blaðið


blaðið - 12.12.2005, Qupperneq 14

blaðið - 12.12.2005, Qupperneq 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. BAUGSLANDIÐ GOÐA Gekk égyfir sjó og land og hitti þar einn gamlan mann. Spurði hann og sagði svo: Hvar átt þú heima? Ég á heima á Baugslandi, Baugslandinu góða. Auðvitað er gott að búa á Baugslandi, ef þú makkar með stjórn- arherranum, Jóni Ásgeiri, og riddurum hans; hinum útvöldu sem geta skammtað sér tekjur og arð af eignum sínum og ann- arra að vild. Riddurum, sem hafa aðgang að svo miklum peningum, að hvorki þá né fylgdarkonum þeirra munar um að henda út tugum millj- óna til í nafni góðgerðar til að fegra brogaða ímynd sína. Áróðursmeistarar stjórnarherrans telja það ugglaust gott fyrir ímyndina að hann gefi 15 milljónir á ári næstu þrjú ár til að mennta ungar stúlkur í fátæku Afríkuríki. Menntun þeirra ætti að draga úr hættunni á því að þær leiðist út í vændi eða fylgdarkonustörf í hinum siðmenntaða heimi, þar sem kampavín og kókaín flýtur, jafnvel í hinum flottustu veislum, sem þær eru keyptar i. Fjölmiðlar stjórnarherrans hafa hampað gjöf hans; finnst hún stórfeng- leg og bera vott um manngæsku. Vonandi nær umhyggjan til daglauna- manna stjórnarherrans, því gjöfin svarar til margfaldra árslauna dag- launamanna, sem njóta ekki einu sinni þeirra mannréttinda að eiga fyrir mat og húsnæði þegar launatékkinn kemur. Að þessu leyti eru daglaunamenn stjórnarherrans verr settir en svartir þrælar í Ameríku forðum daga, því þeir áttu þó ávallt rétt til matar og húsaskjóls. Slíkan rétt hafa daglaunamenn stjórnarherrans ekki. Auðvitað þora þeir ekki að biðja um mannsæmandi laun og engin hætta er á því að verkalýðs- hreyfingin taki þar af skarið. Henni er um megn að semja um annað en námskeið og lagabálka því enginn daglaunamaður getur tekið þátt í baráttu fyrir bættum kjörum vegna skulda við banka nýríku strák- anna, sem hafa milljónir og jafnvel tugi milljóna í tekjur, sem þeir taka gegnum einkahlutafélög sem aldrei borga tekjuskatt. Sannleikurinn er hins vegar sá að gjöf stjórnarherrans svarar varla til mánaðarlauna hans hjá Baugi og því hefði mátt hafa umbúðirnar minni en blaðamannafund og 25 milljóna króna Bentley, sem farið var á í veislu til forsetans á Bessastöðum, sem tók stjórnarherranum og skjaldsveini hans Hreini Loftssyni fagnandi, eftir afhendingu gjafarinnar á fullveld- isdegi gamla Islands. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 5103701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Svartálfar, huldufólk og tröll! Spiderwick-sögurnar hafa farið sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna frá því að þær komu fyrst út fyrir tveimur árum. Þrjú systkini uppgötva ósýnilegan hulduheim þegar þau flytjast með móður sinni í gamalt og skuggalegt hús. Álfar, tröll og hvers kyns furðuskepnur koma við sögu í þessum heillandi nútímaævintýrum. Fyrstu tvær bækurnar í þessum bókaflokki koma út nú en þrjár seinni bækurnar á næsta ári. Frábærlega spennandi og fallegar bækur fyrir börn og unglinga SKRUDDA » - 101 keytJavA I. S52 ttU - ikrudd^ik/uódi-U MM>.arudd«.H 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blaöiö SLAPPADU AF! RAHJÍÍ SA6PÍ EHKrST m> ápiji A'lAGG UFfVÍ m%r VÖW. HfiNN Sflfií)! flp UNMUR Fím VÆR! 0RDÍN WliSS WoRLD r 'A Frítt fyrir alla Enginn grunnskóli í Reykjavík getur gert grein fyrir næringargildi þess mat- ar sem er borinn á borð fyrir börnin okkar í hádeginu og enginn skólanna er með skilgreindar uppskriftir þess eðlis að hægt sé að rekja innihald hráefnis eða tilgreina hver kostnaðurinn er fyrir matarskammtinn. Daglega greiða for- eldrar tæpar 1,3 milljónir fyrir matinn sem börnin borða í skólum Reykjavíkur. Þessar upplýsingar er að finna í úttekt á starfsemi framleiðslueldhúsa í grunn- skólum Reykjavíkur sem Fræðsluráð Reykjavíkur lét gera á síðasta skólaári. