blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 16
20 I BÖRN OG UPPELDI
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 blaðiö
Úrræðagóð dagmóðir í Reykjavík
Auðveldir göngutúrar
með fimm bama kerru
Ólöf Gunnarsdóttir: „Það er eiginlega toppurinn á tilverunni þegar kerran er tekin út."
Ólöf Gunnarsdóttir, dagforeldri
í Reykjavík, stóð frammi fyrir
því vandamáli að hana langaði
jafnan í göngutúr á morgnana en
allajafna dveljast hjá henni fimm
lítil börn þann tíma dagsins og
það er ekki hlaupið af stað með
hópinn án ráðstafana. Ólöf dó
ekki ráðalaus heldur leitaði á
náðir Internetsins og fann þar
forlátan grip, fimm barna kerru.
Ólöf kemst auðveldlega í göngu-
túra með barnaskarinn núna
þegar kerran góða er komin í hús
og hún segir að börnin fagni þeim
ráðahag ákaft.
Ólöf segir að hún hafi lengi verið
búin að leita eftir einhverju svona
þar sem vel færi um alla. „Ég var
bara að leita á Internetinu að kerru
sem tæki fleiri en tvö börn í sæti og
þá birtist síðan http://www.bergde-
sign.net/runabout.htm með þessari
kerru. Kerran er fyrir nýbura og upp
í fimm ára gömul börn. Ég hef verið
með þau í kerrunni þangað til þau
hætta hjá mér, svona upp í tveggja
ára. Þau sitja öll í sínu sæti með
fimm punkta belti, þetta eru svona
sæti eins og eru á hjólum. Ég get
hallað bakinu á sætinu ef þau sofna.
Þau eru samt ekkert varin, það er
enginn skermur eða neitt svoleiðis.
Ég keypti tvö plöst þannig að ef það
rignir þá hafa þessi yngstu plast til
að skýla sér.“
Kerran er toppurinn á tilverunni
Ólöf er búin að vera dagforeldri í 16
ár og því mikill reynslubolti í barna-
vistun. „Ef allir mæta á réttum tíma
á morgnana þá komumst við aðeins
út og hægt er að viðra börnin. Ég
er nú samt með garð en mér sjálfri
finnst voða gott að geta farið aðeins
um. Stundum labba ég hérna upp í
Breiðholt og hitti fleiri dagforeldra,
99...........................
Það er búið að hringja
mjög mikið í mig og allir
vilja helst byrja ekki
seinna en á morgun.
Manni finnst að for-
eldrar séu komnir í þrot.
því ég er orðin eina dagforeldrið í
mínu hverfi. Þau eru agalega glöð
þegar ég tek fram kerruna,“ segir
Ólöf og hlær. „Það er eiginlega topp-
urinn á tilverunni þegar kerran er
tekin fram.“
Mál að fá kerruna heim
Ólöf segir að það hafi reyndar verið
svolítið mál að fá kerruna senda
heim. „Ég þurfti að hafa tengilið úti
sem hægt er að senda kerruna til og
sá aðili sendi hana síðan til íslands.
Ég var það heppin að bróðir manns-
ins míns á fyrirtæki og kaupir svo-
lítið frá New York. Tengiliður hans
hjálpaði mér þegar ég var komin
alveg í þrot og sendi mér kerruna.
Hún kostaði 1.100 dollara og svo
kostar 120 dollara að senda hana.
Ég held að með virðisaukaskatti og
öllu hafi hún kostað um 120 þúsund
krónur.“ Aðspurð að því hvort það
hafi ekki verið mikið mál að setja
eitt stykki kerru saman segir hún
að það hafi ekki verið neitt mál.
