blaðið

Ulloq

blaðið - 12.01.2006, Qupperneq 32

blaðið - 12.01.2006, Qupperneq 32
32 I MENNING FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MaöÍA Arnaldur enn og aftur á toppnum Landskerfi bókasafna hefur tekið saman lista yfir þær bækur sem mest voru lánaðar út í bókasafns- kerfinu Gegni. Ekkert lát er á velgengni Arnaldar Indriðasonar meðal íslenskra lesenda en hann á 7 af 10 útlánahæstu titlunum í flokki íslenskra skáldsagna. í flokki barna- bóka er Fíasól ífínum málum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur hæst, í flokki rita almenns eðlis Fuglamir okkar eftir Stefán Aðalsteinsson og Grétar Eiríksson og vinsælasta tíma- ritið er Andrés önd. Allar bækur 1. Kleifarvatn/Arnaldur Indriðason 2. Kafteinn Ofurbrók og vandrœðin með prófessor Prumpubrók/Dav Pilkey 3. Kafteinn Ofurbrók og brjálaða brókarskassið/Dav Pilkey 4. Kafteinn Ofurbrók og innrás ótrú- lega asnalegu eldhúskerlinganna/ DavPilkey 5. Da Vinci lykillinn/Dan Brown 6. Röddin/Arnaldur Indriðason 7. Grafarþögn/Arnaldur Indriðason 8. Synir duftsins/Arnaldur Indriðason 9. Skúli skelfir verður ríkur í hvelli/ Francesca Simon 10. Skúli skelfir og draugagangurinn/ Francesca Simon íslenskar skáldsögur 1. Kleifarvatn/Arnaldur Indriðason 2. Röddin/Arnaldur Indriðason 3. Grafarþögn/Arnaldur Indriðason 4. Synir duftsins/Arnaldur Indriðason 5. Bettý/Arnaldur Indriðason 6. Dauðarósir/Arnaldur Indriðason 7. Mýrin/Arnaldur Indriðason 8. Karítas - án titils/Kristín Marja Baldursdóttir 9. Óþekkta konan/Birgitta H. Halldórsdóttir 10. Dauðans óvissi tími/Þráinn Bertelsson Arnaldur Indriðason. Bókasafnsgestir gleypa bækur hans í sig. Fimmtugasta sýning á Ég er mín eigin kona Á laugardagskvöldið (14. jan.) verður fimmtugasta sýning á hinu geysivin- sæla leikriti, Ég er mín eigin kona, sem sýnt er í Iðnó. Leikritið er eftir Doug Wright og hefur hlotið fjölda verðlauna vestra, meðal annars. bæði Pulitzer-og Tony verðlaunin. Leikritið hefúr verið sýnt fyrir fullu húsi frá því snemma í haust og er ekk- ert lát á aðsókn. Það byggir á sannsögu- legum atburðum og er aðalpersónan hin þýska Charlotte von Mahlsdorf, sem fæddist karlmaður en kaus að lifa lífi sínu sem kona. Það er Hilmir Snær Guðnason sem fer með öll 35 hlutverk leiksins. Fer hann á kostum og hefúr hlotið frá- bæra dóma fyrir leik sinn. Gagnrýnendur Blaðsins sögðu m.a. eftir frumsýninguna: „Það var nánast óraunverulegt að verða vitni að þeirri tæru kúnst sem Hilmir Snær býr yfir... Svona gera bara snillingar.”( Súsanna Svavarsdóttir). „Hilmir Snær vinnur algeran leiksigur í þessari sýningu... Ekki hægt að hugsa sér betra kvöld í leikhúsi.”(Heimir Már Pétursson) og Karl Th.Birgisson sagði: „Ég hef ekki orðið fyrir viðlíka áhrifum í leikhúsi áður.” Guðni Kolbeinsson þýddi verkið, lýsingu annast Björn Bergsteinn Guð- mundsson, búninga gerðu Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir, leikmynd er eftir Gretar Reynisson og leikstjóri er Stefán Baldursson. Hilmir Snær fer á kostum I Ég er mfn eigin kona, en fimmtugasta sýning verður á laugardag. Kilja frá Máli og menningu Heimsins heimsk- asti pabbi eftir Mikael Torfason er komin út í kilju. Martemn Máni er nútímamaður á niðurleið.þriggja barna faðir í Þing- holtunum. Hann er hamingju- og öryggisfíkill, hefur átt erfiða æsku og ber ör á sál og líkama. Foreldrar hans eru af hippakynslóðinni, en sjálfúr tilheyrir hann kynslóð sem sífellt á að vera hress, á framabraut og í góðu formi. Marteinn Máni er hins vegar ekkert af þessu. Aukaprentun á Da Vinci lyklinum Kvikmynd eftir Da Vinci lyklinum verður frumsýnd 19. maí. Um það bil sjö vikum fyrir frumsýningu myndarinnar hyggst útgáfuforlagið Random House gefa út rúmlega fimm milljón eintök af bókinni í þremur mismunandi kiljuútgáfum. Þótt tólf milljón eintök hafi verið prentuð af bókinni í Norður-Am- eríku er forlagið sannfært um að enn sé nógur markaður fyrir fleiri prentanir, ekki síst vegna frumsýn- ingar myndarinnar. Til marks um það er bent á að bókin hafi stokkið úr fimmta sæti í annað sæti eftir að tímaritið Newsweek birti grein um kvikmvndina á forsíðu sinni. Laugardagssteina i Listasatni íslands Næstkomandi laugardag verður sýningin NÝ fSLENSK MYND- LIST II - um rými og frásögn í Listasafni íslands skoðuð í fylgd sýningarstjóra og nokkurra lista- manna sem eiga verk á sýning- unni. Fjallað verður um forsendur sýningarinnar, hlutverk listaverks- ins og samspil við sýningarrýmið ásamt stöðu mannsins í rýminu. Hvað gerist þegar listaverk er tekið til sýningar í þjóðlistasafni? Hvaða áhrif hefur það þegar verkið er sett í námunda við önnur skyld eða óskyld verk? Hver er staða þeirra sem fara um sýninguna? Hvað verður um listaverkið að sýn- ingu lokinni? Farið verður um sýninguna í fylgd Hörpu Þórsdóttur, listfræð- ings og eins af sýningarstjórum sýningarinnar auk listamannanna Huldu Stefánsdóttur, Kristins E. Hrafnssonar, Ragnars Helga Ólafs- sonar, Söru Björnsdóttur, Unnars Arnars Jónassonar Auðarsonar og Þóru Sigurðardóttur. 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn siðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 5 7 3 8 9 3 8 7 6 4 2 5 1 3 7 2 5 2 4 9 2 1 4 3 7 3 7 8 9 1 5 4 2 6 5 4 6 2 3 7 9 8 1 9 2 1 4 6 8 3 5 7 1 3 9 8 5 2 7 6 4 8 6 4 7 9 1 5 3 2 2 5 7 6 4 3 1 9 8 6 9 5 1 2 4 8 7 3 4 8 2 3 7 9 6 1 5 7 1 3 5 8 6 2 4 9

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.