blaðið - 11.01.2006, Side 22

blaðið - 11.01.2006, Side 22
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaðiö Knattspyrna: ísland leikur við Trinidad og Tobago Allar líkur eru á því að íslenska A- landsliðið í knattspyrnu karla mæti Trinidad og Tobago í vináttulands- leik þann 28. febrúar næstkomandi. Leikið verður á heimavelli Q.P.R. i London og það verða því hæg heima- tökin fyrir leikmenn að koma sér á leikinn. Landslið Trinidad og Tob- ago er í 51. sæti á styrkleikalista al- þjóðaknattspyrnusambandsinsmeð 608 stig en Island er sem stendur í 94. sæti styrkleikalistans með 482 stig. Trinidad og Tobago tekur þátt í úrslitakeppni HM í Þýskalandi í sumar og það er í fyrsta sinn sem liðið kemst í úrslitakeppni HM. Þjálfari liðsins er Hollendingur- inn Leo Beenhakker en flestir knatt- spyrnuunnendur þekkja þann mann vel. Þekktustu leikmenn Trinidad og Tobago eru án efa Dwight Yorke sem lék lengi vel á Englandi með Aston Villa og Manchester United svo einhver lið séu nefnd. Þá má einnig nefna aðalmarkvörð liðsins sem er Tony Warner en hann leikur með Heiðari Helgusyni í Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Varamark- vörður liðsins er Shaka Hislop sem er varamarkvörður West Ham United. Er frágengið að okkar menn mceti landsliði Trinidad og Tobago í London 28. febrúar ncestkomandi? „Jú við erum langt komnir með að semja við þá um landsleik í London 28. febrúar og þá verður leikið á heimavelli Q.P.R.,“ sagði Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Blaðið í gær. Hvernigkom þetta til? „Eins og alltaf þá eru menn að tala saman um mögulega landsleiki. Frumkvæðið í þessu máli kom frá þeim og þetta á sér um tveggja vikna aðdraganda. Ég fagna þessu verk- efni og það verður gaman að glíma við eitt af þessum liðum sem spila i úrslitakeppni HM og að auki verður þetta fyrsta verkefni Eyjólfs Sverris- sonar sem landsliðsþjáífara A-lands- Enski deildabikarinn: United - Blackburn í kvöld Manchester United og Blackburn Ro- vers mætast í kvöld í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Ewood Park og er þetta fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram á Old Trafford miðvikudaginn 24. janúar. Búist er við að Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, stilli upp sínu sterkasta liði í kvöld en þó er nánast fullvíst að Kóreumaðurinn snjalli, Ji-Sung Park, leikur ekki með rauðu djöfl- unum vegna hnémeiðsla. Annars er leikmannahópur Sir Alex eins og best verður á kosið og það verður án efa sterkara lið sem mætir til leiks en gerði markalaust jafntefli við Bur- ton Albion í FA-bikarnum um síðast- liðna helgi. Hjá Blackburn endurheimtir Mark Hughes, framkvæmdastjóri, miðvallarleikmanninn Steven Reid eftir að hann tók út eins leiks bann í síðasta leik. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20. karate VINSÆLU BYRJENDA- NÁMSKEIÐIN ERUAÐ HEFJAST! ALLAR UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á WWW.BREIDABLIK.IS/KARATE Karatedeild Breiðabliks liðsins,“ sagði Geir Þorsteinsson. Eins og Geir koma inn á verðurþetta fyrsta verkefni Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Hvernig líst Eyjólfi á verkefnið? „Mér líst vel á það og þetta verður skemmtilegt. Það er ekki eins og þessi lið spili saman á hverjum degi. Þeir eru að fara á HM og því gríðar- lega spennandi verkefni fyrir okkur,“ sagði Eyjólfur i samtali við Blaðið i gær. Hverniglíst Eyjólfi á að leika þennan leik í London? „Það er ennþá betra. Auðvelt fyrir strákana að komast í leikinn. Þetta er svona miðsvæðis ef þannig má að orði komast. Ég reikna með að allir gefi kost á sér í leikinn. Ég veit ekki annað.“ Nú hafa Ivar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ekki verið með landsliðinu í nokkurn tíma þar sem þeir gáfu ekki kost á sér undir stjórn Loga Ólafssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Verða ívar og Jóhannes Karl með í leiknum gegn Trinidad og Tobago? „Þeir eru inni í myndinni eins og allir aðrir. Eftir því sem ég kemst næst veit ég ekki betur en að þeir NBA-körfuboltinn: gefi kost á sér í landsliðið á ný,“ sagði Eyjólfur Sverrisson mjög svo ánægður með að fá þennan lands- leik í lok febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á knattspyrnuvell- inum og það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig okkar mönnum kemur til með að ganga í leiknum undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. Kobe Bryant er stórkostlegur Aðalstjarna NBA-körfuboltaliðs- ins Los Angeles Lakers, Kobe Bryant, er að toppa allt í NBA- deildinni þessa dagana. I síðasta leik jafnaði hann met Wilt Cham- berlain frá 1964 þegar Cham- berlain skoraði 40 stig eða meira í fjórum leikjum i röð. Kobe jafn- aði þetta met þegar Lakers mætti Indiana Pacers og hann skoraði í leiknum 45 stig, tók 10 fráköst og átti 5 stoðsendingar en Lakers vann 96-90. í hinum þremur leikjunum á undan skoraði hann 50 stig gegn Los Angeles Clippers, 48 stig gegn Phildadelfía 7óers og 45 stig gegn Memphis Grizzlies. Stórkostlegur íþróttamaður. „Ég hef verið þeirrar gæfu að- njótandi að fá tækifæri til að leika þennan stórkostlega leik. Ég er bara mjög heppinn,“ sagði Kobe Bryant við fréttamenn eftir leik- inn gegn Indiana Pacers. „Ég held að þetta sé alveg stór- kostlegt afrek,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, við fréttamenn og kallar hann nú ekki allt ömmu sína í þessum málum. Hann stýrði Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls til sex meistaratitla í NBA-deildinni. Þar afrekaði Jordan að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sagði eftir leikinn: „Hann er á toppi síns ferils sem leikmaður. Við urðum vitni af sannarlegu afreki hjá stórkostlegum íþrótta- manni. Það er sjaldgæft að maður verði vitni að afrekum sem þessum,“ sagði Carlisle eftir tap- leikinn gegn Lakers. Lakers mæta liði Portland Trail Blazers í næsta leik og spurningin er einungis hvort kappinn haldi áfram sínum stórkostlega leik. Það er þó ljóst að Kobe, þótt hann sé frábær leikmaður, vinnur ekki titilinn einn síns liðs. Lamar Odom kom næstur i stigaskorun í leiknum gegn Indiana með 17 stig en aðrir leikmenn skoruðu undir 10 stig. Kobe Bryant hefur farið hamförum að undanförnu í NBA-deildinni. Lakers hefur nú unnið þrjá leiki í röð og þrátt fyrir þessa fjóra stórleiki Kobe Bryant hefur þeim ekki tekist að vinna í öllum þeim fjórum leikjum sem er jú nokkuð athyglisvert. Los Angeles Lakers er í 7. sæti vesturdeildar NBA-deildarinnar með 18 sigur- leiki og 16 tapleiki sem gerir 52,9% vinningshlutfall. Indiana Pacers er aftur á móti í 5. sæti austurdeildar með 18 sigur- leiki og 14 tapleiki sem gerir 56,3% vinningshlutfall.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.