blaðið - 12.01.2006, Page 24

blaðið - 12.01.2006, Page 24
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaAÍA 24 i Mflnnr Blaðið/SteinarHugi ONDVEGIS ELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Þá er liðin vika frá því að stóra átakið byrjaði, að breyta mataræðinu frá óhollustu til hollustu og ekkert gengur hjá mér persónulega. En ég hef samt lofað sjálfum mér öllu fögru um að byrja í þessari viku og géra þetta eins og maður. Ég bjó mér einmitt til rosa girnilegt salat í gær og ákvað að fara á www.manneldi.is sem er frábær fróðleikssíða um allt sem tengist heilbrigðu líferni. Þar náði ég mér í allar upplýsingar um næringargildi og fituinnihald í ýmsum hráefnum sem mér finnst gott að borða og setja saman í máltíð sem væri holl, góð og ekki stútfull af fitu. Ég komst að mörgu fróðlegu i því sambandi. Þegar kemur að því að búa til matarmikið salat sem væri fram- reiddur sem aðalréttur, og manni langar að hafa eitthvað annað i því heldur en bara grænmeti, þá er möguleikarnir náttúrulega endalausir. Það er hægt að setja nákvæmlega það sem manni finnst gott saman við brakandi ferskt salat en það sem toppar alltaf góð salöt og er mikilvægast sem bragðauk- inn í salatið eru dressingarnar og sósurnar. Að mínu mati á góð salat-dress- ing að samanstanda af sýru, sætu og seltu svo sem ediki eða sitrónusafa, hunangi, ávaxtasafa eða einhverju slíku og síðan náttúrulega góðri olíu. Það er sagt að hlutföll í olíudressingar eigi að vera 3 hlutar olía og tveir hlutar edik. Þetta myndar gott jafnvægi sem fyllingu í dressingu en síðan er sjálfsagt að krydda þær með ýmsum bragðgjöfum eins og sinnepi, lauk, kryddjurtum, hvítlauk, engifer, piparrót og svo mætti lengi telja. Uppskrift dagsins er matarmikið kjúklingasalat með geggjaðri dressingu sem ég kalla engifer og sinnepsdressing. ♦ F M R TIL FASTEIGNAEIGENDA Fasteignamat ríkisins sendir um þessar mundir tilkynningu um nýtt fasteignamat og brunabótamat sem gildir frá og með 31. desember 2005. FASTEIGNAMAT skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar miðað við verðlag fasteigna í nóvembermánuði 2005. Fasteignamat skiptist í húsmat og lóðarmat. Upplýsingar um söluverð fasteigna má finna á vef Fasteignamats ríkisins www.fmr.is/verðsjá fasteigna. Samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 ákveður yfirfasteignamatsnefnd í nóvembermánuði ár hvert framreikningsstuðla fyrir skráð matsverð fasteigna með hliðsjón af breytingu verðlags fasteigna við kaup og sölu frá nóvembermánuði fyrra árs. Skráðu matsverði fasteigna er síðan breytt í fasteignaskrá í samræmi við þá stuðla, sem og breytingu á byggingarkostnaði og afskriftir, sbr. reglugerð nr. 406/1978, og það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember til jafnlengdar næsta árs nema sérstakt endurmat komi til. Aðili, sem hefur verulega hagsmuni af matsverði eignar og sættir sig ekki við skráð mat, getur krafist úrskurðar Fasteignamats ríkisins um matið. Frestur er til 1. apríl 2006 til að óska breytinga á fasteignamati frá 31. desember 2005. Krafa um endurmat skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. Kæra má úrskurð Fasteignamats ríkisins til yfirfasteignamatsnefndar. BRUNABÓTAMAT er vátryggingarfjárhæð brunatryggingar og skal það taka til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem eyðilagst geta af eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar að öðru leyti. Brunabótamati skal breytt árlega skv. þeim breytingum sem orðið hafa á byggingarkostnaði hinna ýmsu tegunda húseigna næstliðið ár að teknu tilliti til útreiknaðra eða áætlaðra afskrifta vegna sama tímabils. Brunabótamat breytist jafnframt mánaðarlega f samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Húseigenda er skylt að brunatryggja húseign sína og ber ábyrgð á því að óska eftir fyrsta brunabótamati. Húseiganda er jafnframt skylt að óska nýs brunabótamats á húseign ef ætla má að verðmæti eignarinnar hafi aukist vegna endurbyggingar eða endurbóta. Á heimasíðu Fasteignamats ríkisins www.fmr.is má fletta eftir heimilisfangi, fastanúmeri eða landnúmeri upp á fasteignamati og brunabótamati fasteigna. V. 515 5300 FASTEIGNAMAT RÍKISINS w ww.f m r. i s Borgartúni 21 105 Reykjavík Fax 515 5310 Netfang fmr@fmr.is Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Fax 515 5480 Netfang fmrvcst@fmr.is Hafnarstræti 95 600 Akureyri Fax 515 5420 Netfang fmrnord@fmr.is Kaupvangi 6 700 Egilsstaðir Fax 515 5450 Netfang fmraust@fmr.is Austurvegi 4 800 Selfoss Fax 515 5460 Netfang fmrsud@fmr.is „Kjúklingasalatið hans Ragga" fyrirfjóra sem aðalréttur 4 kjúklingabringur (steiktar á pönnu (ólifu- olíu og kláraðar inni í ofni, kryddaðar með salti og pipar) 16 stk kokteiltómatar (skornir í tvennt) 8 stk grænn spergill (skrældur og soðinn (saltvatni í 3 mín, skorinn í tvennt eftir endilöngu) 'h cantalópumelóna (skorin í grófa bita) 16 stk grænar ólífur (skornar í tvennt) ristaðar cashewhnetur (magn eftir smekk) Góð blanda af salati sem inniheldur kletta- salat og magnið alveg eftir smekk) Allt raðað fallega saman á disk og dressingin yfir eftir smekk. VlP-dressingin: 150gdijonsinnep 3 dl ólívuolía 50 g hunang (3 msk) 'h dl rauðvínsedik safi úr Vi sítrónu 2 tsk sesamolía 1 tsk fiskisósa, asísk.fish sauce" (má sleppa) 100 g piklað engifer (eins og er notað með sushi) 3 msk af safanum frá engiferinu 1 tsk karrý 1 tsk kóríanderduft 3 msk sesamfræ Aðferð: öllu blandað saman með töfrasprota nema sesamfrœunum og ferskum kóriander, því er bara hrcert saman við dressinguna eftir á. Smakkað til með salti ogpipar Kveðja Raggi Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 Ritstjórn 510-3799 Skiptiborð 510-3700 blaðið=

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.