blaðið


blaðið - 12.12.2005, Qupperneq 30

blaðið - 12.12.2005, Qupperneq 30
38IFÓLK MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blaðiö SMÁ borgarínn BREYTTIR TÍMAR Smáborgannn var að skrifa jólakort um helgina og áttaði sig á því að skriftin hans er næstum orðin ólæsileg. Þetta er kannski ekkert skrítið því Smáborgar- inn vinnur eins og margir við tölvu allan liðlangan daginn og er næstum hættur að skrifa upp á gamla mátann. Ekki nóg með það að skriftin sé slæm heldur lend- ir hann oft f því að færa tölvuhugsunina f raunveruleikann. Þannig finnst honum oft mjög óþægilegt þegar hann getur ekki ýtt á „copy" og „paste" skipanir til að lagfæra hluti sem hann hefur gert f raunveruleikanum eða hætta við eða „undo" þegarhann gerir mistök. Smáborgarinn rifjar það oft upp hvernig lífið hafi verið hér áður þegar tæknin var ekki jafn langt á veg komin. Þegar ritvélar voru notaðar og tvígera þurfti hlutina, skrifa textann og vélrita hann svo, þegar ekki var hægt að senda tölvupóst og ekki auðveldlega hægt að skoða hvað var að gerast úti í heimi eins og í dag er hægt með því að nota Inter- netið. Þó Smáborgaranum finnist skrftið til þess að hugsa að einu sinni hafi ekki verið til farsímar þá minnist hann þess að hann var einn af þeim sem ætlaði aldrei að fá sér farsíma þvf honum fannst það vera sýndarmennska. Nú brosir hann út í annað þegar hann minnist þess þegar stimplað var í bækurnar á bókasafninu og upphæðin slegin inn í kassana þeg- ar verslað var í stórmörkuðum en ekki skönnuð eins og í dag. Það sem Smáborgaranum finnst skrít- ið er hversu fljót við erum að aðlagast nýjungunumog gleyma því sem við höf- um nýlega hætt að nota. Hann áttaði sig á þessu um daginn þegar hann pantaði flugmiða fyrir móður sína á Internetinu og hún trúði því ekki að miðinn væri pant- aður af því að hún hafði hann ekki í hönd- unum og spurði í sífellu hvort Smáborgar- inn hefði örugglega pantað hann. Smáborgarinn veltir því líka fyrir sér hvernig hlutirnir hafi verið framkvæmdir héráðurfyrroggeturekkiannaðenhugs- að til þess hversu hlutirnir hafi verið flókn- irog gengið hægt fyrirsig. Honum finnst skrítið til þess að hugsa að í framtíðinni verði margt sem við gerum í dag orðið úrelt og þá verði hugsað til fortfðar og hlegið að því sem nú er gert. Þá þarf fólk sennilega ekki einu sinni að fara í versl- anir og ná í vörurnar sjálft, því þá þarf ekki annað en að stinga korti í rauf við innganginn og þá hefjast tölvur handa við að velja það sem vantar. Smáborgar- inn fær hroll þegar hann hugsar til þess að hann eigi sjálfur eftir að vera í þeim sporum að eiga erfitt með að tileinka sér nýjungarnar. BlaÖiÖ/Steinar Hugi HVAÐ FINNST ÞER? Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélags íslands. Hvað finnst þér um Miss World? „Femínistar hafa meðal annars gagnrýnt fegurðarsamkeppnir vegna þess að þær virkja þjóðina í þvi að búa til einhvern staðal, ákveðinn útlitsstaðal. Einnig við- halda þær því hlutverki kvenna að þær eigi að vera skrautminjar í samfélaginu. Að því leytinu til lýst mér illa á Miss World keppnina. Hvað varðar Miss World sjálfa, þá þekki ég hana ekki neitt. Þetta er örugglega besta stelpa en gagnrýni á keppnina beinist ekki að keppendunum sjálfum, fyrir utan það að með því að taka þátt eru þær að viðhalda vissu hlutverki kvenna. Það væri auðvitað voða gaman ef þessar keppnir myndu leggjast af einfaldlega af þeirri ástæðu að konur vildu ekki taka þátt. Það er fint að Unni Birnu gangi vel í því sem hún tekur sér fyrir hendur, en það hefði verið gaman ef það væri á öðrum vettvangi.“ Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var krýnd Miss Worid 2005 í Kína á föstudaginn. Naomi Watts i King Kong án þess að lesa handritið Leikkonan Naomi Watts hefur sagst hafa tekið hlutverkið í myndinni King Kong án þess að lesa handritið. Hún sagðist hafa samþykkt hlutverk- ið þegar hún heyrði að Peter Jackson væri leikstjóri. Naomi leikur Ann Darrow í myndinni en hlutverkið var í höndum Fay Ray í upprunalegu útgáfu myndarinnar sem kom út árið 1933. „Ég var yfir mig spennt að fara að hitta Peter Jackson þó að ekkert handrit hafi verið til staðar. En þegar ég loks las yfir handritið þá uppgötvaði ég að hlutverkið væri öðruvísi en allt sem ég hef gert áður,“ sagði Naomi. Myndin King Kong kemur í kvik- myndahús í desember. Victoria Beckham í X Factor Söngkonan Victoria Beckham mun taka við af Louis Walsh í þáttunum sen dómari í X Factor á næsta ári. Hún hefur ákveðið að taka tilboðinu sem hljóðar upp á 1 milljón punda en Louis Walsh segist hafa fengið nóg af því að vera dómari í þáttunum. Simon Cowell, framleiðandi þáttanna, sagði: „Ég á eftir að elska að vera dómari með Victoriu. Hún er hnyttin og gerir óspart grín að sjálfri sér. Ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir áhorfendur þáttanna ^ til að sjá hver hún virkilega er.“ Narnia írumsýnd Mikið af frægu fólki var viðstatt frumsýningu á myndinni Narnia, the Lion, the Witch and the Wardrobe. Þar voru meðal annars leikarar myndarinnar Tilda Swinton, James McAvoy, Dawn French og Ray Winstone. Aðallinn var líka mættur á svæðið og má þar nefna Charles prins og hertogaynjuna af Corn- wall. Royal Albert Hall var gert að íshöll í samræmi við sögu CS Lewis og blár dregill var notaður í stað rauðs sem venjan er að nota. Myndin fjallar um Pevensie börnin sem uppgötva fataskáp sem er inngangur að frosna töfralandinu. Tilda Swinton, sem leikur hvitu nornina, var sjálf yfir sig hrifin af myndinni. eftir Jim Unger HEYRST HEFUR... Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra, var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils á Stöð 2 og ræddu þessir tveir gömlu A 1 þ ý ð u - blaðsmenn h e i m a og geima. Helst tíð- inda var þó það að Jón Bald- vin svaraði loks spurn- ingu um það hvort hann væri á leið inn í pólitík. Af svörunum varð ekki annað ráðið en að það teldi hann fjarlægan kost, enda kvaðst hann hafa miklar mætur á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Sam- fylkingarinnar. Hins vegar kvaðst hann ekki mundu víkja sér undan því að vinna fyrir Samfylkinguna ef eftir þvi yrði leitað, þannig að ekki er öll nótt úti enn um endurkomuna... Ekki var Jón Baldvin heldur á því að stanslaust fylgistap í skoðanakönnunum væri eitt- hvert vandamál. Hann minnti á að á sínum blómatíma hefði fylgi Al- þýðuflokksins rokkað frá 3% upp í 30% og yfirleitt mælst minnst þegar hann hefði verið að standa sig hvað best, svona eftir á að hyggja! Miðað við fylgistap Samfylkingar- innar undanfarna sex mánuði mun fylgi hennar mælast 3% í september á næsta ári... Hátíðartónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar síðast- liðinn fimmtudag þóttu takast með ágætum, en hins vegar hefur mikill kurr orðið um umgjörðina, þar sem herra Ólafur Ragnar Grímsson og KB-banki voru gestgjafar ásamt Sinfóníunni. Almenningur átti þess ekki kost að komast á tón- leikana, heldur einvörðungu út- valdir boðsgestir, sem að sögn voru hinn nýi íslenski aðall. 1 DV tætti Eiríkur Jónsson þessa hneigð sundur og saman í háði, leiðari Fréttablaðsins deildi hart á forsetann fyrir alls kyns hégóma og flottræfilshátt, en í Lesbók Morgunblaðsins var Jónas Sen, tónlistargagnrýn- andi, jafnvel enn brúnaþyngri. Hann sagði tónleikana ekki að- eins tímaskekkju, heldur einn- ig smekkleysu, sem forsetinn hefði kórónað með því að leiða barónessu frá Englandi með sér á tónleikana... Eins og greint var frá í Sunn- lenska fréttablaðinu í lið- inni viku og vitnað var í hér í Blaðinu hafa ýmsir sjálfstæð- ismenn í sveitarfélaginu Ár- borg leitað eftir því hjá Eyþóri Arnalds, að hann gefi kost á sér í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor. Hann mun hins vegar hafa tekið sér umhugsunarfrest og spennan eykst. Þingmenn á Suðurlandi munu hafa snúist á þessa sveif undanfarna daga, ekki síst vegna þess að þeir ótt- ast að ella etji Eyþór kappi við þá í prófkjöri fyrir þingkosning- arnar 2007 Einu sinni fékk ég fímmþúsundkall í þjórfé.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.