blaðið - 23.01.2006, Síða 2

blaðið - 23.01.2006, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 blaöiö Gunnar I. Birgisson: Sakaóur um að skreyta sig með stolnum fjöðrum Bœjarfulltrúi í Kópavogi gagnrýnir Gunnar Birgisson fyrir að gera tillögur á launamála- ráðstefnunni áföstudagað stnum. Gunnar gefur lítið fyrir gagnrýnina. blaðið_______________ Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ biadid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Fóta sig á svellinu Umhleypingar síðustu daga hafa breytt snjósköflum borgarinnar í svellbunka. Slíkum veðrabrigðum hefur oft fylgt hrina beinbrota og annarra slysa þegar mönnum verður hált á svellinu. Menn virð- ast hins vegar hafa farið varlegar nú um helgina en oft áður því samkvæmt upplýsingum frá slysa- varðstofu Landspítalans voru slys tengd hálkunni með minnsta móti og næstum ekki fyrir hendi. Vakt- hafandi læknir sagði að ekki hefði verið eins lítið að gera á slysavarð- stofunni síðan á aðfangadag. Það virðist því vera að menn séu orðnir sleipari í því að fóta sig nú eða þá að fólk hafi hreinlega ekki hætt sér út á klakabreiðurnar. ■ Fundur þing- forseta Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi gagnrýnir fréttaflutning síðustu daga þar sem sagt er að Gunnar Birg- isson, bæjarstjóri í Kópavogi, hafi lagt fram tillögur á launamálaráð- stefnu sveitarfélaganna. „Þetta var þannig að í upphafi ráðstefnunnar töluðu tveir starfsmenn nefndar- innar. Þeir fóru yfir málin, greindu ástandið og settu svo fram níu val- kosti. Þegar Gunnar Birgisson stígur í pontu þá tekur hann undir þrjá af þessum valkostum og leggur til að reynt verði að vinna með þá áfram, eins og næstum því allir ræðumenn sem á eftir honum komu gerðu einnig. Eftir ráðstefnuna heyrir maður svo í fréttum að hann hafi lagt þarna eitthvað til persónulega og hafi legið yfir tillögunum sem er algjörlega út í hött.“ I fréttatilkynn- ingu frá Gunnari segir meðal ann- ars: „Á ráðstefnunni kynnti Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tillögur sem fela í sér launahækkun í tveimur skrefum.“ Ekki tillögur Gunnars Hafsteinn segir það einfaldlega rangt að þessar tillögur séu sérstak- lega frá Gunnari komnar. „Hann var búinn að tala fjálglega fyrir ráðstefn- una um að hann myndi koma þarna með einhver útspil. Síðan var það ekkert þannig að menn dúkkuðu upp með einhverjar lausnir heldur voru allir þarna saman komnir til þess að finna góða lausn.“ Hafsteinn segir annað hafa vakið athygli á ráðstefnunni. „Það virtist vera að Gunnar hafi fengið að sjá þessar hug- myndir sem þarna voru lagðar fram fyrir ráðstefnuna. Ég veit ekki hvort að hann hafi haft einhvern meiri aðgang að þessu en aðrir en það leit þannig út þarna.“ Hafsteinn segist hafa, ásamt öðrum, gagnrýnt það fyrirkomulag sem viðhaft var að menn fengju ekki að sjá þá valkosti sem í boði voru fyrir ráðstefnuna. ,Það er auðvitað sérstakt ef að einn maður hefur fengið að sjá þessar hugmyndir, en aðrir ekki.“ Gunnar blæs á gagnrýnina ,Þessi maður getur ekki skrifað neitt nema óþverra um fólk og ég þreyti mig ekki á því að lesa svona. Þetta fólk er allt uppfullt af einhverjum samsæriskenningum og getur ekki sagt sannleikann í neinum málum," segir Gunnar. Hann bætir því við að ekki hafi Hafsteinn sjálfur komið með neinar tillögur „og ekki talaði Samfylkingin í Kópavogi á þessari launamálaráðstefnu um eitt eða neitt. Hann sagði ekki eitt einasta orð þarna þegar hann hafði tæki- færi til þess að láta ljós sitt skína.“ Gunnar segir starfsmenn sambands- ins hafa sett fram valkosti á ráðstefn- unni. „Mín tillaga var síðan sú að blanda saman nokkrum þessara val- kosta. Þetta var í þeim dúr sem ég hef verið að tala um, ég hef auðvitað verið að pæla heilmikið í þessum málum.“ Þetta fólk á bágt Gunnar gefur ekkert fyrir þær ásak- anir Hafsteins að hann hafi haft tillögur launanefndarinnar undir höndum fyrir ráðstefnuna. „Ég hef auðvitað verið að pæla í þessum málum fram og til baka. Allir sem kynnt hafa sér eitthvað í málinu vita að það eru bara tvær leiðir sem til greina koma, taxtarnir og ein- greiðslurnar. Þessar tillögur voru í þeim dúr og komu mér því ekkert á óvart. En ég var ekkert búinn að vinna þær eitt eða neitt með starfs- mönnum nefndarinnar. Ég var bara búinn að vinna þær í mínum ranni.