blaðið - 12.01.2006, Side 4

blaðið - 12.01.2006, Side 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöiö Hvalfjörður: Byggja þarf ný göng segir stjórnarformaður Spalar. Umferð ígegnum göngin hefur verið mun meiri en áœtlanir gerðu ráðfyrir. Stjórnarráðið: Heilbrigðisráðu- neytið dýrast, Hagstofan ódýrust Áætluð útgjöld Heilbrigðisráðu- neytisins á þessu ári munu nema rúmum 126 milljörðum króna samkvæmt nýjustu áætlunum sem birtar voru á heimasíðunni www. rikiskassinn.is í gær. Útgjöld þess nema rúmlega 42% af heildarút- gjöldum allra ráðuneytanna saman- lagt. Menntamálaráðuneytið kemur í öðru sæti með rúman 41 milljarð króna, eða tæp 14% allra útgjalda. Ódýrasta ráðuneytið er Hagstofa íslands, en áætluð útgjöld þess eru um 656 milljónir króna, sem er um 0,2% heildarúgjalda ráðuneytanna allra. Næst ódýrast er forsætisráðu- neytið með með rúman 1.1 milljarð króna og í þriðja neðsta sæti er viðskiptaráðuneytið með útgjöld upp á um 1,4 milljarð króna. I ráðuneytunum landsins, sem eru fjórtán talsins, starfa um 500 manns sem er um 2,5% af fjölda ríkisstarfsmanna. ■ Gera verður ný Hvalfjarðargöng til að koma til móts við aukinn um- ferðarþunga á svæðinu segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., rekstrarfélags Hvalfjarðar- ganga. Umferð í gegnum göngin jókst um 13% á síðasta ári. Umferðin aukist jafnt og þétt Allt útlit er fyrir það að Hvalfjarð- argöngin muni sprengja flutn- ingsgetu sína innan skamms. Að meðaltali keyra um 4.500 bílar í gegnum göngin á degi hverjum en hönnunarforsendur gera ráð fyrir 5.000 bílum. Samkvæmt Marínó Tryggvasyni, aðstoðar- framkvæmdastjóra Spalar, hefur umferð aukist jafnt og þétt frá því að göngin voru opnuð árið 1998. I fyrra nam aukningin um 12 til 13% en alls fóru þá rúm 1,6 milljón bíla í gegnum göngin. Marínó segir að þegar sé byrjað að vinna að bygg- ingu nýrra ganga en að sú vinnsla sé enn á frumstigi. „Málið er ennþá á frumstigi en menn eru farnir að hugsa fyrir þessu því það þarf að fara gera eitthvað.“ Samsíða göng Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að auka verði flutn- ingsgetu Hvalfjarðarganga þar sem að öðrum kosti sé hætta á því þau hamli eðlilegri umferð. „Ef vöxtur- inn verður í einhverjum takti við það sem er meðaltalið frá upphafi opnunar ganganna þá mun afkasta- geta verða þröskuldur á umferðina. Eg hef sagt að það væri ekki óeðli- legt að með einhverjum aðgerðum yrði stefnt að því að árið 2008 til 2010 lægi fyrir aukning í afkasta- getu og þá hefur m.a. hefur verið horft til þess að leggja önnur sam- síða göng að sunnanverðu.“ Gísli segir að ekkert liggi fyrir enn sem komið er enda sé vinna rétt að hefjast. „Þetta er rétt að mjakast af stað og nokkuð langt í það að menn hafi þetta á borðinu. Menn eru bara að skoða hvernig sé hægt að leysa þetta og hvað þetta kemur til með að kosta o.s.frv. en gróflega áætlað geri ég ráð fyrir því að bygg- ing nýrra ganga gætu kostað á bil- inu 1,6 til 1,8 milljarð króna.“ ■ Blaíií/SteinarHugi Umferðarteppur gætu orðið tíðari við Hvalfjarðargöngin ef flutningsgeta þeirra verður ekki aukin. Landssamband lögreglumanna: Mótmælir breytingum á umferðarlögum Brandenborgarhliðið í Berlfn og nánasta umhverfi var sett f nýjan búning af Ijóslista- manninum Karli Feldman f tilefni af Grænu vikunni, matvælasýningunni þar sem fslenskri matargerðarfist er gerð sérstök skil. Landkynning: Berlínarbúum kynnt íslensk matargerðarlist Landssamband lögreglumanna mót- mælir harðlega fýrirliggjandi frum- varpi til breytinga á umferðarlögum sem það telur geta haft slæm áhrif á löggæslumál á landinu. Samkvæmt frumvarpinu fá starfsmenn Vega- gerðarinnar heimild til að stöðva ökutæki og sinna margþættu eftir- liti með ökutækjum og ökumönnum. Þeim verður heimilt að banna för ökutækis ef þeir gruna að alvarleg brot hafi átt sér stað til að hindra áframhaldandi brot þar til lögregla kemur á vettvang. 