blaðið


blaðið - 11.01.2006, Qupperneq 12

blaðið - 11.01.2006, Qupperneq 12
12 I TRÚMÁL MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaöið SalmanTamini ásamt barnabarni sínu Kaþólska kirkjan telur hjóna- band karls og konu sakramenti Séra Hjalti Þorkelsson varð fyrir svörum hjá kaþólsku kirkjunni. Hann segir að innan vébanda hennar sé litið á hjónaband karls og konu sem eitt af sakramentunum sjö (hin eru skírn, altarisganga, skriftir, prestvígsla, sakramenti sjúkra og ferming). Því er hjóna- bandið ekki veraldleg stofnun hvað hana varðar. Sr. Hjalti segir að sam- kynhneigð sem slík sé ekki álitin synd af kaþólsku kirkjunni, en hins vegar sé kynlíf samkynhneigðra, líkt og annað kynlíf stundað fjarri hlýju hjónasængur, syndsamlegt. Því má telja að virk ástundun sam- kynhneigðar teljist synd. Fordómar eru í andstöðu við anda bahá'í-isma Trúfélag bahá’ía er það yngsta sem hér er til umfjöllunar, en byggir þó að mörgu leyti á eldri trúarbrögðum og viðurkennir spámenn þeirra allra. Eðvarð T. Jónsson varð fyrir svörum og hafði þetta um málið að segja: „Bahá’íar líta á hjónabandið sem heilagan sáttmála milli karls og konu og telja það eina lögmæta og viðeigandi farveg kynlífs. Þeir hafna frjálsum ástum og óvígðri sambúð og telja að kynlíf utan hjónabands stuðli ekki að andlegri hamingju og þroska einstaklingsins. Bahá’íar reyna ekki að þvinga siðagildum sínum upp á aðra. Þeir hafa skiln- ing á mannlegum veikleika og þótt bahá’í trúin geri ákveðnar siðgæð- 99.......................... „Hjónabandið er þannig hjá múslímum, við lítum á það sem samn- ing milli karis og konu sem þarfað auglýsa eftir réttum leiðum, en það verður engu betra þó að ég eða einhver annar blessi það" Enn af hjónavígslum samkynhneigðra Enn sem áður: Sitt sýnist hverjum 99.................. Efþú rennir í gegnum Hávamál sérðu að þar eru hvorki boð né bönn, heldur einungis heil- ræði sem hver og einn gerir upp við sig hvort hann kýs að fylgja." Blaöiö/Frikki hneigð pör um leið og ríkið veiti laga- heimild til þess. „Munurinn á okkur og þjóðkirkjunni er einungis sá að hún er ríkisstofnun og allir hennar starfsmenn eru ríkisstarfsmenn, játningagrundvöllurinn er nákvæm- lega sá sami og við byggjum bæði á kenningum og túlkunum Marteins Lúter. En líkt og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur bent réttilega á er hjónabandið veraldlegur sáttmáli að hans dómi. Annar munur er kannski sá að forsvarsmenn þjóð- kirkjunnar eru íhalds- og afturhalds- samir að minu mati. Biskup hefur lýst því yfir að hann vilji láta hjóna- bandið njóta vafans - ég lít svo á Líkt og lesendur Blaðsins ættu að hafa tekið eftir hefur verið mikil um- ræða í þjóðfélaginu síðustu vikur um hjónavígslur samkynhneigðra. Hafa í mörgum tilvikum stór orð fallið og víst er að sitt sýnist hverjum, enda er þar tekist á um það sem margir vilja meina að séu grunngildi samfélags- ins. Hófst umræðan að nýju í kjölfar nýársmessu biskups íslands, herra 99....................... þótt bahá’í trúin geri ákveðnar siðgæðis- kröfur til fylgjenda sinna hvetur hún einnig til hófsemi, skilnings og umburðarlyndis. Fordómar gagnvart samkynhneigðum eru því í andstöðu við anda trúarinnar." Karls Sigurbjörnssonar, þar sem hann vék stuttlega að málefnum samkynhneigðra. Sagði hann þá þjóðkirkjuna velviljaða samkyn- hneigðum og ítrekaði sem vitað var að niðurstaðna væri að vænta árið 2007 varðandi afstöðu hennar til hjónavígslna samkynhneigðra, en