blaðið - 12.01.2006, Síða 20

blaðið - 12.01.2006, Síða 20
20 I FYRIR KONUR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöiö Kynhegðun og klámnotkun Konur kœra sig ekki um klám Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur verið sífelld umræða um klámvæðingu og þá sérstaklega i tengslum við svokallaða klám- kynslóð. Hæst hefur þar farið umræða um að ungum stúlkum hefur verið þröngvað til munn- maka, jafnvel sem aðgangseyrir í partý. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur kennir nám- skeið í Háskóla Islands sem ber heitið Klám og ofbeldi i mynd- miðlun og hennar reynsla er sú að flestar konur kæra sig ekkert um klám. Guðbjörg talar um að konur og karlar hafa öðruvísi viðhorf gagn- vart klámnotkun. „Samkvæmt Ira Reiss, fyrrum prófessor í félags- fræði við Háskólann í Minnesota, er ástæða þess að við höfum ólík viðhorf gagnvart klámnotkun sú að karlmönnum stafar ekki ógn af klám- notkun kvenna. Auk þess er klám kvenna yfirleitt falið í erótiskum bókmenntum. Það sem konum finnst vera erótískt getur verið falið í bókmenntum en karlmenn þurfa sjónræna örvun. Díana Russell, pró- fessor í félagsfræði, hefur komist að því að konum finnist sér ógnað af klámi, þeim finnst það vera ljótt og þær hreinlega treysta sér ekki til að horfa á það. Það er líka mín reynsla af því að tala við ungar konur, þær hafa gert mun minna af því að nota klám heldur en karlmenn. Viðbrögð kvenna eru svo sterk við klám- myndum að það hefur komið fyrir að nemendur mínir hafa kastað « 99................. Þessar konur eru jafnframt líkarí karí- mönnum í klámnotkun sinni, viðhorfum til kynhegðunarauk þess sem þær hafa minna sjálfsálit en aðrar konur og þær eru jafnframt líklegri til að eiga fráskilda foreldra Sérstaklega framleitt klám fyrir konur Guðbjörg segist ekki halda að konur séu hræddar við að viðurkenna að þær noti klám. „Eina reynslan sem ég hef eru samtölin við nem- endur mína og þær hafa ekki verið hræddar við að tala um það ef þær hafa horft á klám en viðhorf þeirra gagnvart klámi eru allt önnur en við- horf strákanna. Klám er markaðs- sett og framleitt fyrir karlmenn og konur upplifa það því á allt annan háttenkarlmenn.Þessisjónrænaupp- lifun virkar ekki eins sterkt á konur og konum finnst vera kvenfyrir- litning, misnotkun og niðurlæging í kláminu,“ segir Guðbjörg og bætir við að einnig sé framleitt klám fyrir konur. „Það eru yfirleitt konur sem framleiða klám fyrir konur og þær byggja þá sitt klám í kringum sam- bönd og tilfinningar. Þær reyna að gæta meira jafnréttis í sínu klámi.“ Ungir strákar vilja að stúlkur horfi á klám Aðspurð að því hvort konur horfi meira á klám nú til dags heldur en áður segist Guðbjörg ekki telja það. „Það sem er mögulega að gerast er að karlmenn eru að draga konur inn í sína eigin klámnotkun. Það eru mörg dæmi um að ungir strákar vilja að stelpur horfi á klám. Það er reyndar til ein bandarísk rannsókn sem sýnir það að konur geri ekki minna af því að horfa á klám heldur en karlmenn en við verðum að gera Settu þig íforgang: Sparaðu tíma að eyða tíma 1 hátæknisamfélagi okkar, þar sem allt virðist gerast á ofurhraða, virðist sífellt vera erfiðara að taka frá tíma fyrir sjálfan sig. Jafnvel einungis til þess að vafra einn um Laugaveginn og skoða í búðarglugga eða liggja í símanum klukkustundum saman og tala við löngu týnda vini. En það skemmtilega er að það er hægt að finna réttu tækifærin fyrir þessar stundir, og jafnvel án þess að fórna einhverju öðru. Það er nefnilega hægt að spara nokkrar sekúndur, mínútur og jafnvel klukkustundir á einfaldan hátt. Það eina sem er þá eftir er að finna leiðir til að eyða þessum tíma bara í þig og engan annan í. Nýttu biðtímann sem best. Láttu senda þér fréttafyrirsagnirnar í símann og þá geturðu kynnt þér nýj- ustu fréttir og málefni á meðan þú bíður í röð. 2. Fáðu þér debetkort eða vertu viss um að taka alltaf nægan pening út úr bankanum svo þú þurfir ekki að fara oft í viku í bankann. 3. Geymdu lista yfir þær myndir sem þig langar að sjá og þær bækur sem þig langar að lesa á símanum þínum. Þannig þarftu ekki að eyða tíma í að leita eftir rétta lesefninu á bókasafninu eða réttu spólunni á myndbandaleigunni. 