viss um að ég hefði það innsæi sem ég hef og ætti þau verðmæti sem ég á í dag nema vegna þess að ég gerði mistök. Það dýrmætasta sem lífið hefur gefið mér er fjölskylda mín. Ég á fjögur yndisleg börn og frábæra eiginkonu, hana Gunný. Hún hefur stutt mig í því sem ég er að gera af fullum krafti en starf mitt útheimtir oft mikið flandur um allar jarðir og því fylgir fjarvera" Þú talar eins og trúaður maður. Þú trúirgreinilega á eitthvað? „Ég lifi eftir þeirri lífsspeki að til sé eitthvað sem heitir æðri máttur. Einu sinni var ég í morgunkaffi hjá Gunnari Dal ásamt tveimur öðrum mönnum. Hvar sem Gunnar Dal er þar er akademía. Gunnar sagði að hver um sig mætti spyrja hann einnar spurningar sem hann skyldi svara. Ég spurði hann: „Hvað er Guð?“. Gunnar Dal svaraði: „Alheimurinn er ein vitund. Við erum hluti af henni. Kærleikurinn er orkan sem knýr vitundina áfram." Þessi skilgreining á æðri mætti dugar mér alveg.“ Uppreisn gegn gildum Þú varst mjög pólitískur á sínum tíma, er það ekki rétt? „Ég var gríðarlega pólitískur og mikill framkvæmdamaður í þeim efnum. Margt sem ég gerði og hugsaði þá var vitleysa sem var sett fram í hroka, reiði og gremju út í allt og alla. Ég dæmdi fólk ákaflega hart. Ég gaf til dæmis út plötu, Boys from Chicago, sem var í sjálfu sér ágætis verk, en þar hikaði ég ekki við að nafngreina fólk og níða af því skóinn gagngert til að skömm þeirra myndi ekki afmást af blöðum sögunnar. Ég var í uppreisn gegn öllum gildum. Ég var á móti rauðum ljósum á götuvitum. Ég var á móti kirkjunni og á móti borgarastéttinni sem ég áleit vera það versta af öllu. Vitanlega má taka málefnalega umræðu um borgarastétt og stéttabaráttu en ég var að hamast á öðrum og gerði mig meiri en ég var til að réttlæta bága stöðu mína. T O N I I S l \ R 11 \ T I I) \ | O I \ I « S T U 1 11 \ 1 I (i K I M S K I U K | U » « 0 \ JOHANN SEBASTIAN BaCH BWV 248 Fyrsti lu'iiíldifJutninjjur á Islundi med barokkhljódfitrum SS;":r iJÆ,, Kantötur I-III Hulda Bjtirk Garðarsdóttir ■ Sessclja Kristjánsdóitir ..ít Eyjólfur Eyjólfsson ■ u Ajjúst Olafsson ;■, Schola cantorum Aljvjódlcga barokksveitin frá Den Haag í Hollandi Sijóriundi: Hörður Askelsson 11. des. Sunnudagur kl. I r> I 1. des. Sttnnudagur kl. 18 Kantötur I-III Kantötur IV-VI Mlðaverð: 1000 / l $00 kr,«Jólaóratóiiutvt'tma (íyrir J»,i sem vilja lieyra Jólaóratóriuna alla): S000 kr. Miðasala í Ha)|gríittskirkju * siini 510 1000 LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 99................................ Ég er ekki viss um að ég hefði það innsæi sem ég hefog ætti þau verðmæti sem ég á í dag nema vegna þess að ég gerði mistök."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.