blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 25
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 MENNING I 33 Shelley Winters kveður Leikkonan Shelley Winters lést á dögunum, 83 ára gömul, af völdum hjartaáfalls. Winters lýsti ferli sínum þannig að það hefði verið erfið leið að komast frá Brooklyn til New York og sagðist hafa grætt á honum eina íbúð í New York, tvenn Óskarsverðlaun, þrjú hús í Kali- forníu, fimm málverk eftir gömlu impressjónistana og sex minka- kápur. Ferill hennar spannaði sex áratugi. Óskarsverðlaun fékk hún fyrir hlutverk sín í Dagbók Önnu Frank og Patch of Blue. Fyrri stytt- una gaf hún Önnu Frank húsinu í Amsterdam. Hún giftist og skildi þrisvar sinnum og átti í ástaræv- intýrum með mönnum á borð við Errol Flynn, Clark Gable, Marlon Brando og Burt Lancaster. Hún skrif- aði endurminningar sínar þar sem hún dró ekkert undan og var vin- sæll gestur í spjallþáttum þar sem hún þótti reyndar stundum fara yfir strikið. í einum slíkum hellti hún úr glasi yfir leikarann Oliver Reed þegar henni fannst hann tala niðr- andi um konur. Winters var þekkt fyrir að vera skapmikil og stundum erfið í samvinnu. Hinn geðþekki og rólegi James Stewart, sem kippti sér ekki upp við smámuni, sagði eftir að hafa leikið með henni í kvikmynd að það hefði átt að flengja hana. Robert Mitchum sagði eitt sinn við hana: „Að rífast við þig er eins og að reyna að halda uppi samræðum við hóp af hunangsflugum." ■ Nágrannar i Nóbelsheimi Laugardaginn 21. janúar kl 14 hefst í Þjóðmenningarhúsinu dagskrá sem Árni Bergmann rithöfundur hefur tekið saman og Arnar Jónsson leik- ari flytur með honum og íjallar um þá rithöfunda sem voru samferða Halldóri Laxness upp á Nóbelsverð- launapall á sjötta áratug síðustu aldar. Fjallað verður um þá menningar- stefnu og þau pólitísku sjónarmið sem birtast kunnu í vali Sænsku aka- demíunnar, ennfremur verður rætt um rithöfundana sjálfa og hvað þeir höfðu helst til bókmennta að leggja sem og til þeirra mála sem helst brunnu á sam- tíðarmönnum þeirra. Einnig verður vikið að tengslum Hall- dórs Laxness við suma þessa samferðamenn hans. Lesin verða sýnishorn úr íslenskum þýð- ingum á verkum flestra verðlauna- skáldanna og hefur Árni þýtt nokkur ljóð af þessu tilefni. Rithöfundarnir eru (fyrir utan Halldór); Bertrant Russel, Pár Lagerkvist, Framjois Mauriac, Winston Churchill, Ernest Hemingway, Juan Ramón Jimenéz, Albert Camus, Boris Pasternak og Salvatore Quasimodo. Efnt er til dagskrárinnar í tengslum við sýningu sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu á Nóbels- daginn 10. desember sl. í tilefni þess að þá voru fimmtíu ár liðin frá því að Nóbelsverðlaunin voru afhent Halldóri Laxness. Um er að ræða síðustu sýningarhelgi því sýningin stendur yfir til 25. janúar. Gljúfra- steinn - hús skáldsins setti sýning- una upp. ■ Winston Churchill. Fékk Nóbelsverðlaun- in árið 1953. ' vS .. c ? - IERBLAÐ NETIÐ.IS Fyrstur kemurfyrstur fœr! Opið: Mánud.-fóstud. 10-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 11-16 Tökum til í fluguhnýtingarefninu og seljum með miklum afslætti. Takmarkað magn af önglum 60% afsl. Miövikudaginn 18.jan HVAÐA ÞJÓNUSTA ER í BOÐI Á NETINU == blaðið*== Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kollaíi'bladid.net Magnús G Hauksson • Simi 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net Bjarni Daníelsson • Simi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • S: 588-6500

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.