blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 24
24 I MATUR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaðið
ONDVEGIS-
ELDHÚS ^
RAGGA ÓMARS,
MATREIÐSLUMEISTARA
Jæja, áfram með jólamatarundirbúninginn! Nú var
ég að spá í að fara aðeins yfir meðlætið með jólasteik-
inni. Þó að dósameðlæti sé alltaf ágætt þá er alltaf
skemmtilegra að græja meðlætið sjálfur og ætla ég að
benda á nokkrar hugmyndir. Gamla góða rauðkálið er
algjör nauðsyn fyrir flesta og það er ekkert mál að búa
það til frá grunni, enn skemmtilegra er að leika sér
aðeins og krydda það svolítið upp. Ein aðferðin sem
ég nota er að sjóða fersk trönuber með rauðkálinu því
það gefur því svona ávaxtakeim sem er snilld. Þegar
rauðkál er lagað er það saxað í fína strimla ásamt rauð-
lauki og þetta er síðan svitað í heitum potti í smá olíu
þar til það fer að mýkjast, en má alls ekki brúnast. Þá
er sykrinum, berjunum og vökvanum bætt út í (sjá
uppskrift á eftir) og látið sjóða við vægan hita þar til
nánast allur vökvi er uppurinn. Þá er nauðsynlegt að
smakka til með sykri og sýru þar til rétta jafnvægið er
fengið því að rauðkál á að vera súrsætt.
Annað meðlæti, sem ég get ekki verið án á jólunum,
er eplasalat eða Waldorfsalat eins og það heitir í
gastronomykini. En ef menn ætla að kalla það Waldorf-
salat þá er það salat með eplateningum, léttsoðnum
selleríteningum og valhnetum, dressað upp með
chantilly-sósu sem samanstendur af þeyttum rjóma,
sykri og sítrónusafa. Það er líka bara hægt að kalla
það eplasalat og bæta í það því sem manni langar til.
Þegar ég laga eplasalat fyrir mig og mína þá nota ég
Waldorfsalat-uppskrift og bæti appelsínubitum, fínt
rifnu hvítkáli og smá majónesi við, gasalega gott (læt
uppskrift fylgja hér á eftir).
Eitt meðlæti í viðbót er nýjung fyrir marga og
skemmtileg viðbót við þetta hefðbundna en það er gras-
kersmauk. Mér finnst graskersmauk meiriháttar og
það er ekkert mál að verða sér úti um grasker því flestir
vandaðir stórmarkaðir eru með þetta í grænmetis-
borðum sínum og minnsta mál að laga. Mér finnst
best að skera það í tvennt og skafa steinkjarnann úr,
setja á disk með plastfilmu yfir og setja í örbylgjuofn í
u.þ.b. 20 mínútur þar til graskerið er vel mjúkt. Þá er
allt skafið úr hýðinu og sett í pott með smá smjöri og
kryddað með smá múskati og salti og pipar. Hrært vel
í þar til það verður að grófu mauki, skothelt.
Rauðkál fyrir 8 manns:
1 haus (u.þ.b. 1 kg) rauðkál (saxað I flna strimla)
2stk rauðlaukur (saxaður I fina strimla)
300 trönuber
3 msksykur
2msk púðursykur
2 dl rauðvínsedik
Vrdlportvin
Vi dl rauðvín
Eplasalat fyrir 8 manns:
2 stkgræn epli (skorin I litla bita)
1 stilkur selleri (skorið í litla bita og soðið I vatni f 3 mínúturog kælt)
1 stk appelsina (skræld og skorin I litla bita)
2 dl hvítkál (fíntrifið I rifjárni)
2 dl þeyttur rjómi
1 dlmajónes
2 msksykur
4 msk sítrónusafi
smátt saxaðar valhnetursettar yfir i lokin, ekki blanda saman
Kveðja,
Raggi
KRYDDAÐU TILVERUNA UM JÓLIN MEÐ VÍNUM FRÁ SUDUR ÍTALÍU
CASTELLANI
Castellani fölskyldan kemur frá Flórens á Ítalíu og hefur haft mikil áhrif í borginni allt frá dögum Dante.
Fjölskyldan hefur átt vínekrur og gert vín í yfir 100 ár og hefur í gegnum tíðina öðlast mikla virðingu og
skapað sér nafn fyrir gæði og stöðugleika. (dag er Castellani rekið af þeim tveim bræðrum Pier Giorgio og
Roberto. Castellani á í dag yfir 250 hektara af landi íToscana og að auki vinna þeir með bændum sem eiga
aðra 1000 hektara. Fattoria di Travalda, ÍToscana, er átöppunarverksmiðjan þeirra og þar er geymslurími
fyrirtækisins.
Á síðustu árum hefur Castellani haslað sér völl um alla Ítalíu og bjóða nú uppá vín frá flestum héröðum
landsins. Á (talíu notast víngerðarmenn við yfirgripsmikið gæðaflokkunarkerfi og Castellani er eitt fárra
fyrirtækja sem famleiðir vín í öllum flokkum, frá borðvínum til mjög dýrra gæðavína sem eru eingöngu seld
á uppboðum.
Hér eru tvær tegundir frá Suður ftalíu. Báðar tegundir eru eru skemmtilegar nýjungar í okkar flóru.
NERO D AVOLA SIKILEY, CASTELLANI
Nero d avola þrúgan. Vínið er dökkt á litin, heitt
og mikið með miklu balsamic bragði, ásamt þvi
að vera líflegt og langt. Það er sólríkt, heitt og
bragðmikið - sannkallað miðjarðarhafsvín. Þetta
er vín sem fellur að smekk margra og passar með
nánast öllu sem er dökkt. Vínið er lifand og
margbreytilegt og getur því gengið með léttum
kjötréttum og tapasréttum. Jafnvel mjúkum
ostum.
Heitt!!!
PRIMITIVO DIPUGLI, CASTELLANI
Primitivo eða Zinfandel þrúgan er alltaf mikið
pipruð og það er engin undantekning hér. Vínið
er ávaxtaríkt með áberandi krækiberjum og svo
kemur piparinn og sprengir vínið upp. Það er
ekki langt en gott jafnvægi er í ávextinum, sem
gerir vínið sprelllifand. Þegar kryddað er með
svörtum pipar, hvort sem um fisk eða kjöt er að
ræða, þá er skilda að hugsa til þessa víns.
Piprað!!!
Verö á vínum aðeins 1090,-
Fæstí öllum helstu vínbúðum.
Skál og góða helgi!
Kv, Vínandinn Harry
Lokkandi Ijúffengan hátíðarilm leggurfrá þessari
vönduðu blöndu sérvalinna úrvalskaffibauna.
Hátíðarkaffið er í fullkomnu jafnvægi, hefur fágað
hunangsmjúkt bragð, mikla fyllingu og eftirkeim
af ávöxtum og berjum.
Kaffiáhugafólk ætti ekki að láta þetta kaffi fram
hjá sér fara. Kaffið er í frábæru jafnvægi, með
meðal fyllingu og einstöku eftirbragði. Njótið vel!
Kaffihús:
Laugavegi 24
Smáralind
Verslanir:
Kringlunni
Smáralind
Laugavegi 27
Suðurveri