blaðið - 08.12.2005, Side 26
26 I MATUR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaöið
Fiskur umjólin
Veik aí kjötáti á aðfangadag
Margir eni farnir að skipuleggja
jólamatinn og eflaust er kalkúnn,
hamborgarhryggur og rjúpur þar
efsta á lista. Hjá grænmetisætum
virðist hnetusteikin vera vinsæl en
Steinunn Kristinsdóttir hjá Maður
lifandi ætlar að hafa skötusel og
humar í matinn á aðfangadag.
Steinunn er grænmetisæta en segist
samt sem áður borða hvítt kjöt ein-
staka sinnum. „Ég borða fisk en hef
varla borðað kjöt síðan ég var sextán
ára. Þó reyni ég að fá mér kjúkling 2-
3 sinnum í mánuði til að fá próteinið.
Ég hugsa mikið um samsetningu
mataræðisins og veit því hve próteinið
er mikilvægt.“ Ástæða þess að Stein-
unn borðar ekki kjöt segir hún vera
að henni hafi aldrei liðið vel af kjöti.
.Sérstaklega ekki af jólakjötinu. Ég var
bara alltaf veik á aðfangadagskvöld
eftir svínakjötið og þá bara hætti ég í
kjötinu. Þetta er allt annað líf í dag.“
Steinunni finnst sjálf ekki skrýtið að
borða kjöt en viðurkennir þó að fjöl-
skyldunni finnist þetta jafnvel skrýtið
Treður sínum venjum ekki upp á
neinn
Steinunn segist aldrei sakna kjöts og
á hennar heimili er aldrei keypt kjöt
nema þá íyrir börnin. Hún breytir til
á aðfangadag og reynir að hafa ekki
alltaf það sama. „Ég hef verið með kal-
kún um jólin þegar ég var að minnka
kjötneysluna. En núna ætla ég að vera
‘fiss&f
KRINGLUNNI
Slmi: 568 6440 I busahold@busahold.is
Stálpottasett á góðu verði
Brúðhjónalistar og gjafakort
búsáhöld
með skötusel og humar í matinn
á aðfangadag.“ Aðspurð hvort fjöl-
skyldan borði þá fisk með henni
segir Steinunn að hún reyni nú ekki
að troða sínum matarvenjum upp á
neinn. „Ég hef þess vegna tvíréttað.
En ef fólk vill borða með mér þá er
það velkomið. En i ár ætla ég bara
að hafa skötuselinn og humar. Mér
finnst þessi máltíð eiginlega fínni en
margar jólamáltíðir. Maður borðar
skötusel og humar miklu sjaldnar en
reykt svínakjöt."
Hnetusteikin æðisleg
Steinunn segist bara fá sér meðlæti
í jólaboðunum þar sem allajafna
er mikið úrval af kjöti. „Ég er mjög
ánægð með það. Ég þarf ekki að fá mér
kjöt og þannig held ég að það sé um
flesta. Það er ekki þannig að maður
Engifer/rauðbeð-
ur í appelsínusósu
3 stk. soðnar rauðbeður af-
hýddar og
skornar í flotta grófa bita
250 ml appelsínusafi settur
í pott og hitaður
4 tsk. af kuzu (fæst í Maður
lifandi og er sósuþykkni)
Smá salt og pipar
Rifinn engifer (2 cm). Saf-
inn síðan kreistur saman við
vökvann
Steinselja til skrauts
Kuzuið er leyst upp í smá
vatni. Þessi vökvi er síðan
hrærður saman við appels-
ínusafann, hrærið stöðugt i
þar til safinn þykknar. Þá má
setja hann saman við rauðbeð-
urnar og með smátt saxaðri
steinselju.
ætlist til að fólk sé með eitthvað handa
manni.“ Hér að neðan er uppskrift að
hnetusteik og rauðbeðum í appelsínu-
sósu sem eru unnar af Helgu Mogen-
sen hjá Maður lifandi og Steinunn
mælir hiklaust með hnetusteikinni.
„Mér finnst hún æðisleg. Það er ekki
langt síðan ég smakkaði hana en
hún er algjör snilld. Kartöflumús úr
sætum kartöflum passar ótrúlega vel
við hnetusteikina. Ég ætla einmitt
að hafa hana með fisknum á aðfanga-
dag og auk þess ætla ég að hafa rauð-
beður í appelsínusósu. Núna er hægt
að kaupa hnetusteik í Maður lifandi
þannig að jólamáltíðin einfaldast
töluvert.“
svanhvit@vbl.is
Btaðið/Frikki
Steinunn Kristinsdóttir:
„Ég varð alltaf veik á aðfangadags-
kvöid eftir svínakjötið og þá hætti ég
í kjötinu.
