blaðið - 10.01.2006, Page 13

blaðið - 10.01.2006, Page 13
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 NEYTENDUR I 13 * Skynsemismælirinn Mercedes-Benz C230K Kr. 3.875.000 Lexus IS 250 Kr. 3.800.000 Volvo S60 Kr. 3.520.000 Audi A4 ____z Kr. 2.930.000 BMW318Í _______r Kr. 2.820.000 Volvo S40 ____q Kr. 2.770.000 VW Passat Kr. 2.690.000 —O Audi A3 Kr. 2.690.000 Saab 93 Kr. 2.290.000 fp’ ’ Vegna magninnkaupa og nýrra samninga við frændur okkar, getum við boðið Saab 9-3 á ævintýralegu verði. Áratugum saman hefur SAAB verið frem- stur á meðal lúxusbifreiða. Hann er valinn öruggasti bíllinn í sínum flokki ár eftir ár og er sérstaklega hannaður fyrir skandi- navískar aðstæður. Kynntu þér Saab 9-3, skynsamasta valið. Öll verð eru fengin frá netsíðum viðkomandi bílaumboða. Saab 93 saab.is Ekki dýrara að borða hollt Margir nota nýja árið til að skoða neysluvenjur sínar með það í huga að borða meiri hollustu. Þá velta margir fyrir sér verði á hollustuvörum og hvort dýrara sé að borða hollt. Samkvæmt upplýs- ingum sem blaðamaður aflaði sér er þetta ekki raunin svo verðið ætti ekki að vera fyrirstaða þess að mataræðið sé tekið í gegn. „Allar innfluttar matvörur eru gjald- skyldar en gjöldin eru mishá eftir vöruflokkum,“ segir Tryggvi Valdi- marsson á upplýsingadeild tollstjóra. „Lægstu gjöldin eru 14% en þau eru sett á lítið unna vöru eins og ferska ávexti, korn, hveiti, hrísgrjón og aðra hrávöru. Til samanburðar má geta þess að meiri álagning reikn- ast á niðursoðna ávexti í sykurlegi. Drykkjarvörur eins og kaffi, te og ávaxtasafar eru einnig með hærri álagningu." Tryggvi segir ástæðuna fyrir því að sojamjólk sé mun dýrari en kúamjólk þá að á hana er lagður 20% tollur, vörugjald og 24,5% virðisaukaskattur. „Virðisauki á möndlum og hnetum er hagstæður eða 14% og tollurinn gerir heldur engan greinarmun á því hvort varan er lífrænt ræktuð eða ekki. Þegar kemur að vörum eins og súkkulaði og öðrum kakóvörum er 24,5% virðisauki á þeim og einnig á gosdrykkjum. Ef súkkulaði er tekið sem dæmi er reiknaður virðisauka- skattur eftir þyngd og reiknast 50 krónur á kilóið." Tryggvi segir mismikinn toll vera á vörum eftir því frá hvaða landi þær koma. EES samningurinn gerir það að verkum að minni álagning er á vörum sem koma frá Evrópu en öðrum löndum. „Lögum um virðisaukaskatt var breytt árið 1993 en fyrir þann tíma var greiddur 24,5% virðisauka- skattur af öllum vörurn. Þessi breyt- ing var til góðs en samt kemur fyrir að sama varan er tvísköttuð. Þannig er greiddur 14% virðisaukaskattur af hráum hrísgrjónum, en ef þau eru soðin og seld með mat leggst á þau 24,5% virðisaukaskattur," segir Tryggvi. hugrun@bladid.net Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is - ‘SitaMtwiáaJeitcUtut 46 £ • S S. 567 1800 Gleðilegt nýtt reyklaust ár Þá er nýtt ár gengið í garð og margir eflaust strengt þess heit að hætta að reykja. Reykingar eru bæði dýrar og heilsuspillandi en það getur líka kostað nokkuð að hætta að reykja, sérstaklega ef fólk ætlar að nota þau nikótínlyf sem lyfjaverslanir bjóða nú upp á. Til þess að hætta að reykja með sem minnstum tilkostnaði borgar sig að gera verðsamanburð en á heimasíðu Neytendasamtakana má finna ítarlegan samanburð á kostnaði þeirra nikótínlyfja sem í boði eru. 1 könnun Neytendasamtakanna kom í ljós að Lyf og heilsa er oftast með hæsta verðið en Skipholtsapó- tek oftast með lægsta verðið. í Skip- holtsapóteki hefur verið veittur 20% afsláttur af nikótínlyfjum síðan 1. nóvember og er afsláttarverðið gefið upp hér. Bæði Apótekarinn og Lyf og heilsa veita 5% afslátt til öryrkja og ellilífeyrisþega. Alls náði sam- anburður Neytendasamtakanna til ellefu lyfjasöluverslana en aðeins fjórar eru teknar fyrir hér. Vöruflokkur Nicorette vörur Apótekarinn Lyf og heilsa Rimaapótek Skipholtsapótek Dagplástur 10 mg 14stk 3.998 4.351 3.952 3.481 Tyggjó 2 mg 30stk 849 899 700 719 Tyggjó 4 mg 30 stk 1.159 1.198 932 958 Nefúðatyf 200 skammtar 2.498 3.082 2.638 2.466 Tungurótartöflur 30 stk 945 999 827 799 Nicotinellvörur Plástur 14mg, 7stk 2.183 2.298 - 1.838 Plástur 14 mg 21 stk 6.194 6.342 5.896 - Tyggjó 2 mg 24 stk 545 573 520 458 Tyggjó 2 mg 204 stk 3.749 3.999 3.584 3.199 Tyggjó 4 mg 24 stk 817 840 735 696 Munnsogstöflur 1 mg 36 stk 875 1.022 881 818 Mikið úrval af líkamsræktarvörum til heimilisnota Lærabani Kr. 990,- Yogadýna Kr. 2.990,- Yoga teygjur 3 styrkleikar Kr. 1.590,- Aerobic pallur Þriggja þrepa Kr. 5.990,- Handlóðapör vinil 2 Ibs. kr. 990 4 Ibs. kr. 1.190 6 Ibs. kr. 1.290 8 Ibs. kr. 1.490 10 Ibs.kr. 1.690 12 Ibs. kr. 1.990 Gripþjálfi Kr. 1.490,- Upphífingarslá í hurðagat 62- 100 cm. Kr. 3.990,- Armbeygjustatíf Kr. 1.990,- Sippuband með legum Kr.1.290,- FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5500 200 www.éap.is MÁÞj - FÖS. KL. 9-Í8.- LAÖ. KL. 10-14. WWW.gap.ÍS

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.