blaðið - 12.01.2006, Síða 6

blaðið - 12.01.2006, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöi6 Ályktun Blaðamannafélags íslands: Ber að starfa í samræmi við siðareglur félagsins Stjórn Blaðamannafélags Islands fundaði í gær vegna máls karl- manns sem framdi sjálfsvíg í kjölfar umfjöllunar um meint kynferðisbrot hans gegn ungum Eiiltum. Stjórn Blaðamannafélags slands harmar þann atburð sem leitt hefur til umræðu um vinnu- brögð og ritstjórnarstefnu DV. Stjórnin leggur áherslu á að í siðareglum BÍ stendur að blaða- menn skuli sýna íyllstu tillitssemi í vandasömum málum, forðast allt, sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Ritstjóri DV hefur áður lýst því að blaðið fari eftir eigin siðareglum þótt þær stangist á við siðareglur BÍ. Þetta telur stjórn Blaðamannafé- lagsins ótækt, og álítur að hverjum blaðamanni sé skylt að starfa í samræmi við siðareglur félagsins. Áfengisverð: Hið opinbera heldur áfengisverði uppi Þrátt fyrir hagstœða gengisþróun hefur verð á áfengi ekki lœkkað. Ástœðan sögð vera undarleg skattlagning hins opinbera. Verð á áfengi, hvort sem um er að ræða sterk eða létt vín, hefur lítið sem ekkert breyst undanfarna mán- uði, þrátt fyrir að staða íslensku krónunnar hefur styrkst verulega. Það þýðir að hver flaska kostar færri krónur í innkaupum til lands- ins og eðlilegt væri að ætla að slíkt myndi skila sér til neytenda. Svo er hinsvegar ekki og er fulltrúi ÁTVR sammála fulltrúa innflytjenda um að ástæðunnar sé ekki að leita hjá innflytjendum, heldur í undarlegri skattlagningu ríkisins. Hún valdi því að verðbrey tingar á víni erlendis, sem og lægra innkaupaverð skili sér ekki í lægra vöruverði til íslenskra neytenda. Algengt áfengisgjald rúmar 400 krónur Verðlagning á áfengi byggir upp á nokkrum hlutum. I fyrsta lagi er það áfengisgjald, sem er ákveðin krónutala íyrir hvert prómill af áfengi. Af léttvíni er algengt gjald á bilinu 400 til 450 krónur. Ofan á það kemur síðan álagning ÁT VR sem og virðisaukaskattur. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri vörusviðs ÁTVR segir að dæmið geti litið út á eftirfar- andi hátt. Léttvínsflaska er keypt á 750 krónur til verslunarinnar. Þar af er áfengisgjaldið 450 krónur, en inn- flytjandi fær 300 krónur fyrir flösk- una. Með álagningu og vsk. kostar flaskan út úr búð 1.055 krónur. Ef innflytjandinn myndi lækka sitt gjald um 10% myndi flaskan hins- vegar aðeins lækka um 42 krónur, eða niður í 1.013. „Af því að áfengisgjadið er hærra en innkaupsverðið er 10% hækkun á innkaupsverðinu ekki að skila sér í 10% lækkun á útsöluverði”, segir Ágúst. Lítil framlegð Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna segir framlegð innflytjanda af 1000 króna léttvínsflösku sé á bil- inu 50 til 70 krónur. „Það sér hver maður að það er ekki mikið rými til verðbreytinga þó að það verði til að mynda einhver breyting á gengi krónunnar” segir Andrés. Hann bendir á að tæp 70% af útsöluverði sterkra vína gangi Blaöiö/Steim Hugi Gengisbreytingar upp á jafnvel tugi prósenta skilar sér ekki í lægra áfengisverði til íslenskra neytenda. Föst upphæð áfengisgjalds hefur þarna mikið að segja. beint í ríkissjóð í formi ýmis konar skatta og að á meðan áfengisgjald sé