4. Geymdu hluti þar sem þú ætlar að nota þá. Til að mynda geturðu geymt ruslapoka þar sem ruslið er, hreinlætisvörur fyrir baðherbergið 99......................... Geymdu lista yfir þær myndir sem þig langar að sjá og þær bækur sem þig langar að lesa á símanum þínum. inni á baðherbergi og svo framvegis. 5. Geymdu niðurskorið, frosið græn- meti í frystinum sem er svo auðveld- lega hægt að skella í heita rétti, pott- rétti og annað þess háttar. 6. Þegar þú ferð í snyrtingu þá skaltu fara í handsnyrtingu og fót- snyrtingu á sama tíma. Það sparar tíma. Fogrolund við Furugrund Kópovogi Námskeið hefjast 1 l.jarnúar Skróning í sfmo 8917190 Kennarl: Slgríður Guðjohnsen Rope Yoga kennarl www.sigga.is I hátæknisamfélagi okkar þar sem allt virðist gerast á ofurhraða virðist sifellt verða erfiðara að taka frá tíma fyrir sjálfan sig. 7. Settu þér tveggja mínútu reglu. Ef þú færð tölvupóst sem tekur innan við tvær mínútur að svara þá skaltu gera það. Annars skaltu geyma það til lok dagsins. 8. Þegar þú pantar þér tíma hjá lækni, í snyrtingu, hárgreiðslu eða annað skaltu alltaf panta fyrsta mögulega tímann. Þá eru minni líkur á að tímanum seinki. 9. Hættu að bíða eftir óstundvísum vinum. Láttu þá vita að héðan í frá bíðurðu einungis í 20 mínútur áður en þú ferð. 10. Slepptu því að elda nokkur kvöld í viku. Það er hægt að kaupa mjög góðan tilbúin mat á ýmsum stöðum. Keyptur matur þarf ekki endilega að vera óhollur þannig að þú getur borðað hollt og vel án þess að þurfa að hafa fyrir því. Klám er markaðssett og framleitt fyrir karlmenn og konur upplifa það því á allt annan hátten karlmenn. greinarmun á klámi eða klámi. Það er til klám sem er ætlað konum, körlum og pörum. Til dæmis hvetur fyrrnefnd Díana Russell konur til að kynna sér klám til að þær geti horfst í augu við þá kvenfyrirlitningu sem er í klámi vegna þess að konur verða að vita hvað þær eru að berjast gegn.“ Háskólamenntaðir stunda frekar munnmök Samkvæmt Guðbjörgu fer kyn- hegðun fólks til dæmis eftir mennt- unarstigi. „Það hefur sýnt sig að kyn- hegðun helst í hendur við menntun og háskólamenntað fólk er líklegra til að stunda munnmök heldur en fólk sem er með minni menntun. Að sama skapi eru þeir sem eru líklegastir til að nota klám háskóla- menntað fólk. Háskólamenntaðir eru kannski víðsýnna að sumu leyti og hafa þetta umburðarlyndi gagnvart klámi sem aðrir hafa jafn- vel ekki.“ Að sama skapi segir Guð- björg að það sé margt sem einkennir konur sem nota klám og til dæmis hafa þær jafnan minna sjálfstraust en aðrar konur. „Ég fann eina rann- sókn sem rannsakaði notkun kvenna og karlmanna á klámblöðum og niðurstaðan var sú að það eru mun fleiri karlmenn sem nota klámblöð. En þær konur sem nota klámblöð á annað borð gera jafnmikið að því og karlmenn. Þessar konur eru jafn- framt líkari karlmönnum í klám- notkun sinni, viðhorfum til kyn- hegðunar auk þess sem þær hafa minna sjálfsálit en aðrar konur og þær eru jafnframt líklegri til að eiga fráskilda foreldra.“ svanhvit@bladid.net Skondin ummœli um konur og menn: Að baki farsæls karlmanns er undrandi kona Ég giftist aldrei því ég þurfti þess ekki. Ég á þrjú gæludýr heima sem þjóna sama tilgangi og eiginmaður. Ég á hund sem urrar á morgnana, páfagauk sem blótar allan eftirmið- daginn og kött sem kemur seint heim á kvöldin. Marie Corelli Ef þú vilt að eitthvað verði sagt þá skaltu spyrja mann. Ef þú vilt að eitt- hvað verði gert, spyrðu konu. Margaret Thatcher Ég móðgast ekki vegna heimsku- legra ljóskubrandara vegna þess að ég veit að ég er ekki heimsk.og ég veit líka að ég er ekki ljóshærð. Dolly Parton Að baki farsæls karlmanns er undrandi kona Maryon Pearson Góðar stúlkur fara til himna, óþekkar stúlkur fara hvert sem er. Helen Gurley Brown Hvað svo sem konur gera þá þurfa þær að gera það helmingi betur en karlar til þess að vera taldar hálf- drættingur þeirra. Sem betur fer er það ekki erfitt. Charlotte Whitton Það eru tvær leiðir til að rífast við konur. Hvorug virkar. Will Rogers Kona án manns er eins og fiskur án hjóla. Gloria Steinem Þegar konur er niðudregnar þá annað hvort borða þær eða versla. Menn ráðast inn í annað land. Elayne Boosler Frjáls kona er sú kona sem stundar kynlíf fyrir giftingu og stundar vinnu eftir giftingu. Gloria Steinem

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.