blaðið - 11.01.2006, Síða 19

blaðið - 11.01.2006, Síða 19
blaðið MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 TÍSKA I 27 99.............................................................. Þó að þetta sé 23.000 manna byggðarlag er mikil nánd og notalegheit hérna. Sumir tala um að það sé þorpsbragur á bænum og það er held ég nokkuð til í því." annar hver bæjarbúi er skráður til þátttöku eða félagsmaður í íþróttafé- lagi! Við vorum að veita afreksfólki í íþróttum viðurkenningar í lok árs- ins og þá kom í ljós að við áttum 440 íslandsmeistara í Hafnarfirði árið 2005. Það fannst okkur nokkuð gott hlutfall.“ Þróttmikið menningarlíf En þiðfáist við fleira en íþróttir hérna. Menningarlífið er með ólík- indum þróttmikið. „Já, það hefur sprungið út á und- anförnum árum og þar held ég að hafi margir samverkandi þættir komið til. Við höfum byggt upp mjög góða aðstöðu, annars vegar Hafnarborg, sem er okkar lista- og menningarsetur og geysilega mikil- vægt hér í mannlífinu. Hins vegar reistum við mjög öflugan tónlistar- skóla, sem er með glæsilega aðstöðu í samtengingu við Þjóðkirkjuna hér í miðbænum. Þetta tvennt hefur haft veruleg áhrif á menningarlífið með því að fóstra fjölmarga frum- kvöðla, sem hafa haldið úti öflugu starfi og hleypt nýjum krafti í menn- ingarlífið. Bæjaryfirvöld hafa sem betur fer verið opin fyrir að styðja og styrkja menninguna, þó eflaust vildu menn alltaf sjá meira að gert í þeim efnum. Við tókum því fagn- andi þegar leiklistarfélagið Hervör og Hávör komu hingað í Fjörðinn og þar hefur tekist að búa til þriðja atvinnuleikhúsið hér á höfuðborg- arsvæðinu, sem hefur af miklum metnaði náð að skapa sér sérstöðu í íslensku leikhúslífi. Við höfum farið þá leið að gera sér- staka rekstrarsamninga til þriggja ára við þessa kóra, listafélög og aðra slíka hópa og þeim hefur verið stuðn- ingur í því meðan bæjarfélagið auðg- ast fyrir vikið. Þetta fjör í listalífinu hefur svo endurspeglast sérstaklega í okkar eigin listahátíð, Björtum dögum. Þar er það fyrst og fremst heimafólkið, sem heldur henni uppi og hefur gefist vel.“ Fleiri verkefni til sveitarféiaganna Nú hafa menn rætt mikið um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga upp á síðkastið. Telurðu að rétt sé að breyta henni frekar en orðið er? „Ég er þeirrar skoðunar að það liggi beint við að það eigi að færa miklu fleiri verkefni til sveitarfé- laganna. Við erum á allt öðru róli en okkar helstu nágrannalönd í þessum efnum. Þar eru um 70% af samfélagslegu verkefnunum hjá sveitarfélögunum en um 30% hjá ríkinu. Þessu er þveröfugt farið hér. Ég held að sveitarfélögin hafi sýnt það og sannað með grunnskólunum hvers þau eru megnug. Menn gleyma því oft þegar þeir horfa til grunnskólans hvað þar er margvísleg þjónusta, miklu meiri og betri en þekktist hér áður fyrr, skólamáltíðir, heilsdagsskólinn og allur aðbúnaður er allt öðruvísi en áður var. Auðvitað hefur þetta verið dýrt. Sveitarfélögin hafa lagt miklu meira í skólastarfið en þekktist áður og þar kemur tvennt til, annars vegar metnaður sveitarfélaganna en síðan er nálægðin við íbúana auð- vitað þannig að menn þurfa að gera betur en ríkið komst upp með hér í gamla daga. Það hins vegar kallar á það að sveitarfélögin eru að bera meiri kostnað á sama tíma og tekjuhliðin hefur breyst verulega og umræðan um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfé- laga er enn óútkljáð.“ Það væri kannski ráð að gefa sveitarfélögum frjálsari hendur hvað tekjur sínar varðar? „Ég er ekki viss um það að það eigi að vera svo hörð samkeppni milli sveitarfélaganna í skattheimtunni, heldur fremur að þau hafi aðkomu að óbeinum skatttekjum, sem nú renna beint í ríkissjóð. Hvaða sann- girni er t.d. í því að sveitarfélögin kosti stóran hluta umferðarkerfis- ins á sama tíma og þau fá ekki krónu af bifreiðagjöldum, bensíngjöldum eða öðrum þeim álögum sem bíleig- endur greiða. Á hvaða götum halda menn að allir þessir bílar aki?“ Byggðin teygist suður með sjó En ef við horfum aðeins fram á veginn, hver telurðu að verði stærstu viðfangsefni Hafnar- fjarðar næsta áratuginn eða svo? „Fyrst og fremst eru það skipulags- málin. Byggðin mun halda áfram að teygja sig hér suður með ströndinni. Skipulagsmálin og samstarfið við sveitarfélögin hér suður frá verður æ stærra verkefni. Að mínu mati var það mikil synd að ekki skyldi verða af sameiningu okkar við Voga í haust, vegna þess að þar eru miklir sameiginlegir hagsmunir. Ég get nefnt dæmi að það er verktaki að fjárfesta í landi suður í Lónakoti og Hvassahrauni og stefnir á að byggja þar 10.000 manna byggð. Og hvar er hún? Jú.húnerálandamerkjumHafn- arfjarðar og Vatnsleysustrandar. Ég hef enga trú á því að byggð muni þróast upp eftir öllu Kjalarnesi og upp í Hvalfjörð. Hún mun þróast hér út í áttina að alþjóðaflugvell- inum í Keflavík. Það sjá allir, sem á annað borð hafa augun opin. 1 öðru lagi verður horft til þess hvar menn ætla að byggja næstu stóru hafskipahöfn á höfuðborgar- svæðinu. Þá þurfa menn að horfa hér innan Faxaflóans þar sem mark- aðurinn er. Það tengist kannski þriðja at- riðinu, sem er hvernig þróunin í orkuöflun verður og ég held að við séum að fara inn í nýtt tímabil í því. Stórar vatnsaflsvirkjanir verða tæp- ast mikið fleiri og þá þurfa menn að horfa til nýrrar tækni og tækifæra á háhitasvæðunum. Þau eru ekkert síður hér á okkar svæði en á Hellis- heiðinni hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Það er verið að fara af stað með heil- miklar boranir í Trölladyngju og á Krísuvíkursvæðinu og þar eru veru- lega vannýttar auðlindir, sem geta skipt okkur Hafnfirðinga miklu máli. En það verður mikil vinna að koma því í kring. Framtíðin er hér suður með ströndinni og við verðum upptekin af þeirri þróun næstu áratugi" ■ andres@bladid.net lceland Spa & Fitness (ISF) kynnir nýjung: FJOL$KYLDUKORT okkur’. Dað margborgar sig að vera í Klúbbnum ISF97- og öll fjöl$kyldan er með! ' , f> % m Ef báðir foreldrar eru í klúbbnum *ISF97 fylgir frítt með svokallað Fjölskyldukort. Með Fjölskyldukortinu býðst krökkum, á aldrinum 12-16 ára, í fjölskyldunni að æfa frítt með foreldrum sínum og yngri börnin fá frítt í Kroppakot (barnagæslu ISF). Það margborgar sig að vera í klúbbnum ISF97- og öll fjöl$kyldan er með! *Lágmark 12 mán. binditími á aðeins 2.990 kr. á mánuoi

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.