Hnetusteik
Olía í pott
2 stk. laukur, smátt skorinn
2 stk. kúrbítur
200 gr muldar heslihnetur
200 gr möndlur
xoo-200 gr haframjöl (grófir hafrar) bindur saman steikina
2 msk turmerik
Vi dós af góðri tómatsósu eða tómatkrafti
Salt og pipar eftir þörfum
2 dósir af tómat
Kryddin eru sett saman við olíuna ásamt lauknum og leyft að malla
þar til að laukurinn er orðinn mjúkur. Þá er kúrbíturinn settur saman
við og haldið áfram að steikja.
Nú koma hneturnar saman við og haframjölið. Helmingurinn af hnet-
unum eru muldar og helmingurinn gróft hakkaður. Hræra deigið vel
saman, jafnvel þarf að bæta við olíu þannig að deigið sé blautt en haldist
vel saman. Núna er gott að setja tómatsósuna saman við en hérna má
kannski bæta við haframjöli.
Best er að baka steikina í kökuformi. Nauðsynlegt er að setja smjör-
pappír ofan í formið og deiginu er síðan þjappað vel ofan í.
Bakað í ofni við 160 gráður í 45 mínútur eða þar til að kominn er fal-
legur brúnn litur að ofan.
Dr. Nicolas Catena stofnandi og eigandi Catena Zapata
hefur verið kallaður konungur víngerðarmanna Argentínu
affagtímaritum um matog vín.
Það skiptir engu hvar gripið er niður. Winespectator, Decanter, Advocat, Robert
ParkerJr, Jancis Robinson, Frank OZ, Steingrímur Sigurgeirsson og Þorri
Hringsson, allt eru þetta blöð og blaðamenn í fremstu röð sem skrifa um vín.
Bodega Catena Zapata hefur einnig unnið til flestra þeirra viðurkenninga
sem íslenskir víngagnrýnendur gefa. Vín dagsins, vikunnar, mánaðarins og
ársins.
Allir eru á einu máli um það að Catena Zapata sem framleðir vínin sem um er
fjallað í þessari grein er sá vínframleiðandi sem koma skal vínum frá Argentínu
þangað sem nágrannar þeirra hinu megin við Andesfjöllin eru á. Toppinn á
vinsældarlista vfna.
Gæðalega séð hefur Catena Zapata náð takmarkinu, það er engin spurning.
Argentína er heldur betur búinn að stimpla sig inn á alþjóðavísu og spá menn því
að á komandi árum verði Argentína þar sem Chile er í dag hvað gæði og magn
varðará útfluttu víni.
Þessi frábæra þjóð hefur allt sem til þarf við framleiðslu góðra vlna. Tækni,
þekkingu, framúrskarandi ræktunarsvæði og heimsklassa víngerðarmenn og
konur.
Argentína er í dag fimmta stærsta vínframleiðsluland heims og Catena Zapata
einn stærsti útflytjandi vína.
Þeir sem ekki hafa kynnt sér vín frá þessu frábæra landi ættuð að gera það sem
fyrst og byrja hjá einum afþeim bestu, Dr Nicolas Catena sem framleiðir Argento,
Alamos og Catena.
Þið verðið ekkisvikin afþvl.
Argento Malbec
Djúpur dökkfjólublár litur.
Mjög opið í nefi með kaffi, dökku
súkkulaði og eikarangan. Kraftmikið
vín með miklu þroskuðu berjabragði.
Eftirbragðið er langt og þétt með
sætum tón.
Verö áöur 1.190 kr
Verö nú 990. kr
Alamos Malbec
Þroskað vln, hleypir upp
plómunum og brómberjunum.
Kröftugir tónar af mokka og
kryddi eru einnig áberandi.
Rist kemur fram en þó I hófi svo
að ávöxturinn fær að njóta sin
tilfulls.
Glæsilegt vln, hreinn og beinn
stíll Malbeceinsoghannáað
vera.
Verð f Vfnbúðum 1.290 kr.
Catena Malbec
Fyrsta súper-premium Malbec vlnið
sem kynnt er til sögunnar frá
Argentínu
Catena Malbec er það vin sem ávallt
er notaö til viömiöunar um mjög góð
kaup á argentfnskum vinum. Dökkur
fjólublár liturinn gefur forsmekkin
um það sem koma skal.
Vfnið angar af ferskum blómum og
bragöið er flauelsmjúkt.
Ríkur ferskur ávöxturinn lifir að eilifu I
munni hvers manns sem dreypir á
Catena Malbec.
Verð f Vfnbúðum 1.590 kr.
Alamos Cabernet
Sauvignon
Sýnirfram á mikla möguleika fyrir
þessa klasslsku þrúgu, f háum
hæöum vinhéraðsins Mendoza.
Með djúpum rúbin rauðan lit, býður
vfnið upp á ákafa angan af rauðum
berjum I bland meö tröllatré og
myntu. Bragðið er rfkulegt af
þroskuðum, bragömiklum
rifsberjum og plómu ávexti með
léttum tón af cedrus viö, krydd og
svörtum pipar. Eftirbragðið er i góðu
jafnvægi, flauelsmjúkt.
Verð f Vfnbúðum 1.290 kr.