reiknað út á þennan hátt verði staðan óbreytt. „Það kemst ekkert vit í þennan markað fyrr en áfengis- gjald verður lækkað verulega, það er grundvallaratriði þessa máls. Við höfum eytt miklu púðri í að benda á að svona verðpólitík standist ekki”, segir Andrés. Hann segir ennfremur að óform- leg verðkönnun á verði tuttugu vína sem keypt eru inn í dollurum hafi leitt í ljós að um helmingur þeirra hafi lækkað óverulega í verði hér á landi milli ára. Þrjú hafi hækkað en verð sjö vína hafi staðið í stað. Þau vín sem hafi lækkað séu aðallega dýr vín, en hlutfall áfengisgjaldsins í heildarverði þeirra sé lægra en í verði ódýruvínanna. íbúðalánasjóður: Heildarútlán umfram áætlanir Utsala! enn meiri verðlækkun Flottur fatnaður frá kr. 350.- Leikföng, Ijós, verkfæri, gjafavara, skartgripir, fæðubótarefni ofl. ofl. JBp It f| Austurhrauni 3, Gbæ/KAYS |J l^f I www.bmagnusson.is B.MAGNUSSON hf. Opið 10-18 og lau 11-14 Útlán íbúðalánasjóðs jukust um 26% í desembermánuði síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Ibúðalánasjóðs fyrir desember 2005. Þá nam heildarútgáfa sjóðsins í útboðum íbúðabréfa á síðasta ári um 47 milljörðum. 5 milljarðar í desember I desembermánuði síðastliðnum námu heildarútlán Ibúðalánasjóðs 5 milljörðum en alls lánaði sjóður- inn 17,1 milljarð króna á fjórða árs- fjórðungi síðastá árs. Heildarútlán sjóðsins árið 2005 voru 73,7 millj- arðar sem er eilítið yfir væntingum, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að heildarútlán yrðu 72,6 milljarðar. Þar af tilheyrðu 68 milljarðar svo- kölluðum almennum lánum en 5,6 milljarðar leiguíbúðalánum. Fjármögnunarkjör versna Fram kemur í skýrslunni að fjár- mögnunarkjör sjóðsins hafi versnað á undanförnum mánuðum. Ávöxt- Heildarútlán Ibúöalánasjóös áriö 2005 námu 73,7 milljörðum. unarkrafa íbúðarbréfa var 4,1 til 4,3% eftir flokkum bréfa. Hækkun Seðlabanka íslands á stýrivöxtum í desember var nokkuð undir vænt- ingum og því lækkaði ávöxtunar- krafa íbúðabréfa lítillega í kjölfarið en það hafi síðan gengið til baka. Þá segir að heildarvelta íbúðabréfa á síð- asta ári hafi verið góð og numið um 66% af heildaraveltu skráðra skulda- bréfa í Kauphöll Islands og ríflega 30% af skráum verðbréfum. Sjávarútvegur Loðnan fundin Loðnubáturinn Guðmundur Ólafur ÓF-91 kom til hafnar í gær með fullfermi af loðnu. Megnið af loðnunni, sem fékkst í fjórum hölum í fyrradag, fannst um 70 sjómílur norðaustur af Hraunhafnartanga. Leit að loðnu hefiir staðið um nokkurn tíma, og voru menn orðnir svartsýnir á að hún fyndist yfirleitt. Hún virðist hins vegar vera að ganga inn í lögsöguna fyrir norðan land um þessar mundir. Árekstur vörubíla Vörubíll rann á annan á Krýsu- víkurvegi í grennd við malar- námurnar í Vatnsskarði síðdegis i gær. Draga þurfti annan bílinn mikið skemmdan af vettvangi en ökumaður hans var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Nokkur hálka var á veginum þegar áreksturinn varð og er talið að hún hafi átt sinn þátt í honum. Þá varð umferðarslys við brúna í Hnífsdal á fjórða tím- anum í gær. Bíll sem var á leið ffá Isafirði mun hafa runnið til í hálku með þeim afleiðingum að hann lenti á stólpa brúarinnar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.