blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 I bia6ÍA Körfubolti yngriflokka: KR (b) Reykjavíkurmeistari Um helgina var mikið um að vera hjá 9, ío og n ára strákum í körfubolta sem samankomnir voru í DHL-höll KR-inga i vesturbænum. Á laugar- daginn vann KR(b) n ára strákar, lið Vals(b) 35-31. KR(c), 10 ára, tapaði fyrir KR(d) 9 ára liðinu, 25-28. Það er greinilegt að 9 ára lið KR er mjög efnilegt því þeir mættu svo strákum úr KR sem eru tveimur árum eldri en leikurinn tapaðist þó hjá 9 ára lið- inu 33-49. KR(c) 10 ára piltar unnu svo ÍR(b) 40-34. Það var hart barist í leikjum 9 og 10 ára liðsins. Tvær hávaxnar stúlkur úr 11 ára stelpnaliðinu léku sem miðherjar til þess að gefa þeim aðeins meiri styrk og hæð. Þetta virkaði ágætlega að minnsta kosti í leiknum gegn 10 ára liðinu en þó ekki gegn 11 ára liðinu. Á sunnudag hélt sigurganga b-liðs KR í 11 ára flokknum áfram. Liðið vann alla sína leiki. KR burstaði lR(b) 59-13, og svo KR(c) 54-17. Önnur úrslit urðu þau að KR(d) vann Val(b) 34-33 í hörkuleik. KR(d) vann ÍR(b) í miklum baráttuleik með eins stigs mun, 50-49. KR(c) vann Val(b) 57-43 og Valur(b) vann ÍR(b) 57-36. KR(b) varð því Reykjavíkurmeist- ari í 11 ára flokknum en það má þó segja að yngstu drengirnir í liði KR(d) sem eru aðeins 9 ára hafi komið mest á óvart en þeir urðu í öðru sæti. Það var svo Álfgeir Önnu- son fyrirliði KR(b) sem tók við Reykjavíkurmeistarabikarnum. Til hamingju strákar. Reykjavfkurmeistarar KR(b). Þjálfari er Sigurður Hjörleifsson. í þriðja sæti varð lið KR(c). Þjálfari er Pálmi Freyr Sigurgeirsson. 1 f ^ Pi KJfS Körfubolti yngriflokka: 7. flokkur stúlkna Á sunnudag fór fram Reykjavík- urmótið í 7. flokki stúlkna í körfu- bolta. Þrjú lið mættu til leiks og var mikil keppni eins og búast mátti við. KR(a) - Ármann/Þróttur léku fyrsta leikinn og fór hann fremur rólega af stað. KR-stelpur léku ágætlega i vörn í fyrri hálfleik en kannski ekki alveg eins vel í sókninni. Staðan í hálfleik var 9-6 fyrir KR. í seinni hálfleik var KR sterkari aðilinn á upphafsmínútunum en Ármann/ Þróttur náði að komast yfir 14-15 en þá snéru KR-stelpur blaðinu við og unnu sannfærandi sigur 25-18. KR(b) mætti því næst Ármanni/ Þrótti. Nokkuð var um forföll i liði KR og vantaði þar nokkrar hávaxnar stelpur. Því gekk KR-stúlkum erfið- lega í varnar-og sóknarfráköstum í Lið ÍR(b) varð f fimmta sæti. KR(d) varð í öðru sæti. Kristinn Þorvaldsson er þjálfari. Valur(b) varð f fjórða sæti. Þjálfari er Bergur Emilsson. leiknum. Ármann/Þróttur leiddi í hálfleik 14-6. í seinni hálfleik héldu stúlkurnar úr Ármanni/Þrótti for- skotinu sem þær byggðu upp i fyrri hálfleik og sigruðu í leiknum með 26 stigum gegn 18 hjá KR(b). Lokaleikurinn var svo á milli a-og b-liða KR. B-liðs stúlkurnar voru þarna að spila anna leikinn í röð með nokkurra mínútna milli- bili og voru því nokkuð þreyttar í þessum leik. Bojan þjálfari meistara- flokks kvenna hjá