blaðið - 12.12.2005, Síða 17

blaðið - 12.12.2005, Síða 17
blaðið MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 JÓLABLAÐ I 25 Jólastjarnan er ekki hœttuleg Tími til kominn að þettafallega blóm njóti sannmœlis Fá blóm fara betur á uppdúkuðu borði í desember en jólastjarnan víð- fræga með sín skærrauðu blöð. Hún er enda vinsæl eftir því, en hins vegar vill bregða við að jólastjarnan njóti ekki fullkomins sannmælis meðal blómaunnenda. Um hana ganga víða svæsnar sögur sem hafa jafnvel orðið til þess að fólk hikar við að bjóða henni heim yfir hátíðarnar. Hún er sögð eitruð og jafnvel hættuleg fyrir dýr, menn og aðrar plöntur. Steinar Björgvinsson hjá blómaverkstæðinu Blómálfinum við Vesturgötu segir hins vegar lítið til í því. „Jólastjarnan er ekki eitruð þannig, nema maður beinlínis leggi sér hana til munns í einhverju magni. Það eru ýmsar sögur í gangi um jólastjörn- una, en þær eru bara flökkusögur. Staðreyndin er sú að hún er býsna meinlaus planta,“ segir Steinar. Jóla- stjarnan er að hans sögn af svokall- aðri mjólkurjurtaætt, en fjölskyldu- meðlimir þar hafa allir inni í sér eitraðan safa sem er ertandi fyrir slímhúðina, þá sérstaklega augun. Haldi maður safanum hins vegar frá viðkvæmum stöðum er lítið að ótt- ast. Hvað gæludýr heimilisins varðar telur Steinar að þau hafi lítið að ótt- ast. „Ég hef aldrei heyrt um að dýr hafi borið skaða af jólastjörnu. Dýrin vita yfirleitt hvað þau eiga að forðast og ef þau smakka lítillega á henni er ekki líklegt að þau geri það aftur, enda safinn beiskur." Ógnar ekki öðrum plöntum Önnur goðsögn tengd jólastjörnunni er að mikil ógæfa geti stafað af sam- ney ti hennar við aðrar plöntur - fólki er jafnvel ráðlagt að koma henni ekki fyrir í sama herbergi og öðrum. „Nei, það er fjarri sannleikanum. Jóla- stjörnunni kemur vel saman við aðrar plöntur og það er ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana jafnvel í potti með þeim. Staðreyndin er að jólastjarna er ein mest selda potta- plantan á landinu, selst í þúsundatali fyrir jólin og enn hefur ekki heyrst af neinum vandamálum henni tengdri." Þó jólastjarnan sé líklega þekktust fyrir fallega rauða litinn er hún til í fleiri útfærslum og litum, s.s. hvítum og bleikum. Jólastjarnan er skamm- degisplanta ættuð frá Mexíkó og þarf stuttan dag til að geta blómstrað. Steinar segir hana harðgerða, en þó þurfi að passa að hún ofkælist ekki. Það sé gert með því að vökva hana ávallt með volgu vatni og gæta sér- staklega að því þegar hún er flutt heim úr blómabúð. „Hún þolir alls ekki frost og líður best í hita á bilinu 17-24°C. Ef kalt er í veðri þegar hún er keypt verður að pakka henni inn fyrir heimferðina, annars fara blöðin fljótlega að detta af eitt og eitt, líkt og margir þekkja. Annars eru ýmsar aðrar plöntutegundir sem tengjast jólum sem fólk mætti að ósekju skoða, þar má nefna jólakaktusinn og ýmsar skammdegisplöntur eins og riddarastjörnu og goðalijuna.“ haukur@vbl.is VDO - Borgartún 36 - S:588-9747- verslun@vdo.is - www.vdo.is bl 1 ð E L= Skiptiborð Auglýsingadeitd Smáauglýsingar 510-3700 510-3744 510-3737 Catan - Borgir og riddarar er ævintýraleg viðbót við grunnspilið sem stækkar spilið og gerir það flóknara. Þetta er viðbót fyrir slinga spilara sem vilja spila mikið og lengi. Catan - Sæfararnir er viðbót sem bætir við grunnspilið. Fyrir þá sem vilja meira. VIOBÓT ‘fyrir 5 cða 6 þátttakendur Catan - Viðbót við grunnspilið, með henni geta tveir (viðbót spilað, Catan Landnemarnir. Þetta er klassíska grunnspilið sem fjórir geta spilað í einu. Catan er auðvelt að læra, en það krefst útsjónarsemi og dirfsku af spilurunum. Catan er spil fyrir alla aldurshópa sem fjölskyldan getur semeinast um. 1S miHjónir í Evrópu CATAN Klaus Teuber SPIL SEM BRÚAR KYNSLÓÐABIL SjeiakarmR

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.