blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöi6 blaöi Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Lögmannafélag íslands: Sjálfstæði lögmanna stefnt í voða - segir formaður Lögmannafélags íslands. Lögmenn ekki sáttir við að Fjármálaeftirlitið hafifengið heimild til að aflétta bankaleynd lögmannastofu. Olíufélögin: Bensínverð hækkar Olíufélögin Esso, Olís og Skeljungur hækkuðu öll verð á bensíni hjá sér í gær. Hjá Olís og Esso hækkaði lítr- inn um tvær krónur en hjá Skeljungi um i,8 krónur. Ástæðan er hækkun oliuverðs á heimsmörkuðum. Atl- antsolía hefur enn ekki gefið út hvort að þeir muni hækka bensín- verð hjá sér en að sögn talsmanna er verið að fara yfir stöðuna og mun ákvörðun verða tekin fljótlega. ■ Þróunarsamvinna: Framlög aukin Framlag Islands til þróunaraðstoðar mun aukast um 0,16 prósentustig sem hlutfall af landsframleiðslu á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Þróunarsam- vinnustofnunar íslands. f dag nema framlög úr ríkissjóði um 0,19% af landsframleiðslu en samkvæmt áætlunum mun hlutfallið verða komið í 0,35% árin 2008 til 2009. Þá kemur fram í skýrslunni að í krafti aukinna fjárframlaga var stofnað til þróunarsamvinnu við tvö lönd til viðbótar á árinu þ.e. Sri Lanka og Nikaragúa. ■ Úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur frá því í nóvember á síðasta ári þar sem Fjármálaeftirlitinu (FME) var heimilað að aflétta banka- leynd lögmannastofu getur skaðað sjálfstæði lögmanna segir formaður Lögmannafélags íslands. Fjölmargir reikningar tengdust alls ekki rann- sókn málsins. Óheiðarlegt og rangt Bankaleynd var aflétt af reikningum lögmannsstofunnar Lögmenn Laug- ardal ehf. í nóvembermánuði síð- astliðnum vegna rannsóknar FME á stofnfjárviðskiptum í Sparisjóð Hafnarfjarðar (SPH). Ríkislögreglu- stjóri hefur nú öll þau gögn undir höndum en eigendum lögmanna- stofunnar barst engin tilkynning né vitneskja að þessi heimild hefði verið gefin. Brynjar Níelsson, lög- maður lögmannsstofunnar Lög- menn Laugardal, segir að FME hafi með aðgerð sinni brotið lög og krafðist þess fyrir Héraðsdómi í gær að ríkislögreglustjóra væri óheimilt Lögmannafélag (slands fundaöi sérstaklega um málið í gærkvöldi.. BlaiiöAteinarHugi að nota þau gögn sem hald var lagt á við rannsókn málsins. „Við erum ósáttir við þessa aðgerð og teljum hana vera óheiðarlega og ranga. Það er alls staðar klúður í þessu máli. I fyrsta lagi að biðja um þetta. I öðru lagi að veita þetta og svo það að bankinn skuli láta þetta yfir sig ganga. Bankinn gat neitað þessu og látið málið fara upp í Hæstarétt.“ Samband við skjólstæðinga Helgi Jóhannesson, formaður Lög- mannafélags Islands, telur að FME hafi ekki heimild til að fara inn á umrædda reikninga og segir að þessi aðgerð hafi skaðað sjálfstæði lögmanna og samband þeirra við skjólstæðinga sína. „Mín afstaða er sú að það beri að standa vörð um sjálfstæði lögmanna og þegar svona eftirlitsstofnanir og rannsóknarað- ilar eru að beita úrræðum sem þeir hafa þá verður lögmaður að fá að koma að því máli. Hann þarf að fá tækifæri til að sinna hagsmunum sinna skjólstæðinga. Þarna er það lannig að lögmaður veit ekkert af iví að það er svipt bankaleynd af lessum reikningum." Þá gagnrýnir Helgi það bankaleyndinni hafi verið svipt af öllum reikningum lögmannastofunnar jafnvel þó þeir tengdust ekki rannsókn málsins. ,Við metum mikið trúnaðarsamband okkar við skjólstæðingana og í þessu tilviki er það samt þannig að þarna er bankanum veitt heimild til þess að varpa bankaleyndinni af öllum bankareikningum stofunnar vegna fimm milljóna eða meira sem gæti fræðilega séð verið meirihlutinn af viðskiptavinunum stofunnar. Mér finnst skrítið að bankinn hafi ekki spyrnt við fótum til að þess að halda uppi rétti síns viðskiptavinar.