blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöift 12 ERLi ii i IR Umdeild ráðstefna um helförina Lífstíðarfangar krefjast dauða- refsingar Tíu lífstíðarfangar í Aube í Frakk- landi hafa farið fram á að dauða- refsing verði tekin upp á ný í landinu. Þrátt fyrir að vera í einu rammgerðasta öryggisfangelsi landsins tókst föngunum að smygla bréfi til fjölmiðla. I bréfinu segja þeir að nóg sé komið af hræsni og þeir kjósi skjótan dauðdaga í stað þess að veslast hægt og rólega upp án þess að eiga nokkra von um framtíð. Stjórn fangelsisins veit ekki hvernig bréfið komst út fyrir veggi þess. Um 170 fangar eru í fangels- inu og eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið dæmdir til langrar fangelsisvistar. Fangarnir sem skrifa undir bréfið eiga mislanga fangels- isdvöl að baki, sá sem styst hefur setið inni hefur verið í fangelsi í 6 ár en sá sem á lengsta dvöl að baki hefur verið í 28 ár í fangelsinu. Fréttavefur Le Figaro greindi frá. Áhlaup uppreisnar- manna brotið á bak aftur Að minnsta kosti átta manns fórust í miklu áhlaupi uppreisnarmanna kommúnista í landamærabænum Nepalgunj í vesturhluta Nepal á þriðjudagskvöld. Öryggissveitum tókst að brjóta á bak aftur áhlaup uppreisnarmannanna sem vilja steypa konunginum af stóli. Arásir uppreisnarmanna hafa verið tíðar í héraðinu síðan þeir rufu einhliða vopnahlé í ársbyrjun en það hafði staðið í fjóra mánuði. Öryggisviðbúnaður hefur að sama skapi verið aukinn og lögreglu- mönnum bæst liðsauki frá hernum. Vanrækslu lestarstjóra um að kenna Talið er að vanræksla lestarstjóra hafið valdið því að lest fór út af sporinu og hrapaði ofan í gil í Svart- fjallalandi á mánudag. Að minnsta kosti 44 fórust í slysinu og nærri tvö- hundruð slösuðust. Lögregla hefúr hneppt lestarstjórann í varðhald þar sem hann liggur slasaður á sjúkra- húsi. Grunur leikur á að hann hafi ekki læst hemlum lestarinnar eftir að hann yfirgaf sæti sitt til að sinna viðgerðum. Slysið var eitt hið mann- skæðasta í Evrópu f aldarfjórðung. Iranar vörðu á þriðjudag fyrirhug- aða ráðstefnu um helförina gegn gyðingum f síðari heimsstyrjöld. Sendiherra ísraelsmanna hjá Sam- einuðu þjóðunum segir að hin fyrir- hugaða ráðstefna sé sönnun þess að íran sé rekið af „óðri og öfgafullri bókstafstrúarstjórn." Ráðstefnan, sem hefur verið for- dæmd afleiðtogum á Vesturlöndum, er enn einn liðurinn í herferð Mahmoud Ahmadinejad, forseta, gegn Israel. Ahmadinejad hefur þegar sagt að fjöldamorð nasista á 6 milljónum gyðinga í stríðinu sé „þjóðsaga“ og að afmá eigi ísraelsrlki af landakortinu. Google hlítir kínverskum skilmálum Google opnaði kínverska útgáfu afleitarvél sinni í gœr enda telur fyrirtœkið það valda meira tjóni að halda sigfrá kínverska Internet-markaðinum en að fallast á þær hömlur sem þar eru settar á netnotkun. Bandaríska fyrirtækið Google, sem meðal annars rekur vinsæla leitar- vél á Netinu, mun hlíta takmörk- unum og ritskoðun kínverskra yfir- valda til að fá aðgang að hinum ört vaxandi Internet-markaði í landinu. Fyrirtækið hleypti af stokkunum kínverskri útgáfu af leitarvélinni vinsælu í gær. Google bætist þar með í hóp fleiri bandarískra netfyrirtækja sem eru þegar með starfsemi í Kína og fylgja þeirri ströngu löggjöf sem gildir um netnotkun þar f landi. Fyrirtækið segist munu fjarlægja tengla á síður sem yfirvöldum eru ekki þóknan- legar gegn því að það fái að hafa net- þjóna sína í Kína. Andrew McLaug- hlin, ráðgjafi í stefnumótun hjá Google, segir að þó að það sé ekki í samræmi við stefnu fyrirtækisins að fjarlægja leitarniðurstöður þá sé sýnu verra að veita engar upplýs- ingar. Ennfremur telur fyrirtækið að það geti komið að meira gagni í Kína með því að vera þátttakandi á netmarkaðinum heldur en að hunsa hann. Ekki er langt síðan Google neitaði beiðni bandaríska dóms- málaráðuneytisins