blaðið - 11.01.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaöiö
VETUR
er lífsstíll!
IGNiS 4X4
Verð 1.740 þús
WAGON R+ 4X4
Verð 1.520 þús.
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17. Sími 568 5100.
www.suzukibilar.is
íranir taka upp
kjarnorkurannsóknir á ný
íranir rufu innsigli á kjarnorkurannsóknarstofum
sínum ígœr oghyggjast halda áfram rannsóknum.
Áhyggjur manna afþví að íranir hafi t hyggju að
þróa kjarnorkuvopn hafa aukist í kjölfarið.
íranir fjarlægðu innsigli af kjarn-
orkurannsóknarstöðvum sínum í
gær og lýstu því yfir að þeir hefðu
tekið til við kjarnorkurannsóknir á
ný. Við það eykst enn frekar spenna
milli alþjóðasamfélagsins og Irana
út af kjarnorkuáætlunum þeirra.
Iranir kynntu í síðustu viku
áætlanir um að halda áfram rann-
sóknum á framleiðslu á kjarnorku-
eldsneyti. I kjölfarið jukust áhyggjur
manna af því að yfirvöld í Teheran
hefðu í hyggju að hefja smíðar á
kjarnavopnum. Iranir hafa staðfast-
lega haldið því fram að rannsókn-
unum sé ætlað að undirbúa vinnslu
á kjarnorku til raforkuframleiðslu.
Éftirlitsmenn frá Alþjóðakjarn-
orkumálastofnuninni innsigluðu
rannsóknastofurnar fyrir meira
en tveimur árum með samþykki Ir-
ana sem vildu draga úr tortryggni
á alþjóðavettvangi í garð kjarnorku-
áætlunar þeirra.
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar voru viðstaddir
í gær þegar íranskir embættismenn
fjarlægðu innsiglin að sögn Melissu
Fleming, talsmanns stofnunarinnar.
Fleming sagði ennfremur að þær
35 þjóðir sem ættu sæti í stjórn stofn-
unarinnar myndu fá nánari upp-
lýsingar um hvað íranir hyggðust
gera með útbúnaðinn síðdegis í gær.
Hún vildi ekki svara hvort að íranir
ætluðu að hefja auðgun úrans.
Mohammed Saeedi, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Kjarnorkumálastofn-
unar Irans, ræðir við fjölmiðlafólk í gær.
Ætla ekki að framleiða
kjarnorkueldsneyti
Mohammed Saeedi, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Kjarnorkumála-
stofnunar Irans, sagði að íranir
myndu ekki halda áfram framleiðslu
á kjarnorkueldsneyti en auðgað
úran þarf í hana. „Við höldum að-
eins áfram rannsóknarstarfi, ekkert
meira en það,“ sagði Saeedi.
Bandaríkjamenn, sem hafa
sakað stjórnvöld í íran um að hafa
í hyggju að smíða kjarnorkuvopn,
hafa ítrekað að Iranir kunni að vera
kærðir til öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna vegna aðgerðanna. Rússar
benda aftur á móti á að viðræður sé
eina leiðin til að ná árangri. I næsta
mánuði er fyrirhugað að viðræður
milli Rússa og írana haldi áfram en
vonast er til að þar verði komist að
málamiðlun.
Mótmæli
vegna áhlaups
á mosku
r 1
u < ^ • . t'N
Súnnímúslími stendur vörð við Al Qura
moskuna í Bagdad í gær.
Súnnímúslímar mótmæltu áhlaupi
bandarískra hersveita á mosku í
Bagdad sem sagt er að hafi tengst
ráni á bandarískum blaðamanni.
Um 700 manns söfnuðust saman
við moskuna til að mótmæla áhlaup-
inu sem átti sér stað um helgina.
