blaðið

Ulloq

blaðið - 12.01.2006, Qupperneq 8

blaðið - 12.01.2006, Qupperneq 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 I blaóiö Lögmenn: Teljaskrif DV varða við lög Lögmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og Sveinn Andri Sveinsson, sem Blaðið ræddi við í gær, telja einsýnt að forsíðu- fregn DV um mann, sem framdi sjálfsmorð í kjölfar umfjöllunar- innar, hafi brotið í bága við lög. „Mér sýnist að þessi fréttaflutn- ingur hljóti að vera brot á hegn- ingarlögum um ærumeiðingar og friðhelgi einkalífsins," segir Sveinn Andri Sveinsson. „Þar vega væntanlega þyngst ákvæði um rangar sakargiítir, því hver maður er saklaus uns sekt hans er sönnuð. f þessu tilfelli verður málið aldrei upplýst, því rannsókninni er sjálfhætt þegar sakborningur deyr. Hann verður því aldrei sakfelldur, er með öðrum orðum saklaus og því stendur fréttaflutningurinn eftir sem rangar sakargiftir." Sigríður Rut tekur í sama streng, en telur erfitt að segja til um það hvort einhver eftirmál verði. „En hér ræðir um fébótaábyrgð, refsi- ábyrgð og siðferðislega ábyrgð. Ég held við þurfum ekkert að ræða um siðferðislega ábyrgð í málinu, hún liggur í augum uppi. Fébóta- ábyrgðin kynni að vera vegna ærumeiðinga, en það er spurning hvort hún flyst til ættingja eftir að maðurinn deyr. Hins vegar er tómt mál að tala um refsiábyrgð vena þess að blaðið hafi hvatt til sjálfsvígs með skrifum sínum. Til þess þyrfti að sanna ásetn- ing í málinu. Það er útilokað.“ Þau Sigríður og Sveinn Andri minna á að ritstjóri DV, Jónas Krist- jánsson, hafi haldið áfram á sömu braut í viðtali í Blaðinu í gær, eftir að maðurinn lést. Telja þau með þeim orðum grundvöll til þess fyrir ættingja mannsins að höfða mál vegna þess að þar hafi verið vegið að minningu hins látna og æru. Sveinn Andri Sveinsson telur að boltinn sé nú hjá eigendum DV, fýrst ritstjórar þess sjái ekki að sér. ,En sem gamall blaðamaður get ég nú sagt að svona skrif koma blaða- mennsku nákvæmlega ekkert við.“ Sóknarpresturinn á ísafirði „Hér ríkir mikil sorg í dagu Líkt og kemur fram annarsstaðar í Blaðinu eru ísfirðingar almennt slegnir yfir viðburðum síðustu daga. Sr. Skúli Ólafsson, starfandi sóknarprestur á fsafirði, staðfesti þetta í samtali við Blaðið, en vildi' ekki tjá sig um málið að öðru leyti. ,Hér ríkir mikil sorg í dag, víða er flaggað í hálfa stöng og fólki er brugðið," sagði Sr. Skúli Olafsson. Þórdís J. Sigurðar- dóttir, stjórnarfor- maður Dagsbrúnar Dagsbrún: Stjórnarmenn vilja ekki ræða DV Þórdís J. Sigurð- ardóttir, stjórn- arformaður Dagsbrúnar, móðurfélags dagblaðsins DV, sendi tilkynn- ingu frá sér í gær, þar sem hún sagði að stjórn félagsins myndi „ræða þá umíjöllun sem átt hefur sér stað undanfarna daga um DV“ á stjórnarfundi á morgun. Ekki reyndist unnt að ná tali af Þórdísi eða Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dags- brúnar, en þau eru saman á ferð erlendis í erindum Dagsbrúnar. Þeir stjórnarmenn Dagsbrúnar, sem Blaðið náði tali af vildu sem minnst tjá sig og töldu rétt að stjórnin kæmi saman fyrst og í fram- haldinu myndi álit hennar og vilji koma fram í stjórnarsamþykktum. Davíð Scheving Thorsteins- son, stjórnarmaður í Dagsbrún, sagði að hann vildi ekki ræða fréttaflutning og efnistök DV á opinberum vettvangi. „Það gerum við á föstudaginn, þessi sjö manna hópur og þá kemur í ljós hvað er til ráða. Ég bíð bara eftir minni skoðun, eins og maðurinn sagði.“ Ari Edwald, sem senn tekur við forstjórastöðu Dagsbrúnar, kvaðst vissulega hafa skoðun á þeirri stöðu, sem upp væri komin. Hann vildi hins vegar ekki ræða það, enda tæki hann ekki við störfum fyrr en í. febrúar. „Ég mun ekki láta uppi neina skoðun á störfum eða stefnu fyrirtækisins fyrr en mér hefur gefist tími til þess að kynna mér fyrirtækið eftir að ég kem þangað til starfa. Ég hugsa að ég gefi mér tíma til þess að hlusta og læra áður en ég fer að gefa miklar yfirlýsingar.