blaðið - 12.12.2005, Side 12
121 BÍLAR
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blaðiö
Rispulagandi
bílalakk
Nissan Murano og aðrir jeppar frá Nissan verða í framtíðinni með„græðandi iakki."
Nissan heldur því fram að fyrir-
tækið hafi þróað bílalakk sem getur
lagað rispur. Hið nýja lakk á að vera
miklu harðara og viðþolsmeira en
áður hefur þekkst og getur einnig
samkvæmt heimildum „grætt“ þær
rispur sem hafa komið í lakk bílsins.
Nýja lakkið kallast „Scratch Guard
Coat“ og er glært hlífðarlakk sem
inniheldur afar teygjanlegt resín
auk þess að vera vatnsþynnanlegt.
Resínið kemur í veg fýrir að rispur
hafi áhrif á innra lag bílalakksins
og dregur þannig úr dýpt þeirra. Að
sögn talsmanna Nissan þá þornar
lakkið mun hraðar en áður hefur
þekkst og nær því fullri hörku mjög
fljótt. Talið er að bílaeigendur geti
lækkað viðgerðarkostnað sinn um
8o% af því sem áður var þegar lakkið
er komið í fulla notkun.
Væntanlegt eftir 2-3 ár
Lakkið virkar þannig að það leggst
yfir bifreiðina og fer ofan í rispurnar
eða sprungur sem fyrir eru i lakk-
inu og endurskapar samtímis jafna
litaráferð á bifreiðinni. Þessi endur-
bygging tekur allt frá sólarhring og
upp að viku eftir því hversu djúpar
rispurnar eru og hversu hár lofthit-
inn er þar sem lökkunin fer fram.
Hver lökkun af þessum toga dugar
í um það bil þrjú ár. Nissan sagði að
hið nýja lakk muni fyrst koma fyrir
sjónir almennings á jeppabifreiðum
frá framleiðandanum en þó er búist
við að slíkt muni ekki verða að veru-
leika fyrr en eftir tvö til þrjú ár.
FLYTUR
Kæri viðskiptavinur.
Skrifstofa, varahlutir og söludeild
vélabúnaðar Merkúrs hafa flutt starfsemi sína.
• Skrifstofa og varahlutir eru að
Malarhöfða 10 (húsnæði Steypustöðvarinnar).
• Söludeild vélbúnaðar er að
Bæjarflöt 4 í Grafarvogi.
Símanúmer eru óbreytt - 594 6000
Við tökum vei á móti þér í nýjum húsakynnum!
blaðið=
TJtam
Meira en 30 Volkswagen bjöllur af 1960 árgerö hófu í gær árlegt 100 kílómetra ferðalag í Bangladesh. Þetta er í sjötta sinn sem þetta
ferðalag er farið og er tilgangurinn sá að reyna að fá Volkswagen bjöllurnar varðveittar sem forngripi svo að komandi kynslóðir geti
notið þeirra. Hætt var að framleiða 1960 árgerðina fyrir nokkrum árum.
Öruggustu
bílarnir verðlaunaðir
Stofnun sem sérhæfir sig í þjóð-
vegaöryggi í Bandaríkjunum
útdeildi nýlega verðlaunum til
þeirra bifreiða sem að þeirra mati
skara fram úr í öryggi. Hvorki
pallbílar né jeppar voru gjald-
gengir til verðlaunanna að þessu
sinni þar sem hliðarárekstrarpróf-
anir á þannig bílum höfðu ekki
verið framkvæmdar á viðunandi
hátt þegar verðlaunaafhendingin
fór fram.
Volvo ekki meðal verðlaunahafa
Tíu bifreiðar hlutu gull- eða silfur-
verðlaun. Af þeim voru fimm fram-
leiddir af systurfyrirtækjunum
Volkswagen og Audi, en bílar þeirra
hlutu allir silfurverðlaun. Á meðal
meðalstórra bíla hlutu Saab 9-3 og
Subaru Legacy gullverðlaun en ein-
ungis einn smábíl hlaut gullið að
þessu sinni, fjögurra dyra Honda
Civic.
Það vakti athygli að nokkrar
bílategundir sem hafa þótt persónu-
gervingar öryggis komust ekki á
listann að þessu sinni. Þar ber fyrst
að nefna Volvo, en Volvo hefur alla
jafna markaðssett bifreiðar sínar
undir öryggisformerkjum. Dan
Johnston, talsmaður Volvo, neitaði
því þó að það væri skortur á öryggi
í Volvo bifreiðunum. Hann sagði að
mismunandi aðferðafræði ætti við
þegar verið væri að kanna öryggi
bíla í svona athugunum og þegar
verið væri að framleiða öruggan bíl.
Eigin öryggisathuganir Volvo sýndu
enda að hans sögn að bifreiðarnar
væru afskaplega öruggar en þær at-
huganir eru að hans sögn miðaðar
við að vernda farþegana í alvöru
árekstrum sem gætu mögulega átt
sér stað í raunveruleikanum. John-
ston sagði ennfremur að þær kring-
umstæður sem gætu leitt til slíkra
árekstra væru mun flóknari en þær
forsendur sem notaðar eru í þeim
árekstraprófunum sem verið var að
veita verðlaun fyrir að þessu sinni.
Tryggir neytendum raun-
hæfan samanburð
Brian O’Neill, forseti stofnunar-
innar sem útdeildi verðlaununum,
sagði að þessi verðlaun þýddu það að
neytendur gætu borið saman kosti
bíla mun hraðar og auðveldar. Allar
þær bifreiðar sem hlutu verðlaun
að þessu sinni eru útbúnar hliðarör-
yggispúðum sem er ætlað að vernda
höfuð þeirra sem eru í bílnum.
Bílaframleiðendum hafði verið
tilkynnt um það fyrr á árinu að
stofnunin ætlaði sér að veita þessar
sérstöku viðurkenningar til þeirra
bílategunda sem best kæmu út úr
öryggisprófunum þeirra. Stofnunin
bauðst auk þess til að framkvæma
forathuganir á hverju því ökutæki
sem framleiðendurnir töldu að gætu
unnið til verðlauna og voru margar
slíkar framkvæmdar án þess þó að
nokkur önnur bifreið af 2006 árgerð
uppfyllti þær kröfur sem gerðar
voru.
ER RAFGEYMIRINN
ÍÓLAGI!
FRÍ RAFGEYMAPRÓFUN OG ÍSETNING
Cúmmívinnnitofan
GÚMMÍVINNUSTOFAN OG POLAR SKIPHOLTI 35
Þeir bílar sem hlutu verðlaun:
Stórir bflar:
Gull: Ford 500
Silfur: Audi A6
Millistórir bflar:
Gull: Saab 9-3
Gull: Subaru Legacy
Silfur: Audi A3
Silfur: Audi A4
Silfur: Chevrolet Malibu
Silfur: Volkswagen Jetta
Silfur: Volkswagen Passat
Smábflar:
Gull: Honda Civic
t.juliusson@vbl.is