blaðið - 12.12.2005, Page 10
101 ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blaAÍÖ
Stefnubreyting stuönings-
manna Saddam Hussein
Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hvetja súnníaraba til að taka
þátt í kosningunum síðar í vikunni. Ennfremur vara þeir Al Kaída
við að gera árásir á skotmörk sem tengjast kosningunum.
Stuðningsmenn Saddam Hussein,
sem snérust harkalega gegn þing-
kosningunum í írak í janúar, hafa
kúvent og hvetja nú súnníaraba til
að greiða atkvæði í kosningunum
sem fram fara á fimmtudag. Enn-
fremur vara þeir vígamenn A1 Kaída
við því að gera árásir í tengslum við
kosningarnar.
Skæruliðar í Anbar-héraði í vest-
urhluta landsins þar sem ítök upp-
reisnarmanna hafa verið sterk segj-
ast jafnvel vera tilbúin til að vernda
kjörstaði fyrir vígamönnum sem eru
hliðhollir Abu Musab al-Zarqawi,
leiðtoga A1 Kaída í Irak. 1 stað slag-
orða sem hvetja til heilags stríðs eru
komin kosningaveggspjöld á veggi í
borgunum Ramadi og Fallujah þar
sem uppreisnarmenn hafa haft sterk
ítök. Súnníarabar í þessum borgum
sniðgengu flestir síðustu kosningar
í borgunum tveimur enda hafa upp-
reisnarmenn verið öflugir i þeim.
Pólitískur ávinningur í boði
,Súnniarabar ættu að greiða atkvæði
vegna þess pólitíska ávinnings sem
í boði er. Við höfum dreift bæk-
lingum þar sem fram kemur að A1
Kaída megi eiga okkur á fæti ef
Öryggisvörður gætir kjörgagna fyrir þingkosningar i Irak sem geymd eru f vöruhúsi í
borginni Hilla.
þeir ráðast á kjósendur," segir Ali
Mahmoud, fyrrverandi hershöfð-
ingi í stjórnartíð Baath-flokksins.
Viðvörun Baath-flokksins til A1
Kaída-samtakanna gefur til kynna
að hugsanlega séu leiðir að skilja
með fylkingunum tveimur sem
fram að þessu hafa háð í sameiningu
baráttu sína gegn bandarískum her-
afla í landinu. Það þykir þó vera of
snemmt að lýsa því yfir að um tíma-
mót sé að ræða sem muni draga úr
árásum uppreisnarmanna sem hafa
orðið þúsundum að bana.
Ót: rú lega búðin®
Kringlan • Fjörður • Keflavík
ÁLFASTYTTA
cM®>
FORM
til að teikna eftir
MJUK
LYKLAKIPPU
hundabudda
6X ÞRÍVÍDDARPÚSL
mótorhjól,flugvélar
BARNATÖLVUÚR
margar gerðir
margir litir
LÍMMIÐAR
með broskörlum
Þrír risa
BLÝANTAR
SKORDÝR
í poka
6X ÞRÍVÍDDARPÚSL
með vasaljósi sjóræningja
AUGNLEPPUR
Fimm
SMÁBÍLAR
55318
Vörurnar í þessari auglýsingu kosta frá kr. 45,- til kr. 295,-
Fólk sem mótmælti fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) setti svip sinn á Hong
Kong í gær.
WTO-fundur í Hong Kong hefst á morgun:
Búist við þúsund-
um mótmælenda
Búist er við um 10.000 mótmæl-
endum til Hong Kong á meðan á
fundi Heimsviðskiptastofnunar-
innar (WTO) stendur en hann hefst
á morgun. í gær voru þegar um 3.000
mótmælendur komnir til Hong
Kong og settu þeir svip sinn á borg-
ina með skrautlegum samkomum.
Fulltrúar 150 þjóða, jafnt ríkra sem
fátækra, taka þátt í fundinum sem
er ætlað að hleypa lífi I viðræður um
viðskipti á heimsvísu.
Stuðningsmenn viðræðnanna
segja að viðskiptasamningar gætu
leitt til ávinnings sem næmi millj-
örðum Bandaríkjadala og hugsan-
lega bjargað milljónum manna úr fá-
tækt en andstæðingar þeirra halda
aftur á móti fram að samningar
kæmu einkum ríkari þjóðum til
góða á kostnað þróunarríkja.
Lögregla jók öryggisgæslu í
grennd við ráðstefnuhöllina í Hong
Kong á sunnudag enda hefur ofbeldi
sett mark sitt á fyrri fundum WTO
meðal annars í Cancun og í Seattle.
Richard
Pryor látinn
Gamanleikarinn Richard Pryor lést
á laugardag úr hjartaáfalli á sjúkra-
húsi í Los Angeles. Pryor, sem var
65 ára, gat sér gott orð sem skemmti-
kraftur og kvikmyndaleikari í Holly-
wood. Ferill hans reis hæst á áttunda
og níunda áratug síðustu aldar þegar
hver gamanmyndin á fætur annarri
sem hann lék í sló í gegn. Af frægum
myndum sem Pryor lék í má nefna
Silver Streak og Stir Crazy. Hann
varð fljótlega einn af hæst launuðu
leikurum í Hollywood og fyrirmynd
annarra gamanleikara og skemmti-
krafta svo sem Eddie Murphy og Ar-
senio Hall. Pryor var búinn að vera
með MS-hrörnunarsjúkdóminn
í 20 ár og hafði þar að auki átt við
áfengis- og vímuefnavanda að etja.
Háðfuglinn og gamanleikarinn heims-
frægi Richard Pryor er látinn, 65 ára að
aldri.
Fangar flýja a
stolinni þyrlu
Þrír fangar flúðu á ævintýralegan
hátt úr fangelsi í Aiton I austurhluta
Frakklands á laugardag. Tveir vopn-
aðir menn rændu þyrlu skömmu
fýrir flugtak í bænum Albertville
sem er í grennd við fangelsið. Ræn-
ingjarnir neyddu flugmanninn til
að lenda í fangelsisgarðinum. Þar
stukku fangarnir þrír um borð áður
en þyrlan hóf sig á loft á ný. Fimm-
menningarnir yfirgáfu þyrluna í
grennd við borgina Grenoble og
héldu flóttanum áfram á bíl.
Víðtæk leit var þegar í stað fyrir-
skipuð og vegum lokað í nágrenn-
inu. Vegatálmar voru teknir niður
nokkru síðar þegar sýnt þótti að
mönnunum hefði annað hvort tekist
að komast í burtu eða væru í felum.
Leitin hafði ekki borið árangur síð-
degis í gær.
Einn þremenninganna var í fang-
elsi fyrir eiturlyfjasölu, annar fyrir
vopnað rán og sá þriðji, sem jafn-
framt er talinn hættulegastur, var
sakfelldur fyrir að hafa farið fyrir
hópi manna í ráni. Um 500 fangar
eru í fangelsinu í Aiton sem þó er
aðeins byggt fyrir um 400 fanga.
Það er einkum ætlað gæsluvarð-
haldsföngum og er öryggisviðbún-
aður ekki jafnmikill og í öðrum
fangelsum.
Kaupmannahöfn - La Villa
ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn.
Tölum íslensku.
Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905
______www.lavilla.dk • Geymiðauglýsinguna_