blaðið - 12.12.2005, Síða 29

blaðið - 12.12.2005, Síða 29
blaðiö MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 DAGSKRA I 37 Jennifer Lope sendir vöggu gjöf til fyrr- verandi Leikkonan Jennifer Lopez sendi gjöf til Ben Affleck sem hún var trúlofuð á síðasta ári. Kona Affleck, Jennifer Garner, eignaðist stúlku fyrr í mánuðinum og Lopez sendi parinu gjafakörfu fyrir barnið. Jennifer er nú gift söngvaranum Marc Anthony. f Blur vinnur að nýrri plötu Meðlimir hijómsveitarinnar Blur hafa ákveðið að þeir ætli að gera aðra plötu saman. Bassaleikari hljómsveitarinnar hefur sagt að hijómsveitin ætli að hittast í hljóðveri í mánuðinum. Hann sagði að það væri reyndar ekki alltaf gaman að hitta Damon Albarn og Dave Rowntree. „Það er eins og fjölskyldan sé að hittast fyrir jólin. Það er frábært að við getum allir hist þó að ég viti ekki hvort við verðum eins miklir vinir eftir tökurnar. Við munum þó nota jólin í upptökur," sagði James, bassaieikari Blur. Heiða er með þáttinn Næturvörðurinn á Rás 2. Sirkus - Fashion Television - kl. Á síðustu 20 árum hefur enginn annar þáttur kynnt nýjustu tískuna jafn glæsilega og Fashion Tele- vision hefur gert. Hvort sem það eru nýjustu fötin, þotuliðið í salnum eða lætin á bak við tjöldin, þá sérð þú það fyrst hér í Fashion Television og það á fremsta bekk. Stöð 2 - Ýou Are What You Eat - kl. 21:25 Óhollt mataræði er eitt helsta h e i 1 s u - vandamál fólks á Vest- urlöndum. D o k t o r G i 1 1 i a n McKeith er sérfræðingur á þessu sviði og hefur komið mörgum til aðstoðar. { þáttaröðinni sjáum við hana hjálpa fólki úr miklum ógöngum. ...œvisögufikla Sjónvarpið - Karen Blixen - Æv- intýraleg örlög - kl. 20.55 Ævintýraleg ör- lög er yfirskrift þessarar nýju dönsku heim- ildamyndar um viðburðaríka ævi rithöfundarins Karen Blixen. Þar gefur að líta mikið af gömlum myndum og við- töi við fólk sem var nákomið Karen Blixen en myndin var tekin upp í Ke- nýa, Bandaríkjunum og Danmörku. Saga Karen Blixen er saga af konu sem naut velgengni, var sterk og sjálfstæð og kærði sig kollótta um viðteknar venjur. 20.30 Hvernig hefurðu það í dag? „Ég er alveg rosalega svöng og er á leiðinni að fá mér eitthvað að borða. Ég borðaði síðast fyrir sex klukkutímum. Fyrir utan það líður mér mjög vel." Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? „Ég held að það allra fyrsta sem ég gerði í fjölmiðlum var þegar ég byrjaði að vinna á Rás 2 árið 2002 en þá var ég með Næturvaktina á Rás 2. Ég hef verið í því reyndar með smá hléi og er nú bæði með Næturvaktina og sé um unglingaþáttinn Ungmennafélagið sem ég tók við í sept- ember 2005." Hvernig líkar þér að vinna í útvarpi? „Mér finnst það alveg eins og að drekka vatn. Ég hafði reynslu af því að tala í útvarpi en var þá frekar í viðtölum þannig að ég var ekkert hrædd við hljóðnema eða neitt slíkt. Það sem mér fannst erfiðast þegar ég var að byrja að vinna í útvarpi var að ég þurfti að læra mikið af tækniatriðum hratt af því að það er ekki neinn tæknimaður með manni í útsend- ingum. Um leið og ég var komin yfir þá þyrjunarörðugleika þá finnst mér það eins og að drekka vatn eða draga andann, þetta eru einhver mænuviðbrögð." Langaði þig að verða útvarpsmaður þegar þú varst lítil? „Ég hafði ekki leitt hugann að því en ég man að mig langaði að vera með þátt í sjónvarpi sem sýndi myndbönd. Það var einn af draumunum og ég hef ekki gefið þann draum upp. Ég verð örugglega einhvern tímann með þátt í sjónvarþi sem sýnir myndbönd." Er vinnan í útvarpi öðruvísi en þú hefð- ir búistvið? „Það er f fleiri horn að líta en bara það sem maður segir og lögin sem maður spilar. Það kom mér rosalega á óvart þegar ég þyrjaði að vinna (Næturverðinum hvað það eru margir sem hringja inn og senda tölvupóst. Það erfullt affólki sem vill í alvöru hafa mikið með það að segja hvern- ig dagskráin á að vera. Sumir hringja bara til þess að kjafta og það má segja að það séu fastir kúnnar. Álagið er miklu meira og maður er ekki bara að dúlla sér. Þetta er svolítið eins og að vera í ræktinni í fjóra tíma, maður hleypur á milli laga og er stanslaust að leita að lögum." ' Hver finnst þér kynþokkafyllsta/-fyllsti fréttakonan eða -maðurinn? Spurning Karl Sigurjónsson Ég hef nú ekkert spáð í það. Hjördís Sigmundsdóttir Bogi Ágústsson, mér finnst hann ofsalega myndarlegur. írisRún Gunnarsdóttir Ætli það sé ekki Logi. Garðar Sigurðsson Elfn Hirst. Halldóra Hallgrímsdóttir Það er Logi. Stefnir Snorrason Fallegust er alla vega hún Inga Lind. Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? „Það allra allra besta sem ég held að hafi nokkurn tíma verið gert á Tslandi er Popp- punktur. Ég held að ég hafi aldrei misst af þætti og verð alveg eyðilögð ef ég sé það ekki þegar það er sýnt í fyrsta skipti Blaðið/SteinarHugi en reyni þá að horfa á endursýninguna. Annars horfi ég á gamanefni og nýjasta dellan mín er Little Britain. Það eru bestu grínþættirnir sem ég hef séð síðan Monty Python. Ég var mikill aðdáandi Flying Cir- kus þáttanna og horfði á þá á video." Skráðu bílinn á www.bilamarkadurinn.is 46 S * ‘‘frjfrfMnnrr Hvað er það vandræðalegasta sem hef- ur gerst fyrir þig í útsendingu? „Til dæmis kom það fyrir mig um daginn að ég mundi ekki hvað hljómsveitin Jack Black Joe hét. Ég var að tala um Pál Rósin- krans og var að tala um sólóferil hans. Það eru svona meinlokur sem maður má ekki taka of alvarlega og maður má alls ekki taka sjálfan sig of alvarlega því það er ekk- ert samasemmerki á milli þess að vinna í útvarpi og að vera alvitur." Hver myndirðu vilja að væri síðasta spurningin í þessu viðtali? „Viltu fimm platna útgáfusamning og þú mátt gera nákvæmlega það sem þú vilt og ég borga þérfimmtíu milljónir fyrirfram?" „Já takk."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.