Sex voru handteknir í áhlaupinu en
vísbendingar höfðu borist um að
menn innan moskunnar tengdust
ráninu. Jill Carroll, blaðamanni
á Christian Science Monitor, var
rænt af vopnuðum mönnum á
laugardag. Allan Enwiyah, túlkur
hennar, var skotinn til bana en bíl-
stjóri hennar komst undan. Carroll
var 31. fjölmiðlamaðurinn sem
rænt er í landinu síðan innrásin
var gerð árið 2003 að sögn samtak-
anna Fréttamenn án landamæra.
Neðanjarðarbókmenntir
í Stokkhólmi
Borgaryfirvöld í Stokkhólmi hyggj-
ast koma upp eins konar bóka-
sjálfsölum í neðanjarðarlestakerfi
borgarinnar í því skyni að hvetja
farþega til að lesa meira. Til að
byrja með verður slíkum vélum
komið fyrir á þremur stöðvum
í tilraunaskyni. Fólk mun geta
stungið bókasafnskortum sínum í
vélarnar og valið á milli tæplega 700
titla að sögn Sænska dagblaðsins.
Martin Hafström, talsmaður Borg-
arbókasafns Stokkhólms, segir að
tilgangurinn sé meðal annars sá að
ná til fólks sem undir venjulegum
kringumstæðum lesi ekki bækur.
„Við viljum auka áhuga fólks á lestri
og á bókmenntum yfir höfuð. Ég
held að þetta sé áhugaverð tilraun
þar sem í Stokkhólmi er að finna
stærsta almenningssamgöngukerfi Bráðum veröur hægt að ná sér í bækur að
landsins," sagði Hafström. Iesa 4 neðanjaröarlestastöövum í Svíþjóð.
Tœpar tvœr vikur til kosninga í Kanada
Ihaldsmenn
Paul Martin, leiðtogi Frjálslynda flokksins,
og Stephen Harper, leiðtogi Ihaldsflokks-
ins, takast á í kappræðum fyrir þingkosn-
ingarnar í Kanada.
með forystu
íhaldsmenn hafa mest fylgi í
skoðanakönnunum þegar aðeins
eru tæpar tvær vikur til þingkosn-
inga í Kanada. Ihaldsmenn mælast
með 37% fylgi en helstu keppinautar
þeirra, frjálslyndir, flokkur Paul
Martins, forsætisráðherra, aðeins
með 29% samkvæmt nýrri könnun
sem birt var í upphafi vikunnar. For-
skot íhaldsmanna hefur ekki verið
jafnafgerandi síðan í upphafi kosn-
ingabaráttunnar seint í nóvember
þegar minnihlutastjórn Martins
var steypt af stóli eftir að vantraust-
tillaga stjórnarandstöðuflokkanna
hafði verið samþykkt. Frjálslyndi
flokkurinn hefur verið við stjórn-
völinn í landinu síðan 1993 en
fylgi hans hefur minnkað í kjölfar
hneykslismáls. Kosningar fara fram
þann 23. janúar.
Falsanir
Hwangs
staðfestar
Hópur manna undir forystu suður-
kóreska visindamannsins Hwang
Woo-suk falsaði tvær tímamóta-
skýrslur um stofnfrumurannsóknir
en tókst að einrækta hund fyrstir
allra í heiminum. Rannsóknanefnd
við Þjóðarháskólann í Seoul stað-
festi þetta í gær og sagði að málið
væri hneyksli. Vísindamenn segja
að málið sé eitthvert mesta svindl
sem komið hafi upp í vísindaheim-
inum á síðustu timum. Hwang sagði
af sér út af hneykslinu skömmu
fyrir jól en afhjúpun hans kom
mörgum Suður-Kóreubúum í
opna skjöldu enda hafði verið litið
á hann sem eins konar þjóðhetju
vegna afreka hans á vísindasviðinu.
Þrátt fyrir að hafa beðið mikla álitshnekki
í vísindaheiminum á Hwang Woo-suk sér
enn stuðningsmenn meðal suður-kóresku
þjóðarinnar.