blaðið - 11.01.2006, Síða 8
8 i ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaöið
Lögregla á Spáni lœtur til skarar skríða:
Meintir hryðjuverkamenn
handteknir
Lögregla á Spáni handtók 17 manns
í gær sem grunaðir eru um að hafa
fengið íslamska vígamenn til að
standa að árásum í frak. Ríkisút-
varp Spánar greindi fráþessu. Hand-
tökurnar áttu sér stað árla morguns í
Madrid, Barcelona í Baskahéruðum
í norðurhluta landsins.
Meðal þeirra sem voru hand-
teknir voru trúarleiðtogi og maður
sem kann að tengjast árás á ítalska
lögreglumenn í írak. Sjálfsmorðs-
árás sem gerð var á stöð ítalskrar
herlögreglu í suðurhluta fraks árið
2003 varð 18 ítölum og 9 frökum að
bana.
f síðasta mánuði voru 16 manns
handteknir á Spáni sem einnig voru
grunaðir um að hafa aflað nýrra víga-
manna. Dómari dæmdi sex þeirra
til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðið
fólk til að standa að hryðjuverkum
eða starfa með uppreisnarmönnum
í Tsétséníu, írak og Kasmír. Hinir
12 voru látnir lausir á skilorði á
meðan frekari rannsókn færi fram á
málum þeirra. Sú rannsókn beindist
einkum að mosku í borginni Malaga
í suðurhluta Spánar sem spænskir
embættismenn segja að íslamskir
öfgamenn sæki oft. a
Sérsveitamenn úr spænsku lögreglunni vifi hús f Barcelona þar sem meintir hryðjuverka
menn voru handteknir í gær
Óvœnt niðurstaða á þingi Úkraínu:
Vantraust samþykkt á ríkisstjórnina
Þing Úkraínu samþykkti van-
trauststillögu á ríkisstjórnina í
kjölfar harðrar gagnrýni á samn-
inga sem hún náði við rússneska
ríkisfyrirtækið Gazprom um verð
á jarðgasi. 250 þingmenn greiddu
vantrauststillögunni atkvæði sitt
en 225 atkvæði þurfti til að sam-
þykkja hana.
Samþykktin sem tók þegar í
stað gildi kom mörgum á óvart
enda var búist við að Júrí Jeka-
núrof, forsætisráðherra, myndi
standa hana af sér þrátt fyrir
mikla óánægju í röðum þing-
manna. Jekanúrof mun gegna
embættinu áfram þangað til að
Viktor Júsjenkó, forseti landsins,
Vantrauststillaga á Júrí Jekanúrof, forsætisráöherra Úkrafnu, var samþykkt á úkraínska
þinginu í gær.
útnefnir nýjan forsætisráðherra.
Þingkosningar eru ráðgerðar í
Úkraínu 26. mars.
Tveir fyrrverandi forsætis-
ráðherrar, Júlía Tymosjenkó og
Viktor Janúkovits, höfðu báðir
látið í ljós gagnrýni á samninginn
en samkvæmt honum samþykktu
Úkraínumenn nærri tvöföldun á
verði á jarðgasi. Tymasjenkó var
helsti hvatamaður þess að van-
trauststillagan var borin upp en
hún hefur heitið því að berjast
gegn samningnum sem undirrit-
aður var í síðustu viku. ■
Fá að kjósa í
Austur-Jerú-
salem
fsraelsmenn
munu heimila
Palestínu-
mönnum að
greiða atkvæði í
Austur-Jerúsalem
í þingkosningum
Palestínumanna
þann 25,janúar.
