blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 14
blaðiö Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. RÁÐA MENN? Aður hefur verið að því vikið á þessum stað hvernig áhugi almennings og þekking á skipulagsmálum hefur aukist á und- anförnum árum. Fyrir aðeins áratug var svo litið á að mál af þvi taginu væru svo flókin, að þau væru aðeins á færi sérfræðinga og stöku stjórnmálamanna, sem hefðu sérstaklega sett sig inn í þau mál. Þetta var auðvitað ekki rétt, því einu gildir hversu sérfróðir menn eru, þeir eru eftir sem áður menn og það er mannlegt að skjátlast. Gallinn er hins vegar sá að eftir því sem við fáum færri mönnum meiri völd er senni- legra að mistök þeirra reynist afdrifaríkari og alvarlegri. Fáir þekkja það sjálfsagt betur en Reykvíkingar, þar sem hver hrapalleg mistökin hafa elt önnur, en það má svo sem finna dæmin víðar. En það er hins vegar svo, að almenningur hefur furðuglögga sýn á sitt nánasta umhverfi og getur myndað sér skoðanir á því, sem eru engu síðri en sérfræðiálitin ef tími vinnst til. Þá skyldu menn ekki vanmeta óskipulagða þróun í þessu samhengi, því skipulagsvandi miðbæjarins í Reykjavík birtist helst í þeim verkum, sem liggja eftir hina vísu sér- fræðinga. Og hver þekkir það ekki hvernig arkitektar teikna upp fallegar gangbrautir yfir tún til þess eins að enginn gengur á þeim, en besti slóð- inn birtist af sjálfu sér, líkt og fyrir töfra? I viðtölum Blaðsins við tvo dugmikla bæjarstjóra í blómstrandi bæjum á jaðri höfuðborgarinnar, þá Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Sel- tjarnarnesi, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, hefur enda komið fram að erfið skipulagsmál hafa best verið leyst með því að leita liðsinnis bæjarbúa sjálfra við stefnumótun og ákvarðanatöku. Ætli það hefði ekki farið betur ef Reykjavíkurborg hefði haft svipaðan hátt á við flutning Hringbrautarinnar eða ráðagerðir um Sundabraut, að ekki sé minnst á Reykjavíkurflugvöll og það bútasaumsskipulag, sem verið er að nauðga niður í Vatnsmýrinni? I framhaldinu vakna svo spurningar um skynsemi þess að klastra niður hátæknisjúkrahúsi í fæt- inum á Þingholtum. Öll þessi mistök voru keyrð í gegn af ráðamönnum í fullvissu þess að þeir vissu betur. Annað kom í ljós. Stjórnmálamenn treysta almenningi til þess að kjósa rétt í kosningum um sjálfa sig. Væri ekki ráð að ráðamenn reiddu sig á dómgreind kjós- enda í fleiri málum, sem sjálfsagt varða þá meiru? Valdið til fólksins! Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjóm & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. ^orramatnr rBóndcidagur rBlótum jjorrann nœstu helgi BSoróaparitanir xsxma 5951410 \?£rið VGlkomin 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 blaðiö þad m sote&iígt p&, VrAtt yrt'm ön silakxi/píh 06 Srómj UpRfl/W kVÆMPi l A íSUfffy 5 K<jLí i/erji lð>(V|fÞ Tíf/lÆBI/Ntfó WK5WS í GIMMúSMffRiFií/. Af hverju Árborg? Fyrir skömmu afréð ég að gefa kost á mér til þess að leiða lista sjálfstæðis- manna í Árborg í sveitarstjórnar- kosningunum á vori komanda. Ég hef svo sem komið að stjórnmála- starfi áður, en ekki á þessum vett- vangi og því var það kannski ekki skrýtið að vinir og kunningjar, jafn- vel bláókunnugt fólk, spyrði hvers vegna borgarbarnið ég væri að blanda mér í pólitíkina þar. Því er til að svara að það tjóir ekki að reyna að skipta íslendingum í borgarbúa og dreifbýlisfólk nú frekar en áður. Þéttbýlismyndun á íslandi er svo ný af nálinni að við erum öll úr sveit ef út í það er farið og samgöngubætur undanfarinna ára hafa gert skilin óljósari en áður. Vaxandi velmegun síðastliðinna ára hefur gert það að verkum að fólk sækir í auknum mæli aftur í nábýli við náttúruna, fegurð hennar og nytjar. Sjálfur hef ég farið þessa leið til þess að rækta mínar sunnlensku rætur og njóta þess besta, sem ísland hefur að bjóða. Það þýðir hins vegar ekki að ekki megi gera betur og einmitt þess vegna býð ég fram krafta mína til þess að svo megi verða. