blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 blaöiö Karzai vill að vestur- veldin verði um kyrrt Forseti Afganistans hvetur vestrœnar þjóðir til að vera um kyrrt í landinu því annars sé hœtta á að hryðjuverkamenn láti til sín taka á ný. Sjálfsmorðsárásum hefurfjölgað að undanförnu. fbúar f borginni Kandahar virða fyrir sér gíg sem myndaðist eftir að ráðist var gegn bíla- lest kanadfskra friðargæsluliða f gær. Hugo Chavez, hinn umdeildi forseti Venesúela, á í deiium við kaþólsku Chavez heimtar skýringar Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur farið fram á að kardináli í kaþólsku kirkjunni skýri út hvað hann átti við þegar hann sagði að ríkið stefndi í átt til einræðis. Hann sagði að í hegðun kikjunnar fælist storkun og fór fram á afsökun á ummælunum sem hann telur móðgandi. Chaves sagði ennfremur að kaþólska kirkjan stæði að samsæri sem ætlað væri að skaða ríkisstjórn hans. Enn sem komið er hafa leiðtogar kirkjunnar ekki brugðist við ásökunum forsetans. Chavez hefur þegar fundað með kardínalanum, en er ekki ánægður með þær skýringar sem fulltrúi Vatikansins hefúr gefið. Mæltist hann til þess að kirkjan ætti að halda sig við andlegt starf en láta stjórnmál alfarið eiga sig. Áður hefur slegið í brýnu mifli Chavez og fulltrúa kirkjunnar vegna umbótaaðgerða ríkisstjórnarinnar í félags- og efnahagsmálum í landinu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur hvatt þjóðir heims til að snúa ekki baki við landinu á næstunni. Það kynni að leiða til þess að landið yrði á nýjan leik notað sem mið- stöð hryðjuverkaárása á Evrópu og Bandaríkin. „Við eigum í sameiginlegri baráttu gegn hryðjuverkum, okkar sjálfra vegna og alþjóðasamfélagsins. Ef þið verjist ekki hér munuð þið þurfa að gera það á heimavelli, í höfuð- borgum í Evrópu og Ameríkú', sagði Karzai á fundi með fréttamönnum. Karzai lét þessi orð falla degi eftir að háttsettur kanadískur erindreki og tveir afganskir borgarar féllu í sjálfsmorðsárás í borginni Kanda- har, sem eitt sinn var höfuðvígi Tali- bana í suðurhluta landsins. Sjálfsmorðsárásum fiölgar Á undanförnum fjórum mánuðum hafa verið gerðar um 25 sjálfsmorðs- árásir í Afganistan, sem er töluvert meira en áður tíðkaðist. Á síðasta ári féllu fleiri í árásum vígamanna en nokkurt annað ár síðan 2001 þegar bandamenn réðust inn í landið. Ofbeldið að undanförnu hefur grafið undan hinni hægu lýðræðis- þróun í landinu og aukið ótta fólks við að gerðar verði svipaðar árásir og í Irak. „Það mun taka okkur mörg ár að geta varið okkur sjálf, fætt okkur og unnið að framþróun samfélagsins," sagði Karzai. Hann sagði að engu að síður hefði náðst mikilvægur árangur í stjórnmálaþróun í landinu, þar á meðal forsetakosningarnar 2004 sem mörkuðu tímamót, sem og þing- kosningar í september. Jafnframt varaði hann við því að þessi árangur kynni að hvetja vígamenn til frekari árása. „Af þeim sökum ætti árangur í Afganistan ekki að leiða til minni athygli heldur meiri,“ sagði Karzai. LAUNAGREIÐENDUR, HLUTAFÉLÖG, FJÁRMÁLASTOFNANIR ... Hafið þið SKILAÐ TIL SKATTSINS ... uppIýsincjLim um laun, verktakagreidslur, hlutafé, lán, bífreiðahlunnindi o.fl. á árinu 2005 ... Síðasti skiladagur: rafræn skil - 6. febrúar PAPPIRSSKIL - 26. janúar Skilist til skattstjóra viðkomandi umdæmis ALLT UM rafræn skil á rsk.is/vefskil Sjá nánar auglýsingu f Stjórnartíðindum um skil á upplýsingum á árinu 2006 MIKILVÆGT ER AÐ UPPLÝSINGAR BERIST TÍMANLEGA VEGNA FORSKRÁNINGAR Á FRAMTÖL ■ Átak gegn mansali Lögregla í Hollandi hefur hvatt viðskiptavini vændiskvenna til að greina frá grunsemdum um að vændiskonur séu þvingaðar til að selja sig. Þúsundir vændiskvenna starfa á eigin vegum í Hollandi, en óvíða er löggjöf um slíka starfsemi jafnfrjálslynd og þar í landi. Á hverju ári eru þó um 3500 konum smyglað til landsins til að vinna í vændishúsum eða í ólöglegum fylgdarþj ónustufy rirtækj um. Vændi var lögleitt í landinu árið 2000, en þrátt fyrir það vinnur flöldi vændiskvenna enn ólöglega og margar gegn vilja sínum. Eignarnámi á ræktarlandi mótmælt Kinverjar hafa lokað af þorp í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins í kjölfar mótmælaaðgerða íbúa sem staðið hafa í fáeina daga. Þúsundir íbúa hafa mótmælt áformum yfirvalda í héraðinu um eignarnám á jörðum bænda. Fréttir hafa borist af átökum á milli lög- reglu og mótmælenda, en tölum ber ekki saman um fjölda mótmælenda. Átök brutust fyrst út í Sanjiao á laugardagskvöld vegna langvinnrar reiði íbúa, sem sætta sig ekki við ófullnægjandi bætur fyrir land sem yfirvöld hafa tekið eignarnámi af þeim og hyggjast nýta undir iðn- aðarstarfsemi og selja til fjárfesta. 13 ára stúlka lést og um 60 manns slösuðust þegar óeirða- lögregla lét til skarar skríða gegn mótmælendum. I síðasta mánuði létu þrír lífið og nokkrir særðust eftir að lögregla hleypti af skotum á hóp mótmælenda í öðrum hluta Guangdong-héraðs. „Þorpsbúar munu halda áfram að mótmæla þangað til að málið er leyst. Ræktarland er bændum mikilvægt. Þeir þurfa á landi sínu að halda,“ sagði íbúi í þorpinu Sanjiao í viðtali við AFP-fréttastofuna. Rubik-kubburinn hefur valdið mörgum manninum heilabrotum í gegnum tíðina. Leysti Rubik- kubb á nýju heimsmeti Leyan Lo, tvítugur háskólanemi í Kaliforníu, setti heimsmet um helgina þegar honum tókst að leysa Rubik-kubb á aðeins 11,13 sek- úndum. Metið setti hann í sérstakri keppni sem Rubik-kubbs klúbbur háskólans stóð að. Fyrra met, 11,75 sekúndur, setti Frakkinn Jean Pons á opna hollenska Rubik-kubbs mótinu í fyrra. Þrátt fyrir að hafa sett heimsmet tókst Lo ekki að vinna mótið þar sem niðurstöður voru reiknaðar út frá meðaltali þriggja tilrauna. Fyrsta sætið hlaut undrabarnið Shotaro Makisumi sem fékk meðaltalið 14,91 sekúnda. Þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall eru fáir taldir standa honum á sporði þegar kemur að því að leysa Rubik-kubb á sem stystum tíma.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.