Shaul Mofaz,
varnarmálaráð-
herra fsraels, greindi frá þessu í
f;ær. Bandaríkjamenn höfðu hvatt
sraela til að láta af andstöðu sinni
við kosningar í borginni. fsraelar
höfðu hótað því að koma í veg fýrir
kosningar í borginni út af andstöðu
sinni við þátttölcu hinna herskáu
samtaka Hamas. Mofaz sagði ffétta-
mönnum að arabar í Austur-Jerú-
salem myndu geta greitt atkvæði á
fimm stöðum f borgarhlutanum. ■
Oaten gefur
kost á sér
Mark Oaten, talsmaður frjálslyndra
demókrata í Bretlandi í innanrík-
ismálum, hefur staðfest að hann
muni bjóða sig fram til leiðtoga
flokksins. Oaten, sem er 41 árs,
mun því etja kappi við Sir Charles
Menzies Campbell sem er sá eini
sem hefur boðið sig fram enn sem
komið er. Menzies hefúr gegnt
embættinu síðan Charles Kennedy
sagði af sér í síðustu viku. Enn-
fremur er talið líklegt að forseti
flokksins, Simon Hughes, muni
gefa kost á sér í leiðtogakjörinu. ■
Shaul Mofaz varn-
armálaráðherra
fsraels.
NISSAN
PATHFINDER
SKIPT_um landslag
HÖFUM ALLT ÁRIÐ
SKEMMTILEGT!
Fullbúinn 7 manna jeppi með cruise control,
spólvörn, skriðvörn, regnskynjara og miklu meira.
Frábær aukahlutapakki fylgir í janúarl
Pathfinder XE beinskiptur
32" dekk, stigbretti og dráttarbeisli
að verðmæti 250.000 krónur. /
Pathfinder SE beinskjptur
Pathfínder SE sjóifskiptur
Pathfinder LE sjálfskiptur
Pathfinder LEIT
Veiðikortið 2006 og árs aðild
að 4x4 klúbbnum í kaupbætil
Oplö: Ménudaga - föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
Nýárstilboð - 250.000,- kaupauki
Tegund
Tilbúinn á götuna
Ingvar Helgason
Ágreiningur Eþíópíu og Erítreu um landamœri:
Bandaríkjamenn
reyna að leysa deiluna
Bandaríkin hyggjast senda hóp erind-
reka og háttsettra manna innan hers-
ins til Eþíópíu og Erítreu til að freista
þess að leysa langvinnar landamæra-
deilur ríkjanna. John Bolton, sendi-
herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, hefur kynnt framtakið
fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna. Hann sagði að hópurinn myndi
verja 30 dögum til að reyna að leysa úr
ágreiningnum. Jendayi Frazer, aðstoð-
arráðherra í málefnum Afríku, mun
fara fyrir hópnum sem heldur af stað
í næstu viku.
I síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld
í Erítreu friðargæsluliðum frá vest-
rænum löndum að yfirgefa hlutlaust
svæði við landamærin.
Jean-Marie Guehenno, yfirmaður
friðargæslustarfs Sameinuðu þjóð-
anna, sem var nýlega á ferð í lönd-
unum tveimur, segir að Bandarílein
hafi það pólitíska vald og trúverðug-
leika sem til þurfi til að koma friðar-
ferlinu í gang á ný.
Martin Plaut, sérfræðingur breska
ríkisútvarpsins (BBC) í málefnum
Afríku, segir mikilvægt að fýrrver-
andi hershöfðingi, Carlton Fuiford, sé
( hópnum. Plaut segir ennfremur að
þetta sé síðasta tæláfærið til að koma
friðarferlinu í gang á ný en óttast þó
að árangur náist ekki þar sem hvor-
ugur deilenda virðist vilja gefa eftir í
deilunni. _
John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóöunum, segir að Bandaríkja-
menn muni senda hóp erindreka til Erítreu og Eþíópfu í næstu viku til að reyna að leysa
deilur ríkjanna.
Ástrali festist í þvottavél
Kalla þurfti út slölckviliðsmann til að
bjarga ólánsömum Ástrala úr þvotta-
vél sem hann hafði fests í þegar hann
var í feluleik með börnunum sínum á
dögunum. Börn mannsins voru ekki
lengi að finna hann þar sem hann sat
í hnipri í vélinni en aftur á móti þurfti
hann að bíða í klukkustund áður en
slökkviliðsmanninum tókst að losa
hann úr prísundinni. I stað þess að
taka þvottavélina í sundur teygði
slökkviliðsmaðurinn höndina inn í
vélina og dró manninn út. Maðurinn
sagðist íhuga að setja börnum sínum
strangari reglur um hvar megi fela
sig þegar þau eru í feluleik og vonast
til að þau freistist ekki til að fela sig í
þvottavélum eins og hann sjálfur. ■