blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 34
34 I MENNING FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaöiö / dag eru liðin 25 árfrá því að John Lennon var skotinn til bana í New York og verður þessa atburðar minnst um gjörvallan heim í öllum helstufjölmiðlum. Meðal annar erþess vœnst að BBC muni helga daginn minningu hans. Bókaforlagið Skrudda gafnýlega út œvisögu Lennons og hér birtist stuttur kafli úr henni. rjEg varð fyrir skoW' Þann 5. desember fyrir kynning- arherferðina í kringum hina afar réttnefndu Double Fantasy plötu tók Jonathan Cott hjá Rolling Stone viðtal við John, sem var eitt af hans allra síðustu. í viðtalinu leit hann allt aftur tii dagsins þegar hann hitti Paul í fyrsta am. sinn á söfnunar- hátíð kirkjunnar í Woolton. „Það er mynd i öllum Bítlabókunum - mynd af mér í köflóttri skyrtu þar sem ég held á litlum kassa- gítar - og ég er að syngja „Be Bop A Lula“.“ Hugsandi hélt hann á f r a m : .Stundum v e 1 t i r m a ð u r 1 fyrir sér - ^ ég meina, veltir virkilega fyrir sér. Ég veit að við erum okkar eigin gæfu smiðir og að við höfum alltaf val, en hversu margt er ákveðið fyrir- fram? Er alltaf hægt að velja á milli tveggja leiða og eru þær þá báðar ákveðnar fyrirfram? Það gætu verið mörg hundruð leiðir þar sem hver um sig vísar hingað eða þangað. Við höfum val og það er stundum mjög undarlegt." Þremur dögum síðar þegar hann og Yoko voru á leiðinni heim úr stúdíóinu rétt fyrir klukkan 11 að kvöldi beið Mark Chapman fyrir utan Dakota-bygginguna. Þegar John nálgaðist innganginn, setti Chapman sig í skotstöðu, kallaði ,hr. Lennon“, og skaut fimm skotum af skammbyssu. Síðustu orð Johns voru: „Ég varð fyrir skoti.“ „John Lennon hefði ekki verið ósáttur við það hvernig dauða hans bar að, vegna þess að hann gat ekki hugsað sér sjálfan sig gamlan og ónýtan til allra verka,“ var haft eftir William Pobjoy þegar blaðamaður The Times kannaði viðbrögð hans við sviplegu fráfalli Johns, en um- mælin voru birt á forsíðunni næsta dag. Eins og venjulega þegar John Lennon var annars vegar hefði gamli skólastjórinn hans í Quarry Bank ekki getað haft meira rangt fyrir sér. John hafði alltaf verið sólginn í lífið. Hann þráði að lifa löngu og afkasta- miklu lífi, þó hann gæti auðvitað ekki vitað hvað það bæri í skauti sér. Einhverju sinni sagði hann í við- tali að kannski yrði hann farinn að skrifa barnabækur þegar hann væri sextugur: „Mig hefur alltaf langað til að geta gefið öðrum það sem Þytur í laufi og Lísa i undralandi og Gulleyjan gáfu mér þegar ég var sjö og átta ára. Bækurnar sem opnuðu í rauninni fyrir mér alla mína tilveruí öðru viðtali var einu sinni sem oftar vitnað á frekar óviðeigandi hátt í lag eftir Paul og John spurður að því hvað hann héldi að hann yrði að gera þegar hann væri 64 ára. John svaraði: „Ég vona að við verðum indæl lítil hjón og búum einhvers staðar undan ströndum írlands eða eitthvað svoleiðis - og skoðum úrklippubók um hvað við erum klikkuð." Á þessu ári, 2005, hefði John Lennon orðið 65 ára gamall. Skömmu áður en hann dó hafði hann fengið írskan lögmann til að kanna fyrir sig hvort hægt væri að endurnýja leyfið fyrir húsbyggingu á Dorinish, en það gamla var fallið úr gildi. Hver veit hvað hefði getað gerst á þessum 25 árum? Kannsld hefði John vhkilega verið þar núna, gamli sæfarinn loksins kominn aftur í land og sestur að í höll á eyjunni sinni við ystu nöf Evrópu, þar