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætl- un fyrir árið 2004 kvað Reykjavíkur- borg á um að heitur matur skyldi vera í öllum grunnskólum Reykjavlkurborgar frá og með haustinu 2004. Aðeins tveir skólar hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði. Það er löngu tímabært að vandræða- ganginum varðandi greiðslu fyrir heit- an mat í grunnskólum ljúki. Þegar nýtt „matartímabir hefst (í hverjum mán- uði) eru starfsmenn skóla í kapphlaupi við að finna kvittanir sem staðfesta að greitt hafi verið fyrir börnin á réttum tíma. Þess eru dæmi að börnum hafi verið neitað um mat, eftir að hafa staðið í biðröð með bekkjarfélögunum, vegna þess að kvittun fyrir greiðslu glataðist. Það er erfitt fyrir lítið hjarta að vera vís- að úr röð fyrir framan alla með þeim orðum að mamma og pabbi gleymdu að borga. Oftar en ekki eru matartímarnir á methraða, þannig að fáir njóta stund- arinnar. Það er líka löngu tímabært að hádeg- isverðartíminn sé eðlilegur liður í skóla- starfinu, að máltíðir séu uppeldislegs eðlis og að fullorðnir borði með nemend- um alla daga. Leiðbeina verður börnum um það hvernig ber að haga sér við borð- ið eins og um afslappaða kennslustund sé að ræða. Síðast en ekki síst á matur- inn að vera ókeypis fyrir alla. Foreldrar þeirra barna sem þurfa mest á heitum mat að halda í skólunum hafa oft ekki efni á að greiða fyrir mat- inn og þess eru dæmi að börn séu með lélegt eða ekkert nesti. Það er í takti við nútímann að við greiðum fyrir matinn með skattheimtu á öðrum vettvangi til þess að öll börn í skóla sitji við sama borð. Annað er okkar velmegunarþjóð- félagi til vansa. Mér er kunnugt um að einn skóli í Reykjavík hafi tekið upp á því að gefa öllum nemendum hafra- graut á morgnana í ljósi þess hversu van- nærð börnin mættu i skólann. Árang- urinn lét ekki á sér standa. Mun meiri Þorgrímur Þráinsson sátt og vinnufriður ríkir nú í skólanum enda allir vel mettir. Kostnaðurinn við hvern skammt af hafragraut nemur um 2 krónum. I ljósi þess að börnum yfir kjörþyngd og of feitum börnum fjölgar er löngu tímabært að grípa í taumana. Næringa- ríkur matur í skólum, börnum að kostn- aðarlausu er eitt skref af mörg hundruð til að bæta heilbrigði þjóðarinnar. í ofangreindri úttekt kom fram að þegar á heildina er litið er of lítill „stór- eldhúshugsunargangur“ í rekstri eld- húsa grunnskólanna. Plássleysi ásamt tækjaskorti og óheppilegu tækjavali hamlar stundum ákveðinni starfsemi í mörgum skólum. Slíkt hefur bein áhrif á samsetningu matseðlanna og ákveðin ringulreið ríkir í of mörgum eldhúsanna. Eftirtaldar staðreyndir er að finna (úttektinni: • (13% skólanna eru undir 70% nemenda í hádegismat, þar af fjórir skólar með 40% þátt- töku eða minni. • 117% skólanna borða kennarar með nem- endum og að auki borða 39% kennara með yngri nemendum, oftast 1.