„Hún kemur í tveimur mjög stórum
kössum. Grindin er alveg heil. Ég
setti bara hjólin á, festi sætin og
stýrið á. Þetta er mjög handhægt og
tók stutta stund.“
Starfið erfiðara en það var
Ólöf vílar ekkert fyrir sér að keyra
kerruna út um allan bæ þó hún við-
urkenni að stundum geti hún verið
þung. „ Þetta er náttúrlega þungt
upp í móti en þú byggir bara upp
þol. Þú velur svolítið leiðirnar, hvert
þú ferð. Hún fer svolítið hratt niður
brekkur en það er handbremsa á
henni til þess að hægja á henni.
Þetta er alveg frábær kerra,“ segir
Ólöf glaðlega og bætir við að það sé
alltaf jafn skemmtilegt og gefandi
að vera dagforeldri. „Mér finnst
þetta erfiðara í dag en það var. Mér
finnst þau fara svo ung á leikskóla
þannig að maður er eiginlega alltaf
með aðlögun. Það er eiginlega helsta
ástæðan enda eru þau einungis hjá
mér í 9-11 mánuði.“
Foreldrar komnir í þrot
Undanfarið hefur mikið verið fjallað
um skort á dagforeldrum í Reykja-
vík þar sem tugir barna komast
ekki að. Ólöf segist finna rosalega
mikið fyrir þessum skorti. „Það er
búið að hringja mjög mikið í mig og
allir vilja helst byrja ekki seinna en
á morgun. Mér finnst sem foreldrar
séu komnir í þrot. Þau börn sem eru
hjá mér núna verða alveg fram að
sumarfríi. Ég hef því ekkert pláss
strax.“ Það liggur næst að spyrja
Ólöfu hvort hún hyggi á mikið lengri
frama sem dagforeldri í ljósi nærri
tuttugu ára farsæls ferils. „Ég hef
alltaf sagt að ég fari nú að hætta en
ég held ég verði eitthvað áfram. Ég
á von á barnabarni og svona,“ segir
Ólöfkímin.
Skortur á dagforeldrum er staðreynd
Enn börn á biðlista í
Kópavogi og Reykjavík
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að fjöldamörg börn í
Reykjavík sem og öðrum sveitarfé-
lögum komast ekki að í dagvistun
hjá dagmæðrum. Þessi staða er
mjög slæm og setur bæði foreldra
og börn í mikinn vanda. Þegar
hafa borist freginr af foreldrum
sem hafa þurft að segja starfi
sínu lausu til að annast börn sín.
Þetta ástand er vitaskuld ólíð-
andi í velferðarsamfélagi en slík
skilgreining á þó illa við þar sem
dagvistunarúrræði standa ekki
öllum til boða.
Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri
Menntasviðs Reykjavíkurborgar,
segist ekki vera viss hvernig staðan
sé í Reykjavík í dag. „Við tökum
stöðuna á menntaráðsfundum
annan hvern fimmtudag og fyrsti
fundurinn eftir áramót er 19.
janúar. Það voru rúmlega 30 börn
sem vantaði pláss fyrir áramót.“
Gerður segist ekki vita hvenær mál-
efni dagforeldra leysist en segir að
það sé verið að ráða núna.
Kópavogur hefur ekki
annað eftirspurn
Kópavogur stendur frammi fyrir
svipuðum vanda en þar eru um þrjá-
tíu dagforeldrar. Samkvæmt Emilíu
Júlíusdóttur, daggæslufulltrúa hjá
Skráðu bílinn á
www.bilamarkadurinn.is
TSijlci4§tðtfl^€ticUciÍ9iK
Sm<3tfuvt+i 46 £ •
Félagsþjónustu Kópavogs, vantar
því fleiri dagforeldra. „Það verður
að segjast eins og er að við höfum
ekki annað eftirspurn. Við höfum
auglýst heilmikið en það er erfitt að
fá fólk. Það hefur verið mjög hröð
uppbygging í leikskólunum í Kópa-
vogi en núna er skortur á fólki þar
og þá stoppar þetta flæði,“ segir Em-
ilía og bætir því við að hún telji þetta
ekki hafa neitt með launin að gera.
