blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 21
blaðið FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 99............................................ Efmaður nær að lifa í núinu þá er enginn annar tími til. Þá er maður laus úr viðjum fortíðar og án ótta við framtíðina. Uppskera lífsins er alltafí núinu." Ég var fimmtán ára gamall þegar ég gekk í trotskýistasamtökin, tók þátt í að búa til dreifirit og mætti á fundi og fór á vinnustaði og sagðist ætla að breyta heiminum. Mikið af þessu starfi var bull en það var góður skóli að vera með sér rey ndara fólki. Á þessum tíma tileinkaði ég mér það viðhorf að ég væri gerandi í lífinu en ekki þiggjandi. Þegar ég barðist fyrir réttindum farandverkamanna öðlaðist ég innsýn í íslenskt samfélag. Sá skóli reyndist mér ómetanlegur þegar ég seinna stóð frammi fyrir því sem myndlistarmaður að hvergi væri vettvangur sem tæki við mér. Hvað ætlaði ég þá að gera? Fara í biðröð og bíða eftir því að númerum væri útdeilt hjá listasjóði ríkisins? Ég ákvað að leysa stríðsmanninn úr læðingi og senda hann út af örkinni og berjast fyrir málverkum mínum. Fyrir bragðið er ég mjög sýnilegur og all þekktur myndlistarmaður.“ Þú ert þá mjögsáttur viðferilinn? „Ferill minn hefur verið farsæll að því leyti að ég hef þroskast og breyst og er ekki alltaf að mála sömu myndina. Ég hef átt tímabil þar sem ég hef selt hverja einustu mynd sem ég hef málað en ég hef ekki fest mig i þeirri myndlist heldur haldið áfram að þróast. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að þróast og eina leiðin til þess er að fá að lifa af sinni myndlist. Það er ævistarf að þróast sem myndlistarmaður. Það er ekki áhugamál eða hlutastarf. Um leið og maður þróast sem manneskja á jarðarkringlunniþróast myndirnar með manni. Þetta er ég mjög sáttur við.“ Samspil við náttúruna Fyrir mörgum árum sagði mér þekktur málari að eitt það versta í íslensku myndlistarlífi vœri öfundin og rœtnin sem beindist að málurum sem selja vel. Þú hlýtur að hafa orðið var við þetta viðhorf? „Ég veit að mönnum finnst mismikið til minna verka koma eins og gengur. Ég er þakklátur fyrir þá virðingu sem ég fæ hjá þeim sem kaupa mín verk. Sumir hafa safnað í einhver ár til að geta keypt mynd. 1 því felst fullkomin virðing. En þegar manni gengur vel er eðlilegur hliðarverkur að einhverjir verða óánægðir. Það er ekkert persónulegt við það heldur er hluti af vaxtarflórunni.“ Þú málar náttúrumyndir, er náttúran þér mikils virði? „Náttúran hefur alltaf leikið stórt hlutverk í mínum myndum, eins og í mínu lífi. Svör við öllum spurningum mannanna er að finna í náttúrunni. Lífssýn mín og lífsviðhorf byggjast á samspili við náttúruna. Ég átti frábæra bernsku í sveit þar sem ég fékk að reika um fjöll og firnindi með bræðrum mínum og félögum, nánast í leik. Þetta hafði mikil áhrif á lífsviðhorf mitt. Leitin að Paradís er kannski leit okkar allra á einn eða annan hátt. Hjá mér felst leitin í því að finna svör í náttúrunni. í málverkum mínum skipta litir máli, einfaldir eða fjölbreytilegir og svo er það birtan. Eg er tilfinningalegur málari og þar gegnir birtan lykilhlutverki.“ Þú virkar á mig sem sáttur maður og þú verður örugglega flott gamalmenni. „Ég lít á ellina sem spennandi viðfangsefni. Ef ég fæ að halda heilsunni þá snýst ellin um viðhorf og það skapa ég sjálfur. Ég ber ábyrgð á því hvernig ég horfi á lífið. Það er heldur ekki leiðinlegt að eldast og eiga góða fjölskyldu, kannski verður kominn lítill ættbálkur í kringum okkur svo við Gunný þurfum ekki að horfa einsömul á sólarlagið." kolbrun@vbl.is Síðasti móttökudagur jólapantana er lO.des. Margfeldi aðeins kr,169.-núna! /\§XI0$vöriu I i sti n n ^fiá^JÓIalistinn frír jneðan birgðlr endastl AdCÍÍtÍOriSfatalistinn www.bmagnusson.is Pöntunarsími 555-2866 bm@bmagnusson.is Verslun Jóla og gjafavara I miklu úrvali Flottur fatnaður á alla fjölskylduna á sama verði og erlendis! B.MAGNÚSSON Austurhrauni 3,Gbæ/ KAYS Opið virka daga 10-18, og á morgun lau. 10-18

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.