“ ■ Farsóttafréttir: Átta HlV-smit greindust í fyrra Bólusetning gegn hettusótt gefur góða raun Alls greindust átta einstaklingar með HlV-smit á íslandi í fyrra. Af þeim sem greindust voru fimm karlar en þrjár konur. Alls hafa 184 einstaklingar greinst með sjúkdóm- inn hér á landi frá upphafi. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum sem sóttvarnarlæknir sendi frá sér í gær. Þar segir að þetta sé í „samræmi við þróun undanfarinna ára sem bendir til takmarkaðrar útbreiðslu HIV- smits hér á landi”. Má bjóða þér í te? 4 glænýjar, ilmandi og dásamlegar gerðir af Zhena's GypsyTea. Kynning \ Fjarðarkaupum í dag Fimmtudag 12. og föstudag 13 jan. kl. 15 - 18 Talið er að fimm hinna smituðu hafi verið gagnkynhneigðir en að þrír hafi verið samkynhneigiðir karlar. Sérstaklega er tekið fram í Farsóttarfréttunum að enginn fíkni- efnaneytandi hafi greinst með HIV smit á árinu. Hettusóttarfaraldur (rénum Nokkuð hefur verið um hettusótt- arfaraldur að undanförnu, þar sem meirihluti þeirra sem sýktust voru ungmenni á aldrinum 20 til 24 ára. í nóvembermánuði síðstliðnum greindust 20 einstaklingar með sjúk- dóminn, en það voru flest greind til- felli í einum mánuði á síðasta ári. I næsta mánuði á eftir dró hinsvegar mjög úr greindum tilfellum, þegar 10 einstaklingar greindust með sjúk- dóminn. Ástæðu fyrir þessum sam- drætti er talið að sóttvarnarlæknir hvatti ungmenni fædd á árunum 1981 til 1985 að láta bólusetja sig gegn sjúkdómnum. „Margir brugðust skjótt við þessum tilmælum og í desember- mánuði 2005 voru mjög margir ein- staklingar bólusettir þótt nákvæm tala sé ekki fyrirliggjandi” segir í Farsóttarfréttum. Ennfremur er tekið fram að vonir standi til um að með bólusetningarátakinu hafi tek- ist að hefta útbreiðslu faraldursins.B Fœreyskur togari í íslenskri lögsögu: Staðinn að meintum ólög- legum veiðum Flugvél Landhelgisgæslunnar stóð færeyskan togara að meintum ólöglegum veiðum í íslensku efna- hagslögsögunni, rétt innan við miðlínuna milli Islands og Færeyja í síðustu viku. Deilur hafa staðið um legu miðlínunnar. Færeyski tog- arinn var 1,9 sjómílur fyrir innan íslensku lögsögumörkin samkvæmt færeyskri túlkun en 8,4 sjómílur samkvæmt íslenskri túlkun. Ekki var hægt að færa togarann til hafnar þar sem Landhelgisgæslan var ekki með varðskip á svæðinu. Áhöfn flugvélarinnar reyndi ítrekað að ná sambandi við togarann með fjar- skiptum og ljósmerkjum en fékk ekkert svar. Auk þess að hafa ekki leyfi til að veiða í íslenskri lögsögu, vanrækti togarinn tilkynninga- skyldu og braut með því gegn lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi íslands. Ákveðið var að óska eftir aðstoð lögregluyfirvalda í Færeyjum við rannsókn málsins með milligöngu Ríkislögreglustjóra. Málið var sent til Færeyja aðfararnótt 6. janúar sl. fyrir milligöngu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjórans og er til rann- sóknar hjá lögreglunni í Þórshöfn.B UTSflLfl ÚTSflLfi ÚTSHLfl 15-50% ÚTSfllfl ÚTSflU) Opnunartími 11-18virkadaga 11-14 lau www.ynja.is Hamraborg7 Kópavogi Sími 544 4088 O Heiðskirt (3 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað Rigning, litilsháttar //' Rignlng 2 9 Súld Snjókoma 2 * SJJ Slydda SJJ Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Oriando Osló Parls Stokkhólmur Þórshöfn Vln Algarve Dublin Glasgow 04 10 03 03 03 03 01 04 06 08 12 05 08 14 03 07 03 08 -03 14 10 09 * * * 2° /// ^-6° -3° * * cf // / 4°/ / / / // % 2° // /// // / /// 3°/// * -3° * Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands ,2.V ** V ///

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.