blaðið - 10.01.2006, Qupperneq 6
6 I INWLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 blaóió
Straumur-Burðarás:
Selur hlut
sinn í Illum
Baugur Group hefur náð sam-
komulagi við Straum-Burðarás
(SB) um kaup á eignarhlutum
þess síðarnefnda í óskráðum
félögum. Um er að ræða félög
á borð við Illum, verslanakeðj-
unnar Iceland og Magasin Du
Nord svo fátt eitt sé nefnt. Þetta
kom fram í fréttaskeyti frá SB
í gær. Þá kemur einnig fram að
bankinn muni innleysa á fyrsta
ársfjórðungi 2006 um þrjá millj-
arða í hagnað vegna sölunnar.
Viðskipti:
Atorka kaupir
Atorka Group hefur keypt um 6,34%
í breska iðnfyrirtækinu Romag
Holdings. Um var að ræða 1.490.000
hluti í Romag en fyrirtækið fram-
leiðir meðal annars gler og húðunar-
vörur fyrir öryggishurðir og glugga.
Bankarnir
Samruni Landsbanka og
Straums ekki á dagskrá
BlaÖiÖ/Gúndi
Salan á hlut Straums-Burðaráss í
Islandsbanka kann að greiða fyrir sam-
einingu Landsbankans og Straums, en
SKIPULAG
Skápar
á brautum
Hámarks nýting á plássi
Leitið
tilboða
Skjalaskápar
Læstir
fataskápar
fyrir vinnustaói
og skóla
Margar stæröir og gerðir!
Gæði og gott verð!
100 cm
Geymsluskápar
200 cm
ÍSOldehf.
Nethyl 3-3a -110 Reykjavík
Sími 5353600- Fax 5673609
www.isold.is
www.hillur.is
heimildir Blaðsins herma að slíkt sé
ekki á dagskrá. Eiginíjárstaða Straums
hefúr styrkst gífúrlega við söluna og
á næstunni verður áhersla lögð á það
að efla starfsemi bankanna á erlendri
grundu.
Ýmsir sérfræðingar í viðskiptalíf-
inu hafa velt upp þeim möguleika að
Landsbankinn og Straumur sameinist
nú eftir að Straumur losaði megnið af
bréfúm sínum í íslandsbanka. Slíkt
myndi á einu bretti skapa afar sterkan
banka, ekki aðeins á íslenska vísu
heldur alþjóðlega. „í þeim metingi,
sem er á milh íslensku bankanna, væri
það örugglega freistandi," sagði sér-
ffæðingur hjá einum af keppinautum
Landsbankans.
Heimildir Blaðsins herma á hinn bóg-
inn, að slíkt sé ekki á döfmni. „Lands-
bankinn hefúr í nógu að snúast við að
samtvinna starfsemi þeirra verðbréfa-
fyrirtækja, sem bankinn hefur verið
að kaupa ytra og það eru engar knýj-
andi ástæður til þess að eyða næstu 18
mánuðum í sameiningarferli. Lands-
bankinn og Straumur eru að gera góða
hluti hvor í sínu lagi og er styrkur hver
að öðrum.“ Jafnframt benti hann á að
bönkunum kynni vel að takast að efla
sig á næstu tveimur árum á þann hátt
sem ella næðist með sameiningu. ■
RETTUR
DAGSINS
fiskur eða kjöt
laugardaga 10.00-18.00
CAFÉADESSO
2. hæð í Smáralind v/Vetrargarðinn
sunnudaga 11.30-18.00
Sími 544 2332
www.adesso.is
Samfylkingin:
Engar orkufram-
kvæmdir á Þjórs-
árverasvæðinu
Þingflokkur Samfylkingar kom
saman í gær þar sem ályktað var
um friðun Þjórsárvera. Þar kemur
fram að í kjölfar úrskurðar umhverf-
isráðherra, þar sem hann hafnaði
skipulagstillögu samvinnunefndar
miðhálendisins, séu öll framkvæmd-
aráform á svæðinu komin á byrjun-
arreit. Þingflokkurinn telur einnig
að undanfarin misseri hafi komið
fram gögn og upplýsingar sem
breyta í grundvallar-
atriðum þeim forsendum sem litið
var til þegar Alþingi samþykkti
að veita iðnaðarráðherra heimild
til að leyfa Norðlingaölduveitu.
Þess vegna telur þingflokkurinn
að hætta eigi við öll áform um
orkuframkvæmdir á Þjórsárvera-
svæðinu og ítrekar ályktun síðasta
landsfundar um verulega stækkun
friðlandsins. Flokkurinn mun taka
málið upp á Alþingi um leið og það
kemur saman aftur eftir jólaleyfi.
Einnig mun Samfylkingin beita
sér fyrir því að Þjórsárver verði
sett á heimsminjaskrá UNESCO.
Hörpudiskur:
Stofnstærð
minnkar
Stofnvísitala hörpudisks dróst
saman um 30% árið 2005 miðað
við árið á undan. Þetta kemur
fram í niðurstöðu stofnmælinga
Hafrannsóknastofnunar á hörpu-
diski í Breiðafirði. Stofnstærð
hörpudisks hefur verið að dragast
saman á undanförnum áratug og
nú er svo komið að hún er aðeins
20% af viðmiðunarstærð stofnsins.
Talið er að frumdýrasýking eigi
mestan þátt í minnkun stofnsins.
íslandsbanki:
Bjart
framundan
Útlit er fyrir jákvæða þróun á inn-
lendum hlutabréfamarkaði og
úrvalsvísitalan gæti hækkað um
allt að 20% á árinu. Þetta kemur
fram f afkomuspá greiningardeildar
íslandsbanka fyrir árið 2006. Sam-
kvæmt spánni er útlitið almennt
bjart en ofþensla gæti sett strik í
reikninginn. Eitthvað mun þó draga
úr ávöxtun á hlutabréfamarkaði
sé miðað við undangengin þrjú
ár. Þá gerir spáin ráð fyrir því að
krónan muni veikjast á árinu og
stýrivextir muni hækka um eitt
prósentustig frá 10,5 upp í 11,5%.
Hafrannsóknarstofnun:
Loðnan finnst
hvergi
Engin loðna fannst f loðnuleit Haf-
rannsóknunastofnunar sem lauk
síðastliðinn föstudag. Leitað var
frá sunnanverðum Vestfjörðum að
Austfjörðum án árangurs. Sex skip
tóku þátt í leitinni þar á meðal Árni
Friðriksson, skip Hafrannsóknar-
stofnunar. Að sögn sérfræðinga hjá
Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei
gengið jafn illa að finna loðnu og
ríkir mikil óvissa um afdrif þess
árgangs sem halda á uppi vertíða-
veiðinni í ár. Talið er að hlýnun í
sjónum umhverfis landið eigi stóran
þátt í því hversu lítið finnst af loðnu.