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Sel- fossi um 8%. Á sama tima fjölgaði íslendingum um 1,7% - sem er met- fjölgun. Ég er einn þeirra tæplega 500 sem fluttu í Árborg á síðasta ári og er vert að velta fyrir sér hvaða ástæður eru fyrir þessari þróun. Nú er svo komið að fjölgun á Árborgar- svæðinu er frekar af höfuðborgar- svæðinu en úr sveitum landsins. Þetta er grundvallarbreyting sem markar tímamót. Á Suðurlandi er sveitarfélagið Árborg miðpunktur þessarar uppbyggingar. Úrborg íbæ 1 dag er bílaeign landsmanna meiri en Evrópubúa og geta þeir því valið sér búsetu frjálsar en áður. Kaup- máttur hefur stóraukist og atvinnu- leysi er í lágmarki. Hagvöxtur er þrefaldur á við Evrópu. Islendingar vilja búa vel og dreymir flesta um að búa í sérbýli. Síðust 12 árin hefur R- listinn verið við völd í Reykjavík og hefur langvarandi lóðaskortur haft langtímaáhrif á búsetuþróun. Fólk kýs nú með fótunum og hefur flutst burt. Fyrst til Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar og nú í vaxandi mæli til Reykjaness og Eyþór Arnalds Árborgar. Á meðan R-listinn hefur rætt og ritað um þéttingu byggðar hefur myndast stór-höfuðborgar- svæðið og er kominn vísir að „lang- borg“ milli Keflavíkur og Selfoss. Ræturnar kalla íslendingar koma að mestu úr sveit og sækja mikið i útivist, ræktun og það að eiga sumarhús. Bættar sam- göngur og almenn bílaeign gerir nú sífellt fleirum kleift að sameina þennan áhuga við búsetu. Árborg er Klippt & skoríð Það sem vart [DV...] að falli var að það sendi frá sérþau skilaboð að það liti á þjóðina sem óvin; efekki væri lítið gert úr viðkomandi væri um að ræða„kranablaðamennsku". Úr varð klóakblaðamennska. Sú vinnuregla á blaðinu að sá sem fjallað væri um hverju sinni nyti einskis réttar og hefði ævinlega stöðu grunaðs sakamanns og hefði þvl ekkert um það að segja i hvers konar samhengi orð hans eða hennaryrðu sett en brygði i brún þegar niðurstaðan kæmi - þessi litilsvirðing spurðist út í litlu samfélagi og vakti reiði." Guðmundur Andri Thorsson, Fréitablaðið 16.1.2006. Gagnrýni Guðmundar Andra ritstjórnarstefnu DV er ein skarpasta at- hugunin á því hvað fór úrskeiðis á ritstjórninni þar. Telur Andri, DV-menn hafa fetað ekki ósvipaða braut og kommúnistar og fasistar hér áður fyrr, þeir hafi talið sig handhafa og gæslumenn stóras- annleika og talar um „vandaða menn á valdi vondra skoðana." En síðan kemur á daginn að hann telur ritstjórana fyrrverandi tæpast neitt sérlega vandaða. Eittsúrrealískasta augnablik íslenskrar fjölmiðlasögu var ( Kast-, Ijósi á sunnudagskvöld,! þegar Sigmar Guðmundsson ræddi við Arnþór Helgason, sem nýlega var fyrirvaralaust - og að því er virðist að tilefnislausu - vikið úr starfi framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Ljóst var að Arnþór tók uppsögnina afar nærri sér og fór svo að tilfinningarnar báru hann ofurliði. Sigmar spurði hvort hann vildi taka sér hlé, en gott dæmi um þetta, þar sem stutt er til Reykjavíkur, en jafnframt er nálægð við náttúruna. Ég var flest sumur í sveit í Kaldaðarnesi í Sandvíkurhreppi og kynntist þar bústörfum og nábýli við náttúruna, dýrin og víðáttuna. Ég náði að kynn- ast óflóaðri og ógerilssneyddri mjólk. Ég fékk að raka í heystakka áður en baggarnir voru innleiddir. Ég upp- lifði sambýli manns við nátturuna með æðarvarpi og laxveiði. Þessi reynsla er dýrmæt í hraða nútímans. Nú er hægt að sameina það að búa í návist náttúrunnar og njóta nútíma- tækni í starfi. Nettengingar eru um sveitir og farsímasamband verður sífellt betra í dreifbýli. Það er því unnt að vinna hátæknistörf langt frá erli þéttbýlis. Þetta eru gæði sem fólk er farið að meta betur. Gerum Árborg betri Bæjarstjórn Árborgar hefur á margan hátt verið óviðbúin þess- ari fjölgun og búsetuþróun. Vaxt- arverkir hafa verið áberandi, bæði biðlistar í leiksskólum, vandræði í málefnum aldraðra og - ótrúlegt en satt - lóðaskortur! Arborg þarf að taka forystu í málum sem varða almenning á Suðurlandi og ná þarf samstöðu um stærri mál eins og samgöngu- og menntamál. Með því að hugsa stórt og sýna metnað getur Árborg verið sveitarfélag í allra fremstu röð og eftirsóknarverður bú- setukostur hvar sem borið er niður. Höfundur gefur kost á sér ífyrsta sœti íprófkjöri Sjálfstœðisflokksins íÁrborg klipptogskorid@vbl.is Arnþór kvað nei við. Næsta spurning Sigmars þótti ekki beinlínis bera vott um nærgætni í garð manns f uppnámi: „Þú ert búinn að starfa þarna í fimm ár, þú ert rúmlega fimmtugur og þú ert blindur... áttu mikla möguleika með að fá vinnu eftir þetta?" Já, tökum upp léttara hjal! s ysturblað okkar, Morgunblaðið, er einn helsti vettvangur » almenningsumræðu T á íslandi og þar kennir jafnan W margra grasa. 1 gær ritar for- maður Barnahreyfingar I0GT um nauðsyn þess að boðið sé upp á óáfenga drykki. Það skyldi þó ekki vera næst á eftir reyklausum vertshúsum? Kvöð um að á börum bæjarins skuli jafnan teflt fram óáfengum drykkjum til jafns við hina?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.