um að veita upp- lýsingar um hvað fólk leitaði að á leitarvélinni. Google segir ennfremur að á nýju síðunni verði hvorki bloggsíður né tölvupóstföng vistuð til að koma í veg fyrir lögsóknir yfirvalda sem beita vönduðum síum til að koma f veg fyrir aðgang að tilteknum vefsíðum. Heftir aðgang að viðkvæmum síðum Gagnrýnendur vara við því að nýja síðan kunni að hefta aðgang að þús- undum síða sem fjalla um viðkvæm málefni, svo sem sjálfstæði Taívans og blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Julian Pain, talsmaður samtak- anna Fréttamenn án landamæra, sagði að skömm væri að ákvörðun Google um að vinna með kín- verskum stjórnvöldum. Talið er að notendum Internetsins í Kína muni fjölga úr um 100 millj- ónum upp í nærrri 187 milljónir á um tveimur árum og því er eftir miklu að slægjast. Könnun sem gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að Google hefur misst markaðs- hlutdeild í Kína til keppinautarins Baidu.com, sem er með höfuð- stöðvar í Peking. y°LVs J l'b Kfnverji skoðar kínverska útgáfu Google sem hleypt var af stokkunum í gær Ógn við heimsbyggðina Dan Gillerman, sendiherra ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að ráðstefnan sé „sönnun fyrir því hvílík ógn íran sé heimsbyggðinni í raun og veru.“ „Ég óttast að Iranar sýni helför- inni svona mikinn áhuga vegna þess Börn leika sér í snjókasti fyrir framan minnismerki heilagrar Sofíu í gömlu borginni í Istanbúl (Tyrklandi. Samgöngur fóru víða úr skorð- að þeir séu að undirbúa aðra helför um í landinu í gær vegan miklllar snjökomu. og það sé í verkahring heimsbyggð- arinnar og Sameinuðu þjóðanna að koma í veg fyrir að það gerist,“ segir Gillerman. Utanríkisráðuneyti írans, sem talið er að muni standa straum af kostn- aði við ráðstefnuna, hefur ekki enn ákveðið dagsetningu hennar eða stað- setningu. Þá er ekki heldur ljóst hverjir komi til með að taka þátt í henni. Aðstöðugjald stórhækkar Dóttir Pinochet handtekin í Washington Yfirvöld í Kirgistan vilja að Banda- ríkjamenn greiði hærra verð fyrir aðstöðu sem bandaríski flugher- inn hefur haft í landinu. Þau fara meðal annars fram á hærri leigu- gjöld og greiðslur fyrir umhverfis- spjöll, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Ekki liggur fyrir um hversu mikla hækkun er að ræða. Omurbek Tekebayev, forseti þings- ins, sagði fyrr í mánuðinum að Kirgistan ætluðu að hækka gjöld fyrir aðstöðuna upp í 50 milljónir Bandaríkjadala (rúmlega 3 millj- arða ísl. kr.) á ári og Kurmanbek Bakiyev, forseti landsins sagði að hækkunin yrði margföld. Á síðasta ári misstu hersveitir Bandaríkjamanna aðstöðu í Úsbe- kistan en sú aðstaða var sett upp til að styðja við aðgerðir þeirra í Afganistan. Síðan þeir misstu aðstöðuna í Úsbekistan hafa þeir þurft að reiða sig meira á völlinn í Kirgistan. Lucia Pinochet Hiriart, elsta dóttir Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, var handtekin á flugvellinum í Washington í gær. Gefin hafði verið út alþjóðleg hand- tökuskipun á hendur henni eftir að hún flúði land þrátt fyrir að hafa verið stefnt fyrir dómstóla. Lucia Pinochet var stefnt fyrir dómstóla til að svara spurningum um meint undanskot á skatti upp á nærri eina milljón Bandaríkjadala (rúmlega 60 milljónir ísl. kr.). Dagblaðið La Nacion greindi frá því í gær að hún hefði farið yfir landamærin til Arg- entínu á sunnudaginn, degi áður en móðir hennar og fjögur systkini voru handtekin vegna ákæra um undanskot á skatti og fjársvik. Á laugardag samþykkti áfrýjunar- dómstóíl í Santiago að sleppa eigin- konu Pinochet, yngsta syni hans og dætrum hans Jacqueline og Veron- icu gegn tryggingu. Augusto Pinochet, elsta syni ein- ræðisherrans, var sleppt á mánudag, örfáum klukkustundum eftir að hann var handtekinn út af ákærum um skjalafals.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.