-4. bekk. • 39% yfirmanna eldhúsanna eru meðvitað- ir um innihald bæklings um innra eftirlit frá Umhverfisstofnun. • ENGIN gögn voru til frá heilbrigðiseftirlit- inu (Umhverfisstofu) varðandi hugsanlegar athugasemdir - jafnvel þótt EKKERT eldhús- anna uppfyllti ákvæði innra eftirlits að fullu. Heilbrigðiseftirlit hafði aðeins gert athuga- semd f einum skóla. Þá var ekki búið að fylla í heilsufarsskýrslur starfsmanna. • 39% matreiðslumanna segja að EKKI sé virkt innra eftirlit ( elhúsinu samkvæmt ákvæðum i reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. • (78% tilvika er matur starfsmanna borinn fram í starfsmannamatsal. • (65% tilvika fá yfirmenn eldhúsanna engar upplýsingar um hve mikið er verslað fyrir að meðaltali á mánuði eða önn. • 96% matreiðslumanna nota ekki fyrirfram skilgreindar uppskriftir. • 52% matreiðslumanna telja að aðstaða varðandi húsnæði og tækjabúnað sé ekki við- unandi hvað varðar vinnu-tæknileg atriði. • 65% taka mið af ráðleggingum í bókinni Handbók fyrir skólamötuneyti við gerð mat- seðla. • (87% tilvika er ekkert samstarf á milli heim- ilsfræðikennara og skólaeldhúss. • (9% tilvika hefur verið gerð markviss könn- un á því hvað matargestum finnst um mat- inn. Ókeypis matur fyrir öll grunnskóla- börn á landinu ætti að vera forgangs- verk þeirra sem bjóða sig fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Höfundur er rithöfundur Klippt & skoríð kUpptogskorid@vbl.is Mú þykir Ijóst að Dagur B. Eggerts- son ætli sér að verða næsta borgar- stjóraefni Sam- fylkingarinnar, en hann gekk loksins í flokkinn fyrir helgi, eins og fram kom í Blaðinu. Innan Samfylking- arinnar er á allra vitorði að bæði Steinunn V. Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein eru mjög ósátt við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nánast grátbað Dag opin- berlega í grein í Morgunblaðinu um að fara í framboð gegn þeim. Ingibjörg var nefnilega manneskjan á bak við framboð Stefáns Jóns ( borgarstjórn þegar þurfti að losna við Helga Hjörvar á s(num tima, en sveik hann þegar velja átti borgarstjóra eftir að Þórólfur Árna- son hætti. (staðinn studdi hún Steinunni, sem hún er nú lika búin að svíkja fyrir Dag. Sjálf- stæðismenn í borglnni henda gaman að þessu og segja að það sé í stíl við hringlandahátt for- manns Samfylkingarinnar á öðrum sviðum að hún sé nú búin að styðja þrjú borgarstjóraefni á minna en einu kjörtímabili - og ganga frá einum borgarstjóra. Pessa dagana tíðkast nokkuð að fara í göngurtil þess að láta skoðanir í Ijós. Þannig lögðu aldraðir og öryrkjar það á sig á föstudag að ganga frá Hallgrímskirkju niður að Alþingi til þess að vekja athygli á velferðarskýrslu Stefáns Ólafssonar. Hunda- eigendur gengu fyrir nokkru ásamt skjólstæð- ingum sfnum frá Hlemmi niður að Ráðhúsi til þess að minna s(n mál. Um daginn gengu á hinn bóginn samkynhneigðir að Alþingi til þess að fagna áformuðum réttarbótum sínum. Þeir lögðu hins vegar ekki jafnmikið á sig, því þeir nenntu ekki að ganga lengra en frá Lauga- vegi2. Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrr- verandi framkvæmdastýra Jafnrétt- isstofu, vann á dögum mál sitt gegn Árna Magnússyni, félagsmála- ráðherra, eins og frægt er orðið. DV greindi frá þessu líkt og aðrir fjölmlðlar, en varekkial- " veg að átta sig á persónum og leikendum. Með frétt- inni birtist nefnilega mynd afValgerði Bjarnadóttur framkvæmdastjórnar- manni (Samfylkingunni og pistlahöfundi í Fréttablaðinu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.