“ Kauphöllin: Hlutabréf Dagsbrúnar féllu mest Gengi hlutabréfa Dagsbrúnar, móð- urfélags DV, féll um 3,17% í Kauphöll fsland í gær á sama tíma og Úrvals- vísitalan steig um 0,22%. Dagsbrún féll langmest allra hlutabréfa í Kaup- höllinni, en næstmesta lækkunin var hjá Össuri og nam hún 0,85%. Að þessu leyti virðist markaðurinn hafa tekið mjög við sér vegna neikvæðrar umræðu um DV undanfarin dægur. Blaðamenn DV voru í þungum þönkum þegar þessi mynd var tekin í gær, en Ijósmyndara Blaðsins var meinaður inngangur á ritstjórn- arskrifstofurnar við Skaftahlíð. Athygli vakti í gær að ritstjórarnir vildu ekki veita systurmiðli sínum Nýju fréttastöðinni (NFS) viðtal og sendu fréttamönnum þar raunar tóninn. Umsátursástand á DV BlaðiÖ/Steinar Hugi Isfirðingar slegnir Almenn reiði ígarð DV f sfirðingar eru slegnir í kjölfar atburða þriðjudagsins, er karl- maður á sextugsaldri þar í bæ svipti sig lífi sama dag og mynd af honum birtist á forsíðu DV sakaður um nauðgun. Víða er flaggað í hálfa stöng og viðmæl- endum Blaðsins þar í bæ ber saman um að mikil sorg ríki í bæjarfélaginu öllu og fólki sé almennt brugðið. Einn viðmælandi Blaðsins á fsa- firði sagði að bæjarbúar væru orð- lausir, vissu vart hvaðan á sig stæði veðrið og bætti því við að DV hafi endanlega gengið of langt. „Þeir birtu bæði mynd og nafn án þess að búið væri að sanna sök hans að nokkru leyti. Það þekktu allir þennan mann í bænum og það hefur áhrif. Ég er reið við DV, mun ekki snerta það héðan af og veit af fjölda annarra á sömu skoðun," sagði kona á fimmtugsaldri sem ekki vildi láta nafns sins getið. „Svona vinnubrögð eru óþolandi. Menn spyrja sig, hvað kemur næst - hverju getum við átt von á úr þessari átt í kjölfarið?" sagði annar bæjarbúi. „Þvert um geð að selja svona blöð" Jónas Gunnlaugsson, bóksali í Bók- hlöðunni á ísafirði, segist hafa hætt sölu á DV fyrir nokkru og telur atburði síðustu daga staðfesta þá af- stöðu hans. „Ég sel ekki Dagblaðið og hef ekki gert í nokkurn tíma, því mér er einfaldlega þvert um geð að selja svona blöð. Eg er mjög ánægður með þá afstöðu mína núna og þetta staðfestir að ákvörðunin var rétt,“ sagði Jónas. Gísli Úlfsson, framkvæmdastjóri Formenn þingflokka á Alþingi sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem tekið var undir ályktun ung- liðahreyfinga stjórnmálaflokkanna þar sem því var beint til ritstjórnar DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. Enginn var þó jafnberorður í gagnrýni sinni og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, sem sagði á heimasíðu sinni í gær, að myndbirting DV í gær verslunarinnar Hamraborgar á ísa- firði, segir að verslunin hafi til þessa ekki ritskoðað neysluvenjur kúnna sinna og muni ekki taka upp á því nú. „Við látum okkar kúnna um að ákveða hvað þeir vilja, þótt við hvetjum engan til þess að lesa DV. Við tókum hinsvegar blaðið úr sölu í gær, þar sem okkur þótti fréttin óviðeigandi.“ af grunuðum manni með viðeig- andi fullyrðingum hafi reynst vera dauðadómur án réttarmeðferðar eða laga. Spurði Hjálmar hvernig ritstjóri, eigendur, auglýsendur og kaupendur blaðsins hyggist axla sína ábyrgð á málinu, hvernig íslenskir neytendur bregðist við og hvernig blaðamannastéttin hyggist bregðast við. Grein Hjálmars er í heild sinni á síðu 16 í Blaðinu í dag. Hjálmar Árnason: Segir skrif DV dauöadóm UTSALA UTSALA Dömugallabuxur ^ttUortatin'a frá 990.- ksS $ Fálkahúsinu • Suðurlandsbraut 8 • www.cogc.is • opið: 10-18 virka daga • lau: 11-17 • S. 554 0655

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.