Emilía var ekki með neinar tölur
yfir hve mörg börn bíða eftir plássi
hjá dagforeldrum.
Há niðurgreiðsla í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarbær er í annarri stöðu
en Kópavogur og Reykjavík því þar
er ekki skortur á dagforeldrum.
Hildur Sigurbjörnsdóttir segist því
ekki vita betur en að öll börn sem
þurfa séu með pláss hjá dagforeldri.
„Það er ekki skortur eins og er en
99...........................
Það verður að segjast
eins og er að við höfum
ekki annað eftirspurn.
Við höfum auglýst heil-
mikið en það er erfitt
að fá fólk. Það hefur
verið mjög hröð upp-
bygging í leikskólunum
í Kópavogi en núna er
skortur á fólki þar og
þá stoppar þetta flæði.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum
að fjöldamörg börn í Reykjavík sem og
öðrum sveitarfélögum fá ekki pláss hjá
dagmæðrum.
svo veit maður ekkert hvað verður
því þetta helst í hendur við leikskól-
ana. Það eru ekkert að losna pláss
þar fyrr en með vorinu. Við höfum
verið svo heppin í Hafnarfirði að
niðurgreiðslan er nokkuð há, alveg
frá 1. september 2002. Þessar nið-
urgreiðslur renna til dagforeldra
en ekki foreldra sem er í rauninni
kostur því foreldrar þyrftu að greiða
skatta af þessu.“
Leynast skotelclar
á þínu heimili?
Á liðnum árum hafa börn og
unglingar slasað sig á skoteldum
fram í lok janúar eða löngu eftir
að skoteldatímabilinu lýkur. Það
er því afar mikilvægt að foreldrar
séu á varðbergi gagnvart því að
börnin á heimilinu safni ekki
skoteldum.
I fyrsta lagi er
mjög hættulegt
að geyma skot-
elda inni á heim-
ilum. Skoteldar
eru mjög vand-
meðfarnir og þola
illa mikinn hita
og raka. Ekki Herdís L. Storgaard
þarf mikið magn
af skoteldum til að orsaka mikla
sprengingu og bruna.
Drengir á aldrinum 8-16
ára í mestri hættu
Tölur frá slysadeild sýna okkur að
ungir drengir eru í mestri hættu.
Margir halda, því miður, að minni-
háttar skoteldar séu alveg hættu-
lausir en svo er ekki ef þeir eru not-
aðir öðruvísi en leiðbeiningar segja
til um. Börnum á aldrinum 12-16
ára er heimilt að kaupa minniháttar
skotelda sem innihalda lítið púður-
magn en hættan skapast þegar þeir
eru teknir í sundur og gerðir að
stærri sprengjum, púðrinu hellt yfir
í dósir eða flöskur, límdir við hluti
eða kastað í önnur börn. Það er því
mikilvægt að foreldrar brýni fyrir
börnum sínum að leika ekki þennan
hættulega leik og að skottímabilinu
sé lokið.
Fikt með eld
Um þessar mundir er mikið um að
börn séu að safna saman notuðum
skoteldum ogkveikja brennur. Mörg
börn haft brennst illa við þennan
leik. Mikilvægt er að fylgjast með
slíkum leikjum og stoppa þá af áður
en slys verður.
Með þessum orðum vil ég óska
landsmönnum öllum gleðilegs árs
með von að börnin okkar geti notið
ársins og vaxið án þess að verða fyrir
alvarlegum slysum á nýju ári.
Þar sem þessir pistlar verða viku-
lega langar mig að benda ykkur á
það, lesendur góðir, að hægt er að
óska eftir sérstöku efni um slysa-
varnir barna með því að senda mér
tölvupóst.
Með bestu kveðju Herdís L. Storgaard,
herdis@lydheilsustod.is
Verkefnastjóri barnaslysavarna
Arvekni, Lýðheilsustöð