blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 29
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 DAGSKRÁ I 37 VILJI ER ALLTSEM ÞARF Ég las bókina hans Valgeirs Skag- fjörð um helgina, Fyrst ég gat hætt getur þú það líka. Það er gott að hafa eitthvað á milli handanna þegar maður hættir að reykja og líklega ein bestu skipti sem maður gerir að velta bók í staðinn. Þarna eru margar sögur sem ég kannaðist við. Ég var til að mynda alltaf það barn sem móðir mín taldi að myndi aldrei reykja. Ég nöldraði enda út í eitt yfir reykingum móður minnar og fannst ég liggja alla æskuna í bílveiki. Skrýtið að það skuli ekki hafa verið nóg til að halda mér frá því að eitra mig daglega af nikótíni öll unglingsárin og fram eftir þrí- tugsaldrinum. Allt þar til líkamleg einkenni voru orðin þannig að það var útilokað að halda sjálfsblekking- unni áfram. Það er erfitt að ímynda sér fólk sem hefur einhverja löngun til að viðhalda þessum leiða ávana eftir lestur þessarar bókar. Við Val- geir getum verið sammála um ansi margt og allra mikilvægast er að taka ákvörðun á réttum forsend- um og vera svo ekki að standa í einhverri sjálfsvorkun eftir að ávan- inn er aflagður. Til hvers líka að vor- kenna sjálfum sér þegar maður hef- ur loksins lágmarksdug í sér til að losna við illaþefjandi og niðurdrep- andi líkkistunaglana? Er þá ekki fyrst ástæða til að hreykja sér? Bara að vita af eigin staðfestu eru mér næg verðlaun. Mér skilst nú reynd- ar að ég megi eiga von á alls kyns bónusum.Valgeir lofar hrukkusléttingu í lok bókarinnar, fallegra hári og húð auk betra blóðflæðis og úthalds. Ég bíð bara róleg. EITTHVAÐ FYRIR... ...veiðimenn Sjónvarpið, 21.10 Dreymir um ísland Mynd eftir Dúa Landmark sem segir frá ferðalagi franska ham- skerans Didier til Islands. Didierbýr við eitt fjölbreyttasta fuglasvæði Frakklands. Gamall draumur hans er að komast til eldfjallaeyjunnar í norðri og kynnast þeim tegundum sem þar er að finna, islenskum veiði- mönnum og íslenskri náttúru. .feður Sirkus, 21.00 American Dad (8:13) (Bullocks To Stan) Þegar Stan á von á stöðuhækkun biður hann fjölskyldu sína um að hegða sér vel þegar þau koma í höfuðstöðvar CIA. Þvi mið- ur fýrir hann þá endar Hayley í slagsmálum við yfirmann hans og er Stan því viss um að stöðuhækk- unin sé úr sögunni. ..ofurtöffara Stöð 2 bíó, 14.00 Teenage Mut- ant Ninja Turtles (Ofurskjaldbök- urnar) Stökkbreyttu skjaldbökurn- ar komast að því hvaðan efnið kom sem varð til þess að þær breyttust í ofurskjaldbökur. Því miður kemst erkióvinur þeirra líka að því hvar efnið er geymt og notar það til að öðlast ofurkrafta. das Lifi pönkið VforVendetta Eftir: Alan Moore og David Lloyd Gefin út af Vertigo Best: Hugmynd og söguþráður sem fær mann til að hugsa. Verst: Ekkert Fæst í Nexus Á árunum 1981 til 1988 skrifaði Alan Moore þessa stórkostlegu sögu sem gerist árið 1997. England hefur orð- ið að fasistaríki eftir að það var á barmi borgarastríðs í kjölfar þriðju heimsstyrjaldarinnar. Þegnarnir eru mataðir af áróðri í gegnum út- sendingar frá opin- berum stofnun- um og vandlega er passað upp á að enginn fái að vita neitt sem