1 tilkynningu frá Landssambandi lögreglumanna segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að með þessari breytingu á umferðarlögum muni starfsmönnum Vegagerðar verða veitt víðtækt lögregluvald og illskilj- anlegt hvernig tillögur að svo van- hugsuðum lagabreytingum komi til. Landsambandið bendir jafnframt á að á undanförnum vikum hafi forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja er frumvarpið varðar lýst yfir and- stöðu við að Vegagerðin eigi í enn frekara mæli að taka við hlutverki lögreglu. Þeir telja sig eiga rétt á að faglegu eftirliti verði sinnt af lög- reglu en ekki af ófaglærðum starfs- mönnum Vegagerðarinnar. ■ Sendiráð íslands í Berlín stendur þessa dagana fyrir kynningu á ís- lenskri matargerðarlist i tengslum við Grænu vikuna, eina stærstu matvælasýningu heims, sem haldin er árlega í Berlín. Á íslensku mat- arkynningunni, sem stendur út mánuðinn, verður kynnt íslenskt sjávarfang, bleikja, lambakjöt, skyr og skyrtertur, ostar og ostakökur, konfekt og vatn. Matarkynningin stendur yfir á tveimur þekktum veitingahúsum í Berlín. Þessa vikuna stendur svo HELGARVEISU fyrir 4 til 6 kr. 2.490 QuiznosSuB HMMM...OLÓÐAOUR Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 Islensk vika í veitingasal norrænu sendiráðanna í Berlín, en þar fram- reiðir Friðrik Sigurðsson, meist- arakokkur utanríkisráðuneytisins, við hlið Kenneth Gjerrud, norsks matreiðslumeistara matsalarins, ís- lenska rétti, allt frá fiskibollum til íslenskrar kjötsúpu og frá bláberja- skyri til rjómaostaköku. I dag býður Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, svo til opn- unarmóttöku í tilefni af íslenskum vikum á veitingastaðnum Sachs, sem staðsettur er í hjarta fyrrum Vestur-Berlínar. Þar hefur Árni Siemsen, íslenskur veitingastjóri Sachs, yfirumsjón með matarkynn- ingunni til mánaðamóta. Sendiráðið, í samstarfi við Frið- rik Sigurðsson og Árna Siemsen, stendur í dag einnig fyrir sérstakri kynningu á íslenskum matvælum fyrir valinn hóp meistarkokka í Berlín 12. janúar. Sumar vörurnar eins og sjávarfang hafa verið fluttar út til Þýskalands um árabil, en fyrir- hugað er að aðrar muni koma inn á markaðinn á næstu mánuðum eins og lambakjöt, skyr, eldisbleikja og vatn. ■ Bráðabirgðatölur Fiskistofu: Heildarafli minnkar Heildarafli ársins 2005 var 1.667.287 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það er 61 þúsund tonnum minni afli en árið áður. 157 þúsund tonnum minni kolmunnaafli skýrir þennan samdrátt segir í tilkynningu ff á Fiskistofu. Á móti aflasamdrætti í kolmunna vó 80 þúsund tonna aukning í loðnuafla og 40 þúsund tonna aukning í síldarafla á árinu. Afli íslenskra skipa í desember 2005 var tæplega 72 þúsund tonn en aflinn var 85 þúsund tonn í desember 2004. Sam- dráttur afla milh ára stafar af minni afla uppsjávartegunda. Vegur þar mest rúmlega 8 þúsund tonna samdráttur í sfldarafla. Hins vegar veiddust rúm- lega 9 þúsund tonn af loðnu við loðnu- leit í desember 2005, sem er meiri loðnuafli en fékkst í desember 2004. ■ öryggismál: Tvö ný björgun- arskip sjósett Slysavarnafélagið-Landsbjörghefur sjósett tvö ný björgunarskip sem félagið keypti frá breska sjóbjörg- unarfélaginu RNLI. Þau munu koma í stað eldri skipa félagsins á Vopnafirði og Siglufirði. Skipin eru 18 ára gömul en voru endurbyggð fyrir um 3 árum. Skipin eru af gerðinni Árun og hefur Slysavarna- félagið-Landsbjörg nú 11 slík skip í þjónustu sinni. I tilkynningu frá félaginu segir að skip af þessari gerð hafi reynst vel hér við land, séu hagkvæm í rekstri og vel búin til björgunarstarfa. Ennfremur segir í tilkynningunni að það auðveldi mjögþjálfun skipverja að skipin séu eins en Slysavarnaskóli Sjó- manna sér um samræmda þjálfun áhafna björgunarskipa félagsins. ■ Janus ullarvörumar eru sérlega vandaðar og má þvo í þvottavél Útsalan í fullum gangi 20-60% afsl. Eigum einnig stórar stærðir Sendum um allt land Barónsstíg 3 S. 552 7499 Opið: Virka daga 10 til 18 • Lau 10 til 16 M^ljL... I islenskl Betra skipu/ag á nýju árí! (rífstofuvörum frá Múlalundi ..„0 Shrifborðs Mo ttur ] kr t MULALUNDUR Vinnustofa SlBS V Hátúni lOc • S: 562-8500 * Fax: 552-8819 • www.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.