KR stýrði a-liðinu í þessum leik. A-liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og komst í 12-0. Staðan í hálfleik var svo 18-6 fyrir a-lið KR. Seinni hálfleikurinn var svo svipaður og sá fyrri. Miklir yfir- burðir a-liðsins og þær komust í 28- 6. Það var því aðeins spurning um hverjar lokatölurnar yrðu en ekki hvort liðið færi með sigur af hólmi. KR(a) vann stóran sigur 36-17. Þar með var Reykjavikurmeistaratitil- inn a-liðsins. Til hamingju með það. Eftir verðlaunaafhendingu fóru svo öll liðin í ísbúðina á Melhaga og þar bauð foreldrafélag KR upp á ís sem var á sérstöku sigurtilboði. Körfubolti: Dregiðí bikarkeppni yngrífíokka Bikarkeppni yngri flokka í körfubolta er komin á fulla ferð og er keppnin komin í 8-liða úrsht. Leikirnir fara fram á tímabilinu 23. janúar til 30. janúar. Ekki var að þessu sinni dregið í bikarkeppni í 11. flokki, og yngri flokkum kvenna, þar sem keppni í 8-liða úrslitum í þessum flokkum er þegar lokið. Liðin sem drógust saman eru þessi: Unglingaflokkur: Haukar - KR, FSU-KFl, Njarðvík - Fjölnir, Keflavík - Grindavík. Drengjaflokkur: Valur - Breiðablik, KR _ {r FSU - Þór Þorlákshöfn, Fjölnir - Keflavík. 10. flokkur: Stjarnan - Fjölnir, Stjarnan - Fjölnir, Hamar/Selfoss - Hrunamenn, Breiðablik - lR, KR - Keflavík. 9. flokkur: Keflavík - Snæfell, Breiðablik - Njarðvík, Kormákur/Sindri - Fjölnir, Skallagrímur - Haukar. Knattspyrna: Úrtaks- æfíngarfyrír U-16 karia i % Freyr Sverrisson, þjálfari lands- liðs drengja 16 ára og yngri, hefur boðað alls 35 drengi til æfinga í Boganum á Akureyri um næstu helgi. Þessar úrtaks- æfingar eru ætlaðar liðum frá austurlandi og norðurlandi Flestir koma leikmennirnir frá Akureyrarliðunum KA og Þór eða alls 14. Einnig koma tveir leikmenn ffá Eskifirði, einn frá Raufarhöfn, fjórir frá Húsavík, tveir frá Egilsstöðum, þrír leik- menn koma frá Sauðárkróki, þrír fr á Neskaupsstað, tveir ffá Siglufirði, einn frá Reyðarfirði, einn leikmaður frá Vopnafirði og einn frá Dalvík. Þá kemur einn leikmaður frá Ólafs- firði. Æft verður í Boganum á laugardag og á sunnudag. Freyr Sverrisson er talinn einn albesti yngri flokkaþjálf- ari landsins enda er hann landsliðsþjálfari U-16 drengja. Ætlunin með þessu, að vera með þessar úrtaksæfingar vfðs vegar um landið, er að sjálfsögðu að sjá alla þá bestu á landinu í þessum aldursflokki. Gott framtak það hjá KSÍ. Við mælum með Bridgestone loftbóludekkjum - eftir að hafa reynt þau í þrjá vetur" BrriiA Ciiup DEKKJAÞJÓNUSTA I LÁGMÚLA 9 SALA: 5-333-999 [GSM: 896-0578] Verkstæði: 5-333-997 [GSM: 899-2844], VELJ/Ð jtMDGESTOnE LOFTBÓLUDEKK AFSLATTUR NÆSTU DACA segja þeir Rúnar og Baldur Jónssynir - margfaldir islandsmeistarar í Rallyakstri • Meira öryggi og akstursánægja • Mun betra veggrip • Mun styttri hemlunarvegalengd • Mikið skorin og mjúk • Ónegld og hljóðlát • Minna slit á malbikinu • Umhverfisvænni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.