ekki styður við málstað fasist- anna. fbúarnir virðast kunna vel að meta ástandið, enda er auðveldara að líða áfram í líf- inu án teljandi vand- ræða en að þurfa að h u g s a sjálfstætt. Þetta á við um alla nema hinn grímuklædda V. V for Ven- detta segir frá baráttu hans gegn stjórnkerfi lands sem kúgar þegna sína, baráttunni fyrir anarkisma. Listaverk Samvinna þeirra Moore og Lloyd hefur greinilega gengið mjög vel þar sem bókin er á allan hátt mjög flott. Hún er listilega vel teiknuð og virkar samræmi texta og mynda fullkomlega til þess að vekja upp dramatíkina í sögunni. Passað er upp á að maður kynnist öllum persónum sögunnar vel. Samt sem áður er höfð ákveðin fjarlægð frá lesandanum og söguhetjunum svo spennan og óvissan nær að magn- ast eftir því sem sagan þróast. Fyrir mitt leyti var staðreyndin sú að ég átti erfitt með að slíta mig frá bók- inni eftir að ég hóf lesturinn. Kvikmyndin V for Vendetta er nú endurútgefin í tilefni kvikmyndar sem verið er að gera eftir henni og verður hún frumsýnd á vormánuðum. Það er fátt annað hægt að gera en að vona að mynd- in nái að fylgja sögunni nægilega vel eftir. Ef það tekst eru líkur á að áhrifagjarnir ung- lingar taki mikið mark á henni og verður gaman að sjá hvernig þjóðfélagið þró- ast. Kannski er ofmat að telja að sagan geti haft mikil áhrif á samfélag, en mín reynsla af lestrinum gefur það til kynna. Þetta er sterk saga og vel teiknuð. Hún hefur boðskap og er frumleg. I rauner V for Vendetta skólabókar- dæmi um það hvernig góð mynda- saga á að vera. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að lesa hana áður en þeir fara í bíóhúsin að sjá myndina. agnar.burgess@bladid.net Á skjánum í kvöld: Innlit í útlöndum I Innlit/útliti í kvöld verður sýnt frá heimsókn Þórunnar, Arnars og Nadiu til Kaupmannahafnar. Þau heimsóttu heimili hins margfræga húsgagnahönnuðar Poul Kjærholm. Konan hans hannaði húsið en Poul hannaði sjálfur öll húsgögn inn í það. Þessi húsgögn eru flest öll enn- þá í framleiðslu. Þau fóru einnig á einstakt hótel í Kaupmannahöfn þar sem hvert herbergi er sérhannað af mis- munandi og mjög ólikum lista- mönnum. Og svo heimsóttu þau bæði Dani og íslendinga sem eru búnir að koma sér fallega fyrir í íbúðum sínum í Kaupmannahöfn. OFN engum öðrum líkur Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp Spyrjið þessa. Þeir hafa reynsluna: Jón í Skalla s. 892 2945 Kristin Aðalbraut s. 892 7755 Stefán Rauðará s. 699 2363 Óskar Foldaskála 567 3060 Rúnar Grandakaffi 892 5549 Bjarki Hotel Geysi 895 8057 Ásbjömsölt. Eiðistorgi 5611919 Þórhallur Bláa Tuminum 897 4293 Gísli Perlunni 562 0220 Einar Grillkofanum s. 893 1534 Subway yfir 20.000 staðir um allan heim og þaraf 15 á Islandi. \/pmt~ www.turbochef.com Það er alltaf einhver að vinna milljónir Er röðin komin að þór? Gleymdu ekki að kaupa þér miða í Víkingalottóinu. Það er aldrei að vita nema vinningur falli þér í skaut. Þú kemst ekki að því nema taka þátt. Kauptu miða í dag svo þú missir ekki af neinu! Wertu -?eð fyrirkTrr~ morgun. V I K I N G L#TT# Alltaf á miðvikudögum! lotto.ls

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.