við verða við öllum bónum um það. Við gerum þegar nokkuð af því að gefa saman samkynhneigð pör, reyndar. Vígsla samkynhneigðra getur verið trúarlegt atriði fyrir ásatrúarmann og þeir geta í sjálfu sér verið mótfallnir henni, þó ég reyndar viti ekki nema um einn sem er það, náungi hjá systurfélagi okkar í Danmörku. Ásatrú er frjálslynd og frjálsleg að upplagi og þeir sem iðka hana ekki frjálslega eru á villigötum. Ef þú rennir í gegnum Hávamál sérðu að þar eru hvorki boð né bönn, heldur einungis heilræði sem hver og einn gerir upp við sig hvort hann kýs að fylgja. Við trúum ekki á hug- tök eins og synd, helvíti og Djöful- inn - að ekki sé talað um erfðasynd - heldur að reynt sé að lifa lífinu á heiðvirðan hátt.“ íslam er hjónabandið veraldleg stofnun Salman Tamini er forvígismaður félags múslima á íslandi. Hann segir að í íslam rétt eins og í kristindómi sé samkynhneigð talin syndsamleg og Kóraninn sé nokkuð skýr um það. „En í sambandi við hjónaband og -vígslu og slíkt, þá vísum við okkar fólki til sýslumanns og látum lands- lögin ráða, enda er hátturinn sá hjá iskröfur til fylgjenda sinna hvetur hún einnig til hófsemi, skilnings og umburðarlyndis. Fordómar gagn- vart samkynhneigðum eru því í and- stöðu við anda trúarinnar. Ætlast er til þess að bæði gagnkynhneigðir og samkynhneigðir bahá’iar uppfylli siðgæðismælikvarða trúarinnar og lifi sem flekklausustu lífi.“ Fríkirkjan vill vígja samkynhneigða Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson fer fyrir Fríkirkjunni í Reykjavík sem er stærst óríkistengdra trúfélaga hér á landi og er í örum vexti að hans sögn. Hann hefur opinberlega lýst því yfir að hann muni gefa saman samkyn- að við eigum að láta manngildið og kærleikann njóta vafans. Ekki síst ef haft er í huga að hjónaband er ekki sakramenti og það að varna ákveðnum samfélagshópi að njóta réttinda á við aðra vegna íhaldssemi, það finnst mér ókristilegt. Ég á eftir að tjá mig um þetta í lengra máli, en lýsi því fúslega yfir að ég mun gefa saman samkynhneigð pör um leið og lagaheimild fæst til þess.“ haukur@vbl.is Krístkirkja í Landakoti BlaÖið/Frikki Ásatrúarféiagið hefur ekki boð og bönn óttar Ottóson, lögsögumaður Ása- trúarfélagsins, segir afstöðu félags- ins í þessum málum ósköp skýra. ,Jú, fáum við heimild til þess að fram- kvæma þessar athafnir, þá munum Eðvarð T'Jónsson' Baháí'( Óttar Óttarsson, lögsögumaður Ásatrúarfélagsins bað þó um leið þingmenn að „láta hjónabandið njóta vafans" þegar kæmi að því að afgreiða umdeilda breytingatillögu sem myndi gera þeim trúarsöfnuðum sem það vildu kleift að framkvæma þann gjörning að staðfesta samvistir tveggja ein- staklinga af sama kyni. 1 síðustu viku ræddi Blaðið við fulltrúa þjóðkirkjunnar og Samtak- anna '78 og fékk þeirra afstöðu til málsins. Kom þá fram að biskup er mótfallinn breytingatillögunni þar sem hún myndi setja ótímabæran þrýsting á kirkjuna áður en nefnd hennar lýkur störfum og opinber af- staða hefur verið mótuð. Lltið hefur verið ritað um afstöðu annarra starf- andi trúfélaga á landinu til lagabrey t- inganna og um leið hjónavígslna samkynhneigðra og því setti Blaðið sig í samband við fulltrúa nokkurra þeirra og leitaði álits. múslimum. Hjónabandið er þannig hjá múslímum, við lítum á það sem samning milli karls og konu sem þarf að auglýsa eftir réttum leiðum, en það verður engu betra þó að ég eða einhver annar blessi það.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.