sem hann skrifar ldikkaðar, spenn- andi bækur um sjóræningja, syngur nýja sjóræningjasöngva upp f vindinn og út yfir öldur Atlantshafsins. En nei. í nóvember 1980 samdi John Lennon síðasta lagið sem hann átti nokkurn tíma eftir að syngja. Það vildi svo til að það var líka fyrsta lagið þar sem hann ávarpaði sjálfan sig og engan annan, lag um sjálfsfyrirgefn- ingu. Hann samdi það á kassagítarinn sinn og tók það upp heima hjá sér. Á afar einfaldan hátt, i einu ljúfu erindi, sagði „Dear John“ allt sem segja varð. Dear John Don’t be hard on yourself, Give yourself a break, Life wasn’t meant to be run, The race is over You’ve won. Mikið úrval af listmálaravörum lrJL Pft&ln á* I V*m Vf imiWkhill Járn og gler ehf - Skútuvogur 1 Barkarvogsmegin - S :5858900 Listalagerinn www.jarngler.is Elsku John Lifinu var ekki ætlað að vera Vertu ekki of harður við sjálfan þig, kapphlaup, Taktu þér hvíld, Keppnin er búin Þú vannst. Yrsa Sigurðardóttir - Þriðja táknið Galdrar og glœpir Sjaldan hefur verið eins mildð úrval af íslenskum glæpasögum eins og fyrir jólin í ár og ljóst að mildl sprenging hefur orðið á því sviði skáldsagnargerðar í kjölfar velgengni Arnalds Indriðasonar hér heima og erlendis. Skáldsagan Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðar- dóttur er ein þeirra en óvenjuleg að því leyti að búið var að selja útgáfuréttinn til þrjátíu landa áður en sagan kom út á Islandi. í verk- inu segir frá lögfræðingnum Þóru Guðmundsdóttur sem flækist inn í dularfúllt morðmál þegar þýskur sagnfræðistúdent við Háskóla íslands finnst myrtur í Árnagarði. Fljótlega fer máJið að teygja anga sína inn í hina dimmu afldma galdrafárs á Islandi og meginlandi Evrópu. Þá koma einnig við sögu margar þjóðþekktar persónur á borð við Brynjólf biskup og Árna Magnússon svo fátt eitt sé nefnt. Til aðstoðar Þóru við lausn þessa máls er svo þýskur einkaspæjari að nafni Matthew sérstaldega ráðinn af íjölsleyldu hins látna stúdents. Til að gera langa sögu stutta og án þess að kannsld upp- ljóstra neinu sem gæti mögulega spillt lestri bókarinnar er hér á ferðinni glæpasaga sem tekst á við forvitnilega kafla úr sögu íslands í bland við hverdagsleika nútímans. Bólcin fer vel af stað og heldur manni við efnið framanaf eins og góðra glæpasagna er siður. Þegar lengra er komið inn í verkið dettur eilítið botninn úr því. Fram- vinda verksins verður einfaldlega of hæg m.a. vegna langra samtala og útskýringa sem oít þjóna litlu markmiði hvort sem litið er til persónusköpunar eða sögunnar í heild. Það er helst í persónu Þóru sem sagan helst lifandi ef svo má að orði komast. Fráskilin einstæð tveggja barna móðir. Hvunndagshetja samtímans sem á sama tíma og hún reynir að koma sér áfram í lífinu tekst á við það verkefni að halda fjölskyldunni saman eða öllu heldur þvi sem eftir er af henni. Sagan er þó ekki langdregin í dýpsta skilningi þessa orðs því plottið er vissulega áhuga- vert og heldur manni þoldcalega við efnið. Sögur af galdrakukli og galdrafári hafa alltaf yfir sér ákveðinn þokka og vel til fundið að nota þann mikla efnivið sem finna má í íslandssögunni í glæpasögu af þessu tagi. Því miður nægir það bara ekki til að fleyta verkinu í mark og hún verður hálf kraítlaus þegar upp er staðið. hoskuldur@vbl.is Þriðjatáknið Höfundur-Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi Veröld 1005 Bls.351

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.