blaðið


blaðið - 11.01.2006, Qupperneq 30

blaðið - 11.01.2006, Qupperneq 30
38IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaöið borgarinn TITLAR Eitt af því sem fslendingar eru mjög viðkvæmir fyrir eru nafngiftir og titlar. (fréttum fyrir skemmstu var sagt frá því að í manntali frá sautjánhundruð og súrkál hafi titlarnir vinnukvensnift og sveitaómagi verið skjalfestir merki- miðar á fólk þess tíma. Nú til dags yrði sennilega uppi fótur og fit ef einlíver notaði þessi orð, þó ekki nema væri í hálfkæringi. Smáborgarinn fór að velta fyrir sér nafngiftum i víðara samhengi og hvernig nöfn á sama hlutnum hafa breyst í tímanna rás. I greiningaviðmiðum á þroskastöðu fólks var áður fyrr talað um fávita eða vanvita eða að vera vangefin. For- skeytið van- lýsirskorti á einhverju. Ann- að dæmi um það er að vera vannærður eða vanhæfur. Of- er líka forskeyti sem lýsir vel því sem fjallað er um eins og ofgnótt. En af hverju að breyta nöfn- um á þroskastöðu fólks svo dæmi sé tekið? Smáborgarinn hefur þá kenn- ingu að það sem gerist er að fólk hefur tilhneiglngu til að nota ákveðin heiti á neikvæðan hátt. Þannig hefur orðið vangefin sennilega hljómað á flestum skólagöngum landsins og þá oftar en ekki hnýtt saman við blótsyrði og upp- hrópanir. Við þá stöðu má ekki búa og sérfræðingar reyna að koma upp með nýyrði sem ekki er eins auðvelt að snúa út út. Hinir fullorðnu hafa þó ekki við litlu snillingunum sem alltaf tekst að tengja áður hlutlausum orðum í meira gildishlaðin. „Ertu eitthvað misþroska!" er sennilega þegar farið að hljóma á skólagöngum. Vinur Smáborgarans benti honum eitt sinn á hvað mongólíti væri neikvætt orð. Smáborgarinn hugs- aði sig um en sá í fljótu bragði ekkert neikvætt við orðið, það er hins vegar samhengið og hugsunarhátturinn sem býraðbaki sem skiptir máli. Hjúkrunarfræðingar hétu áður hjúkrun- arkonur, en nú þykir það ekki nógu fínt. Á hinn bóginn erallt ílagi að kalla konu leikkonu og engum finnst það asna- legt. Orðið kennslukona er hins vegar alveg út í hött og þekkist ekki lengur í íslenskri tungu. Fólk sem vinnur við símsvörun kallast nú móttökuritarar eða þjónustufull- trúar. Konan sem skúrar er ræstitækn- ir og matráðskonan heitir matráður. Skjólstæðingar Félagsþjónustunnar kallast nú viðskiptavinir og vonar Smá- borgarinn að þau viðskipti gangi vel og að báðir aðilar hagnist eins og í frjálsri samkeppni. Hvað sem öllum titlum líður heldur Smáborgarinn áfram að vera Smáborgari og ber höfuðið hátt undir þeim titli. HVAÐ FINNST ÞÉR? Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi. Tekur þú strætó? „Ég tek stundum strætó, en notkunin hefur farið minnkandi hin síðari ár. Mér finnst eins og mörgum öðrum að leiðakerfið sé ekki hannað með mínar þarfir í huga, heldur eitthvað allt annað. Það er lengra í strætóskýlið fyrir mig eftir breytingarnar en áður var. Hins vegar hef ég stundum farið í strætisvagninn með sonum mínum sem eru miklir aðdáendur strætisvagnanna. Þá er það í þeim tilgangi að fara í hring- ferð. Það er að segja, við förum ekki út úr honum fyrr en við erum komn- ir heim aftur.“ Björn Ingi hefur skotið fram þeirri hugmynd að strætisvagnakerfið verði gert gjaldfrjálst. Hljómsveitirnar á Brit-verðlaununum m Hljómsveitin Coldplay hefur staðfest að hún komi fram á Brit-verðlaunaafhendingunni á þessu ári. Aðrir sem koma þar fram eru The Kaiser Chiefs, James Blunt, KT Tunstall, Kelly Clarkson, Kanye West og Paul Weller koma þar einn- ig fram. Weller mun fá sérstök heiðursverðlaun á hátíðinni sem verður haldin þann 15. febrúar í Earl’s Court i Lund- únum. Chris Evans mun verða kynnir, annað árið í röð. Tilkynnt verður um tilnefningar til verðlaunanna á næstu dögum. Söngvari Spandau Ballet á sjúkrahús Fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Spandau Ballet, Tony Hadley, er að jafna sig á sjúkrahúsi í Lundúnum eftir að hann gekkst undir botnlangauppskurð. Farið var með söngvarann í flýti á Whittington-sjúkrahúsið í norðurhluta Lundúnaborgar síðastliðið laugardagskvöld, eftir að hann fór að kvarta undan kviðverkjum. Umboðsmaður hans, John Glo- ver, segir: „Hann verður á spítala í nokkra daga og við frest- uðum öllu sem hann ætlaði að gera í janúar. Hann er í góðu yfirlæti á sjúkrahúsinu og þótt hann sé svolítið dasaður líður honum ágætlega.