“ Hann segir ekkert til í því að hann hafi fengið tillögurnar fyrir ráðstefn- una og segist ekki hlusta á svona málflutning. Hann bætir við: „Þetta fólk á bágt.“ ■ Virkjunarmál: Hægt að sameina sjónarmið Sólveig Pétursdóttir, forseti Al- þingis, sækir í dag fund norrænna þingforsetameð forsætisnefnd Norð- urlandaráðs í Osló. Á fundinum verður rætt um starfsemi Norður- landaráðs og áherslur í starfi ráðs- ins næsta árið. Að fundinum loknum mun for- seti Alþingis eiga tvíhliða fund með forseta norska þingsins og kynna sér ýmsa þætti í starfi stórþingsins. Tíðindalít- il helgi Helgin gekk tiltölulega vel fyrir sig frá sjónarhóli lögreglunnar. Engin alvarleg mál komu upp og fyrir utan nokkra smápústra skemmtu borgar- búar sér í miðbænum nokkuð átaka- laust. Ölvunarakstursmál voru þó heldur algengari en um meðal helgi en 15-16 stútar voru teknir um helg- ina samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. ■ Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu i gær niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin þar sem afstaða fólks til stóriðju er könnuð. Samkvæmt könnuninni telja 70% landsmanna unnt að sætta sjónar- mið umhverfisverndar og virkjunar vatnsafls. Enn fleiri, eða 88%, telja að hægt sé að sætta sjónarmið um- hverfisverndar og virkjunar gufu- afls. Ennfremur kemur fram í könn- uninni að 77% íslendinga telja að raforkufyrirtækin hafi staðið sig vel þegar kemur að umhverfismálum og 71% aðspurðra telja álfyrirtækin að sama skapi hafa staðið sig vel í umhverfismálunum. Könnunin var framkvæmd í gegnum síma í nóvem- ber og voru 1.303 í endanlegu úrtaki og svöruðu 801, eða 61,5%. Frá Kárahnjúkum Þarf að virkja með um- hverfisvænum hætti Kolbrún Halldórsdóttir, alþingis- kona, er á meðal þeirra sem hvað mest hafa látið að sér kveða í barátt- unni gegn virkjanaframkvæmdum. Hún segist halda að öll þjóðin óski þess að hægt sé að sætta þessi sjón- armið. „Kannski sættum við þessi sjónarmið best á þann hátt að viður- kenna það að með því að vernda nátt- úruna erum við einnig að nýta hana. Ósnortin náttúra er í sjálfu sér auð- lind sem okkur hefur verið falið að varðveita fyrir allan heiminn. Þegar fólk fer að átta sig á því að ósnortin náttúra getur fært okkur tekjur þá held ég að fólk opni augun fyrir því að það má nýta náttúruna á annan hátt en til raforkuframleiðslu." Könnunin kemur Kolbrúnu ekki á óvart. „Við hjá VG höfum alltaf sagt að þá raforku sem í raun þarf að framleiða þarf að framleiða með umhverfisvænum hætti. Ég held að þjóðin sé okkur sammála um það.“ Suðurlandsvegur: Brýnt að hraða framkvæmdum Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, telur brýnt að ráðast í fram- kvæmdir við Suðurlandsveg eins fljótt og hægt er. „Verið er að fara yfir stöðu vegarins fyrir samgöngu- áætlunina og það á eftir að skýrast á vordögum hvenær framkvæmdir hefjast," sagði Sturla í viðtali við fréttavefinn sudurland.is. Sturla átti fund með Vinum Hellisheiðar og þingmönnum Suðurkjördæmis um málið á dögunum þar sem hann fjallaði meðal annars um undirbún- ing þess að vegurinn fari inn á sam- gönguáætlun og hvaða kostir eru í boði. Ráðgert er að tvöfalda Suð- urlandsveg milli Selfoss og Hvera- gerðis og leggja svo kallaðan 1+2 veg yfir Hellisheiði. ■ CAFEADESSO 2. hæð í Smáralind v/Vetrargarðinn SALAT hollt og gott í hádeginu komdu og smakkaðu! Opiö virka daga 10.00-19.00 fimmtudaga 10.00-21.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 simi 544 2332 www.adesso.is O HeiðsKírt (3 Léttskyjað ^ Skýjað Alskýjað Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow -02 11 -13 -04 -03 -07 -10 -04 02 08 13 -05 04 17 -03 02 -05 06 -11 15 07 08 * cv * -1 / /, Rignlng,Iftilsháttar /// Rlgnlng f^ Suid Sniúkoma þ • * O / / / 2° * ©*, .V X z' y ' r/; CK2° ✓ ' * Sjj Slydda ^jj Snjóél Skúr rV Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun * 2°V 0 ' / -JO / / / " 1°

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.