blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 13
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 ERLENDAR FRÉTTIR I 13 Adel Al-Lamy, yf irmaður óháða kjörráðs- ins I (rak. Ógildar niður- stöður í írak Óháða kjörráðið í Irak sagði í gær að atkvæðaseðlar frá 227 kjörstöðum hefðu verið lýstir ógildir vegna svindls. Ekki er talið að ákvörð- unin hafi áhrif á heildarniðurstöðu kosninganna sem fram fóru þann 15. desember, enda voru kjörstaðir nærri 32.000 talsins. Kjörráðið birti í gær niðurstöður rannsókna á 58 kærum sem bárust vegna gruns um alvarlegt kosningasvindl. Af þeim komu 25 kærur frá kjörstöðum í höfuðborginni Bagdad og nágrenni hennar. Meðal annars komust kosn- ingaeftirlitsmenn að því að falsaðir kjörseðlar hefðu verið notaðir á sumum kjörstaða. Ennfremur voru niðurstöður frá 53 kjörstöðum ógildar þar sem of margir höfðu greitt atkvæði. ■ Mannskæður eldsvoði í Vladivostok Að minnsta kosti níu manns fórust og átján slösuðust eftir að eldur braust út í átta hæða skrifstofubygg- ingu í hafnarborginni Vladivostok í Rússlandi í gær. Hugsanlegar undankomuleiðir voru lokaðar að sögn rússneskra fréttastofa og emb- ættismanna og vitni sögðu að sum fórnarlambanna, aðallega ungir menn, hefðu stokkið út um glugga á byggingunni til að flýja reykinn og logana. „Ég sá þrjár ungar konur stökkva. Þær biðu fram á síðustu stundu,“ sagði eldri maður í samtali við NTV-sjónvarpsstöðina. Eftir að eldurinn braust út tókst að forða um 500 manns út úr byggingunni. Eldurinn braust út á milli sjöttu og sjöundu hæðar í húsinu. Grunur leikur á að reglum um öryggi hafi ekki verið fylgt og eftir- liti ekki sinnt sem skyldi. Þá komu grindur í stigagangi í veg fyrir að fólk hefði getað flúið. Rannsókn hefur þegar verið hafin og er talið að um sakamál kunni að vera að ræða. ■ Minnismerki um grimmd Pamela And- erson, leik- konan kunna ,fer fyrir hópi fólks sem vill að brjóst- mynd af Har- land Sanders ofursta, stofn- anda KFC- skyndibita- keðjunnar, verði fjarlægð úr ráðhúsinu í Frankfort í Kentucky- ríki. Leikkonan segir að styttan væri eins og „minnismerki um grimmd" en dýraverndunarsinnar hafa í gegnum tíðina beint spjótum sínum að keðjunni vegna illrar með- ferðar á kjúklingum. Uppátækið hefur þó ekki valdið miklu fjaðrafoki á skrifstofu Ernie Fletcher, ríkisstjóra í Kentucky, sem segir að Sanders ofursti hafi verið í hópi nafntoguðustu sona Kentucky, frumherji og sómamaður sem eigi sinn sess skilið i sögu ríkisins. ■ Pamela Anderson. Forsetakosningar í Finnlandi: Kosiö á milli Talonen og Misto Finnar munu kjósa á milli Tarja Hal- onen, núverandi forseti landsins, og Sauli Niinisto, frambjóðanda Ihalds- manna, í síðari hluta forsetakosning- anna sem fram fer þann 29. janúar. Halonen, sem býður sig fram fyrir Jafnaðarmenn, hlaut 46,3% atkvæða í fyrri umferð kosninganna sem fram fór um helgina, en Niinisto lenti í öðru sæti með 24,1%. Matti Vanhanen, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti með 18,6% atkvæða. Utanríkismál settu mark sitt á kosningabaráttuna, sérstaklega samskipti Finna við Atlantshafs- bandalagið. Völd forseta Finnlands hafa í gegnum tíðina einkum legið á sviði utanríkismála en um utanrík- isstefnu hefur gilt víðtækt samkomu- lag milli forseta og ríkisstjórnar. Báðirframbjóðendurnireruhlynntir aðild Finna að Evrópusambandinu, samvinnu landsins við Atlantshafs- bandalagið og nánum samskiptum við hina fornu fjendur Rússa. Halonen varð kosin forseti Finn- lands fyrst kvenna árið 2000. ■ Kosið verður á milli Sauli Niisto og Tarja Halonen til embættis forseta Finnlands síðar í mánuðinum. SETTU MARKIÐ HÁTT' Nýr Grand Vitara, er lúxusjeppi byggöur á grunni Grand Vitara frá Suzuki, einum stærsta bílaframleiðanda Japans. Grand Vitara er alvöru jeppi af réttri stærö fyrir nútíma fólk sem gerir miklar kröfur um aksturseiginleika, öryggi og hagkvæman rekstur. Undir glæsilegri yfirbyggingu leynist sterkbyggö grind, aflmikil vél og fullkomiö fjórhjóladrif með háu og lágu sídrifi meö læsingu á milli fram- og afturhjóla. Það skiptir ekki máli hvort þú ert í borgarumferðinni, eða uppi á fjöllum, einstakir aksturseiginleikar Grand Vitara gera aksturinn ánægjulegan. NÝR GRAND VITARA $ SUZUKI —er lífsstíll! SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.