“ Hadley er að vona að hann nái að jafna sig fyrir 30. janúar, en þá ætlaði hann að taka þátt í fjallgöngu upp á Mount Roraima í Venesúela, í góðgerðarskyni. Scarlett Johansson útilokar ekki lýtaaðgerð Scarlett Johansson er staðráðin í að berjast gegn öldrun með lýtaaðgerð, um leið og fegurð hennar fer að dvína. Hin 21 árs gamla stjarna úr kvikmyndinni „Lost in Translation“er alveg til í að gangast undir aðgerð ef á þarf að halda, en telur þó að fegurðin geti líka komið innan frá. Hún segir: „Já, ég trúi svo sannarlega á fegrun- araðgerðir. Mig langar ekkert til að líta út eins og gömul beygla, það er ekkert gam- an. En ég held líka að ef maður er sáttur við sjálfan sig þá sé það kynþokkafullt. Kannski finnst fólki ég einmitt vera kynþokkafull af þvi mér líður þannig.“ Alla virka daga milli 17-18 XFM FM91.9 EYKJAVIK ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga eftir Jim Unger Hvað á ég að banna þér oft að smella fingrum þegar ég er að draga tennur úr sjúklingi undir dáleiðslu? HEYRST HEFUR... Sú saga gengur nú um bæ- inn að eigendur DV ætli að skipta um mann í brúnni - þ.e.a.s. að fá nýjan mann til að ritstýra hinu umdeilda blaði. Nafn Eggerts Skúlasonar hefur heyrst í þeirri umræðu , en hann hefur mikla reynslu af fréttamennsku, meðal ann- ars á gamla Tímanum og svo á Stöð 2. Þegar Blaðið hafði sam- band við Eggert í gær vegna málsins sagði hann ekkert hæft í þessari sögu. „Þó að mér væri boðinn samsvarandi starfsloka- samningur og Ragnhildur þá myndi ég ekki fara þangað,“ sagði hann. Sagt er að maðurinn læri svo lengi sem hann lifi. Það á svo sannarlega við um Thomas Möller athafna- mann og bróður Ástu Möller, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins, sem flæktur var í samráðs- mál Esso, Olís og Shell. Til að koma öllu samráðinu í kring var tölvupóstur óspart notaður. I einum af tölvupóstum Thom- asar lét hann þau fleygu orð falla „að fólk væri fífl“ og átti þar augljóslega við viðskipta- vini olíufélaganna, sem létu bjóða sér hverja verðhækkun- ina á fætur annarri. Nú kennir Thomas tímastjórnun, m.a. í dagbók Odda fyrir árið 2006, og segir þar að ekki skuli nota tölvupóst fyrir viðkvæm gögn, skamma- eða fúkyrðabréf. Thomas hefði betur aflað sér þessarar vitneskju fyrr. Flosi Eiríksson, oddviti Sam- fylkingarinnar í Kópavogi, býður sig fram í fjórða sæti list- ans í prófkjöri fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í vor. Flokkur- inn er með þrjá menn inni núna þannig að það er | óvíst að sjálfur oddvitinn hljóti kosningu. Bregð- ist það telja margir að Flosi ætli að hella sér út í landsmálapólit- íkina að ári liðnu. Það er svo allt annað mál hvort að það tekst. Framsóknarmenn hafa ver- ið duglegir við aðkynnasigí vikunni. Þannig heimsækir þing- flokkurinn tugi fyrirtækja á höf- uðborgarsvæð- inuþar sem rætt er við almenna starfsmenn og stjórnendur. Til- gangurinn er sá að kynna sér atvinnulífið, auk þess sem pól- itíkin verður ofarlega á baugi. Halldór Ásgrímsson, formað- ur flokksins, fer hins vegar mjúku leiðina í kynningarátaki sínu - heimsókn til 300 þúsund- asta íslendingsins tryggði hon- um forsíður og öruggt pláss á öldum ljósvakans.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.